Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 20214 FRÉTTIR Guðrún Björg Egilsdóttir er nýr sérfræðingur á sviði búgreina- deildar Bændasamtaka Íslands þar sem hún mun sinna naut- griparæktinni. Tekur hún við af Margréti Gísladóttur sem mun láta af störfum eftir fimm ár hjá Landssambandi kúabænda og síðar Bændasamtökum Íslands. Guðrún Björg lauk nýverið meistaranámi í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands en áður bakkalárgráðu í líffræði við Háskóla Íslands. Hún er fædd og uppalin á Daufá í Skagafirði en þar er stundaður kúabúskapur, þekkir hún því búgreinina vel. „Ég hlakka til að starfa fyrir bændur og takast á við ný og spennandi verkefni fyrir íslenska kúabændur og vona að ég reynist þeim vel,“ segir Guðrún Björg. „Um leið og stjórn kúabænda­ deildar BÍ býður Guðrúnu Björgu velkomna til starfa þökkum við Margréti Gísladóttur fyrir vel unnin störf fyrir greinina undanfarin fimm ár og óskum henni velfarnaðar á nýjum vígstöðvum,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður kúabænda. Nýr sérfræðingur í nautgriparækt Guðrún Björg Egilsdóttir. Stefnt að því að áburðarverksmiðja verði reist á Reyðarfirði – Um umhverfisvæna framleiðslu verður að ræða í tengslum við verkefnið Orkugarður Austurlands Stefnt er að því að umhverfisvæn áburðarverkmiðja verði reist á Reyðarfirði. Ef áætlanir ganga eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár. Unnið er að hagkvæmnisathugun á því að slík verksmiðja verði reist í tengslum við verkefnið Orkugarður Austurlands. Rafeldsneyti og ammoníak Hugmyndin er að með vetnisfram­ leiðslu í orkugarð inum verði hægt að búa til raf­ eldsneyti með raf grein ingu, til dæmis a m m o n í a k – sem hægt verði að nýta til áburðar fram leiðslunnar. Magnús Bjarnason hjá MAR Advisor leiðir vinnuna við þróun á verkefninu í samvinnu við Landsvirkjun, Copenhagen Infrasturucture Partners (CIP), Landsvirkjun og Fjarðabyggð. Hann segir að unnið sé að því að kanna hagkvæmni þess að þróa slíkan orkugarð – og samhliða slíka áburðarverksmiðju. Orkuskipti og áburðarframleiðsla „Í Orkugarði Austurlands er hugmyndin að þróa leiðir sem gagnast við orkuskipti á Íslandi, sem meðal annars felur í sér að framleiða vetni með rafgreiningu og þannig búa til rafeldsneyti, til dæmis ammoníak sem einnig getur nýst í áburðarframleiðslu. Ef vel tekst til með verkefnið er von okkar að hægt verði að skipta út jarðefnaeldsneyti og nota rafeldsneyti í þunga­ og skipaflutninga sem og sjávarútveg. Jafnframt er gert ráð fyrir því að nota hliðarafurðir sem verða til við vetnisframleiðslu í aðra starfsemi. Þannig verður til súrefni sem getur nýst í landeldi og varmi sem getur nýst í upphitun húsa. Eins og hefur komið fram opinberlega þá hefur verið samið um samstarf við íslensk fyrirtæki um þróun hugmynda í Orkugarði Austurlands, eins og Atmonia, Laxa og Síldar vinnsluna,“ segir Magnús. /smh Magnús Bjarnason. Áburðarframleiðsla Atmonia – Tvenns konar tækjabúnaður er í ferli til framleiðslu á ammoníaki og nítrati Eins og fram kemur hér að ofan, er verið að athuga hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir raf- greiningu vatns og framleiðslu á vetnisgasi til framleiðslu á ammon- íaki, sem síðan verði umbreytt yfir í nítratáburð, með nýjum tækja- búnaði nýsköpunar fyrirtækisins Atmonia. Fyrirtækið hefur sótt um einkaleyfi fyrir tækjabúnaðinn sem það hefur þróað á undanförnum árum. Tvö tæki til áburðarframleiðslu Segja má að Egill Skúlason, sem er prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands, sé hugmyndafræðingur Atmonia. Hann er stjórnarformaður og einn af stofnendum fyrirtækisins. „Ég kynnist Haber Bosch­ferlinu, sem notað er í dag til framleiðslu ammoníaks, árið 2004 – þegar ég var í meistaranámi mínu. Um tímamóta­ tækni var að ræða á sínum tíma sem veitt voru Nóbelsverðlaun fyrir. Hins vegar hafa lengi verið hugmyndir um að breyta aðferðinni og hún löguð að umhverfisvænni áherslu – og það má segja að það hafi