Bændablaðið - 16.12.2021, Side 21

Bændablaðið - 16.12.2021, Side 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 2021 21 Útihitastig skiptir miklu máli Renault bendir líka á að útihitastig skipti miklu máli fyrir rafhlöður rafmagnsbíla. Hátt hitastig getur stytt líftíma rafhlaðanna og lágt hitastig þýðir að þær halda illa rafmagni og drægni bílanna verður minna. Kuldi styttir aftur á móti ekki líftíma rafhlaðanna. Þá kemur Renault að enn einum veigamiklum þætti sem fólk ætti að huga að. Endurnýjun rafhlaða í bíla er flókið mál. Það þarf sérfræðikunnáttu til að skipta um slíkar rafhlöður þar sem þær eru hættulegar í meðförum. Þá eru þær þungar og vegna innihalds þeirra eru þær hættulegar í flutningum og er meira að segja bannað að flytja slíkar rafhlöður í flugvélum. Flutningar í skipum og lestum krefjast sérstakra ráðstafana. Vissulega er tæknilega mögulegt að endurnýja einingar í liþíum-jóna rafhlöðum, en það er mjög dýrt. Síðan er líka talað um endingu á bílarafhlöðum í mögulegum fjölda á endurhleðslum. Þá er gjarnan talað um möguleika á 400 til 1.200 endurhleðslum sem er reyndar ótrúlega lítið ef rafhlöðurnar eiga að endast í 8–10 ár. Allavega má notkunin þá ekki vera sérlega mikil. Ef rafhlaða endist t.d. ekki nema til að taka 400 hleðslur á líftíma sínum, þá mætti ekki hlaða bílinn nema fjórum sinnum á ári miðað við 8 ára endingu. Murata Manufacturing komið í gang Árið 2019 voru kynnt áform japanska rafeindaíhlutaframleiðandans Murata Manufacturing um að hefja fjöldaframleiðslu á nýjum fastkjarna- rafhlöðum. Átti framleiðslan að hefjast 2020 og í sumar var sagt nú á haustdögum. Framleiðslan verður á vegum Yasu deildar fyrirtækisins í héraðinu Shiga. Til að byrja með er stefnan tekin á smáraftæki og framleiðslan í smáum stíl, en auka á framleiðsluna þegar kemur fram í mars 2022. Meðal annarra fyrirtækja sem unnið hafa að hönnun fastakjarnarafhlaða má nefna Bright Volt, Samsung, Albemarle, Iconic material, ProLogium, QuantumScape, Sion Power, The Coretec group, Evonik, Solid Power, Hyundai, Ampcera og kínverska risafyrirtækið CATL. Mörg fleiri hafa þegar eytt ómældum milljörðum dollara í slíka þróun og sagst vera alveg að koma með slíkar rafhlöður á markað án þess að nokkuð hafi gerst. Þar má nefna bílaframleiðandann Fisker sem sagðist vera alveg að koma með á markað súper fastkjarnarafhlöðu á árinu 2020 sem átti að komast yfir 1.100 kílómetra á einni hleðslu. Síðan var framleiðslu sagt seinka til 2022, en nú er búið að henda öllum slíkum áformum út um gluggann. Þá keypti fyrirtækið Dyson Satki 3 árið 2015 og eyddi milljörðum dollara í verkefnið sem var svo lagt á hilluna árið 2017. Kínverski risinn CATL með ofurrafhlöðu? Kínverski rafhlöðuframleiðandinn CATL kynnti á ráðstefnu í janúar á þessu ári áform um hönnun og framleiðslu á fastkjarnarafhlöðum með orkugetu sem samsvarar 350 til 400 wattstundum á hvert kg í þunga (350 Wh/kg). Sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins að enn ætti eftir að leysa nokkur tæknileg lykilatriði, en rannsóknir hafi staðið yfir í 10 ár. Svonefndar LFP liþíum- jóna rafhlöður fyrirtækisins, sem Tesla hefur m.a. stært sig af, hafa mest náð orkugetu upp á 160 Wh/kg, samkvæmt upplýsingum af vef InsideEVs. Snýst um að hreppa risavinninginn í rafhlöðulottóinu Þrátt fyrir endalaus vonbrigði í hönnun fastkjarnarafhlaða undanfarna áratugi er samt ljóst að fjöldi fyrirtækja og vísindamanna vinnur að því baki brotnu að finna réttu lausnina á að framleiða fastkjarnarafhlöður sem duga bæði í smáraftæki og bíla. Til mikils er að vinna, því talið er að sá sem dettur niður á bestu lausn- ina, hreppi um leið risavinninginn í þessu lottói og verði í kjörstöðu í orkuskiptum ökutækja í heiminum. Ástæðan fyrir vantrú framleiðendanna sjálfra á liþíum- jóna er einfaldlega hversu óstöðugar slíkar rafhlöður eru með tilliti til sjálfsíkveikju og takmarkaðir orkuþéttnieiginleikar og hleðsluhraði á slíkum rafhlöðum. Þær eru auk þess mjög orkufrekar og mengandi í framleiðslu og stuðla að því að hratt gengur á jarðefnin sem í þær eru notuð. Fullyrt um endurvinnslu á liþíum-jóna rafhlöðum án haldbærra gagna Þá er viðurkennt að mjög erfitt er að endurvinna efnin sem notuð eru í slíkar rafhlöður. Nánast allt tal um endurvinnslu lýtur að því að lengja líftímann á notuðum rafhlöðum. Það er gert með því að endurnýta skástu hlutina úr notuðum rafhlöðum í einhvern tíma. Þetta er dýr og tímafrek aðgerð og afkastageta slíkra verksmiðja sem settar hafa verið á fót nemur aðeins nokkur þúsund rafhlöðum á ári. Yfir 10 milljón bílarafhlöður á götunum Seldir rafbílar í heiminum fóru yfir 10 milljóna markið á árinu 2020, þar af 4,5 milljónir í Kína. Evrópusambandið gerir ráð fyrir að í Evrópu einni verði komnir um 30 milljónir rafbíla í notkun árið 2030. