Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 55

Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 55
53 fyrir af landbúnaðarfélagi Dana. Eftir að Gunnlaugur flutti að Tannastöðum fæddist honum sonur er skírður var Björn. Hann varð þjóðkunnur sem mikill stærðfræðingur og yfirkennari við Latínuskólann. Björns er kannski helst minnst í dag fyrir það að hann mældi og kortlagði landið fyrstur manna sem var mikið afrek miðað við samgöngur og tækjabúnað þess tíma. Hann var sagður strax á unga aldri hafa verið með hugann við allt annað en hin daglegu bústörf. Sagt er að hann hafi verið sendur ungur að árum frá Tanna stöðum einhverra erinda inn að Valdasteins- stöðum. Þetta var að vetrarlagi og fjörðurinn á ís. Frá Valdasteins- stöðum sást hvar drengurinn gekk út á ísinn en miðaði hægt. Enginn skildi hvernig á því stóð. Þegar hann svo loksins kom að Valdasteinsstöðum hafði hann gleymt erindinu en hann gat sagt fólkinu hvað fjörðurinn væri mörg fet á milli landa. Þegar Halldór Júlíusson, sýslumaður Strandmanna, bjó á Borð- eyri (1909–1938) keypti hann Valdasteinsstaðina og rak þar fjár- bú. Land jarðarinnar nær norður á svonefnda Háumela. Þar hefur Vegagerðin stundað mikla efnistöku og grjótnám. Lyngholt Lyngholt er byggt úr landi Borðeyrar sem nýbýli 1936 af hjón- un um Guðlaugi Jónssyni frá Kolbeinsá og Margréti Soffíu Ólafs- dóttur. Bærinn er rétt sunnan og ofan við kauptún ið sem byggst hefur í áttina til hans síðustu ár og það á landi Lyngholts. Ofan bæjarins er brött hlíð sem dregst saman efst í klettahjalla sem nefnist Stóraborg. Þaðan er gott útsýni yfir Hrútafjörð allan frá fjarðarbotni til Húnaflóa. Upphaflega fylgdi stofnun nýbýlisins lítill landskiki en grasgefinn. Árið 1942 kaupir Bjarni Þorsteinsson Lyngholt og jók hann við landið með því að kaupa nyrsta hlutann af Valdasteinsstaðalandi frá Stúfeyri inn að Háumelum og land ræmu upp í Fýlingjavötn. Bjarni Þorsteinsson bjó í Lyngholti 1942–1973 og var kennari og skólastjóri við barnaskóla Bæjarhrepps um áratugaskeið. Hann stundaði einnig ritstörf og er höfundur bókanna Ást í meinum og Stúdentinn í Hvammi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.