orðið viðfangsefni mitt meira og minna í gegnum allan minn námsferil,“ segir Egill. Hann segir að reyndar sé fyrirtækið með tvö tæki í þróun, hitt tækið hefur tekið lengri þróunartíma en er hugsað til ammoníaks­áburðarframleiðslu í litlum verksmiðjum, eða jafnvel heima á bæjum ef það hentar. Fyrstu niðurstöður hafa verið birtar „Það tæki hefur tekið nokkuð lengri tíma í þróun en við gerðum okkur vonir um – erum búin að vera að gera tilraunir í mörg ár – en um er að ræða alveg gríðarlega flóknar og vandasamar tilraunir,“ segir Egill. „En það er gaman að segja frá því að við vorum einmitt að birta fyrstu niður­ stöður okkar í ritrýndum tímaritum um þær og nú gerum við okkur vonir um að þetta tæki verði tilbúið á næstu árum. Við vildum ekki lenda í sömu gryfju og mjög margir sem hafa birt niðurstöður um þessi efni, en ekki er hægt að sannreyna því þær eru ekki fullkláraðar. Það má segja að það hafi orðið sprenging í virkni á þessu sviði vísinda frá árinu 2017, en við vorum farin af stað þó nokkru fyrir hana.“ Egill útskýrir muninn á tækjunum tveimur þannig, að það sem er komið styttra á veg gengur út á milliliðalausa framleiðslu á ammoníaki, án þess að vetnisgas verði til. Hitt ferlið tekur við ammóníaki sem hráefni og umbreytir því í nítrat. „Framleiðsluferli nítrats er vel þekkt og víða notað, en um gríðar­ lega mengandi ferli er að ræða sem við verðum laus við,“ segir Egill. Vandasamt að finna rétta hvatann Egill segir að þau séu langt komin í þróun á ammoníakstækninni, en kjarninn í því er hvatinn, sem sé vandasamasti hlutinn í þróunarferlinu. Hann umbreyti efniviðnum, andrúms­ lofti og vatni, yfir í ammoníak – með rafgreiningu. Sérstaðan í þessum ver­ kefnum báðum felist einnig í því að orkan sem notuð er í framleiðsluferl­ inu sé einmitt íslensk umhverfisvæn raforka, þó annars staðar í heiminum sé vissulega hægt að tengja við raf­ magn sem fengið er til dæmis með vind­ eða sólarorku. „Við prófuðum ýmsa efnahvata með skammtafræðilegum tölvu­ reikningum fyrst, áður en við fórum með tilraunirnar inn á tilraunastofur – og mjög margar áhugaverðar niður­ stöður hafa fengist að undanförnu. Við reiknum með að þessi tækjabún­ aður verði á stærð við skipagám og meðfærilegur eftir því.Þannig gætu bændur sameinast um að nota hann eða að einingum væri safnað saman sem litlar verksmiður yrðu reistar úr. Við gerum ráð fyrir því að þetta verði ammoníaksáburður sem er uppleystur í vatni og þannig dreift á ræktarlöndin með úðunarkerfi,“ segir Egill. Nokkrar mismunandi áburðartegundir Hitt tækið er komið mun lengra í þró­ unarferlinu, að sögn Egils. Ætlunin er, sem fyrr segir, að það verði notað við uppsetningu á áburðarfram­ leiðslu á Reyðarfirði í tengslum við samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Fjarðabyggðar og danska fyrirtæk­ isins Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) um grænan orkugarð. „Á Reyðarfirði verður þannig hægt að framleiða nokkrar mismunandi áburðartegundir; ammoníak, nítrat og ýmsar ammoníum­nítrat blöndur.“ Við erum komin með afskaplega góð viðskiptasambönd núna úti um allan heim þannig að það eru mjög spennandi tímar fram undan hjá okkur,“ segir Egill, spurður um hvort ekki sé eftirvænting í Atmonia­ hópnum að sjá fram á að geta gert þessa tækni að raunverulegri mark­ aðsvöru. Hann bætir við að tækið verði einnig notað í samstarfsverkefni sem Matís hefur haldið utan um og miðar að því að kortleggja allt lífrænt hrá­ efni á Íslandi til sjálfbærrar áburðar­ framleiðslu. /smh Jarðarber úr tilraunaræktun Atmonia í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, þar sem nítratáburður er notaður úr tækjabúnaðinum. Egill Skúlason, prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands og stjórnar- formaður Atmonia. Mynd / smh Verðskrá auglýsinga hækkar um áramót miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs og spár um þróun næsta árs. Verðbreytingar um áramót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.