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC fyrr á þessu ári er haft eftir endurvinnslusérfræðingnum dr. Paul Anderson við háskólann í Birmingham að erfitt væri að segja til um hversu mikið af liþíum-jóna rafhlöðum færi í endurvinnslu. Sumir segðu 5%, en víða um heim væri það hlutfall mun lægra. Rafhlöður þessara bíla eru sagðar hafa allt að 8 til 10 ára endingartíma. Sumir bílarnir lenda í tjóni og enda því ferilinn mun fyrr. Þessum bílum verður ekki hent í pressu til endurvinnslu eins og gert er við bíla í dag, m.a. vegna mengunar- og sprengihættu. Endurvinnsla meira í orði en á borði Til að líta betur út í endurvinnslu- umræðunni hafa fyrirtæki á borð við Daimler (framleiðandi Mercede- Benz) sagst vera með áform um byggingu á risastórri 11,3 hekt- ara endurvinnsluverksmiðju í Kuppenheim. Slegið hefur verið úr og í með þessa verksmiðju sem upphaflega átti að vera í Gaggenau og síðan fullyrt að verksmiðjan í Kuppenheim myndi skapa 1.000 störf á svæðinu. Nýverið var hins vegar frétt í blaðinu Badisches Tagblatt, sem hefur eftir forsvarsmönnum í innsta hring Daimler að til að byrja með verði störfin aðeins 50 og fari í 150 þegar vinnslan verði komin í gang. Samt er almenningur hvattur til að kaupa bifreiðar með slíkum raf- hlöðum á þeim forsendum að það sé einfaldlega besta þekkta lausnin sem í boði er. Rafhlöðuvandi plagar framleiðendur Í sumar bárust fréttir af vandræðum General Motors vegna rafbíls- ins Chevrolet Bolt sem var talinn skila stórsigri fyrirtækisins á Tesla í fjöldaframleiðslu rafbíla. Vermirinn var þó skammgóður því fljótlega fóru að berast fréttir af skammhlaupi og bruna í þessum bílum þegar verið var að hlaða þá, en rafhlöðurnar eru frá LG í Kóreu. Í síðasta mánuði var til- kynnt um innköllun á öllum 141.000 Chevrolet Bolt bílum sem búið var að selja víða um heim síðan 2017. Talið er meiri háttar mál að gera við bílana, enda vegur rafhlaðan í einum slíkum bíl 960 pund, eða um 435 kg. Ekki er talið á bætandi að slíkar raf- hlöður hlaðist upp í vörugeymslum þar sem sáralítið af þeim er enn farið að setja í endurvinnslu. Sem dæmi þá eru einungis endurheimt um 2–3% af bílarafhlöðum á ári sem síðan eru send á óskilgreinda staði erlendis til endurvinnslu. Endurvinnsluhlutfallið í Evrópu og Bandaríkjunum er sagt vera innan við 5%. Alþjóðaorkustofnunin IEA áætlar að 148 til 230 milljónir rafbíla með svipaðar rafhlöður verði komnir á göturnar í lok þessa áratugar. Talið er að 500.000 tonn af notuðum bílaraf- hlöðum muni liggja fyrir í Kína ein- göngu fyrir árslok 2030. Þá verði komin á markað litþíum-jóna raf- hlöður sem samsvarar 2 milljónum tonna um heim allan. Sumar tölur eru mun hærri. Evrópusambandið hyggst setja reglugerð um 70% söfnun á notuðum bílarafhlöðum og 95% endurnýtingu á innihaldsefnunum kóbalti, kopar, blýi og nikkel og 70% endurnýtingu á liþíum úr bílarafhlöðum fyrir 2030. Það byggist á að endurvinnslan verði það ódýr að hægt verði að endurselja efnin á markaði. Þær reglur munu þó enn aðeins vera á hugmyndastigi samkvæmt frétt The Guardian. Opið alla daga fram að jólum HLÝJAR JÓLAGJAFIR Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is Bruni á hreinu vetni eða öðru „rafeldsneyti“ eins og ammoníaki í hefðbundnum brunahreyflum hefur líka verið til skoðunar hjá bílaframleiðendum í stað bruna á jarðefnaeldsneyti. Vetnisvél frá Toyota sem byggir á hefðbundnum brunahreyfli. Tíðar og stuttar rafhleðslur og ekki síst með hraðhleðslu fer ekki vel með endingu rafgeyma samkvæmt upplýsingum Renault. Þá er heldur ekki æskilegt að fullhlaða geymana í 100% hleðslu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.