Bændablaðið - 16.12.2021, Qupperneq 40

Bændablaðið - 16.12.2021, Qupperneq 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202140 LÍFIÐ&SAGA þeim að hafa svona mikinn hávaða. Einn þeirra gekk þá að mér ansi mannalegur og sagði, „but I am Prince“. Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var og svaraði „yes, and I am a princess“. Eftir að strákarnir voru farnir kom í ljós að þetta voru tónlistarmaðurinn Prince og vinir hans að skemmta sér.“ Ýtti öryggisverði út úr lyftunni „Ólafur Noregskonungur kom hingað oftar en einu sinni og hefð fyrir því að ég fylgdi honum upp á svítuna. Eitt sinn þegar Ólafur rennir í hlað stöndum við Ingibjörg Ólafsdóttir, fyrrverandi hótelstjóri, ægilega virðu- legar hlið við hlið og bíðum hans. Allt í einu snýr Ingibjörg sér að mér og spyr mig hvort hún sé með mjólkurskegg. Ég fæ náttúrlega hlát- urskast. Í ofanálag fór lyftan ekki af stað þegar við ætluðum upp þannig að ég þurfti að ýta einum öryggis- verðinum út. Við vorum of þung fyrir lyftuna. Ólafur hafði greinilega gaman af þessu og hló, enda afalegur og góður karl. Ég átti því mjög erfitt með að hemja mig í lyftunni upp með kónginum,“ segir Karen. Hélt á öskubakka drottningarinnar Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi gæða- og sölustjóri veitingasviðs Hótel Sögu, hóf fyrst störf á Sögu sem nemi í framreiðslu árið 1966. „Árið 1973, þegar Danadrottning kom í op- inbera heimsókn til Kristjáns Eldjárn og Halldóru, var haldin veisla fyrir drottninguna í Súlnasalnum. Eins og margir vita reykir Margrét Þórhildur mikið og ég hafði það eina hlutverk um kvöldið að standa, ekki allt of nærri henni, með öskubakka og passa að hún dræpi í sígarettunum í honum.“ Johnson harður í prúttinu Þegar Lyndon B. Johnson, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, gisti á Sögu voru uppi miklar varúðarráðstafanir. Haukur Gunnarsson í Rammagerðinni var fenginn til að koma með minjagripi á hótelið til þess að Konráð Guðmundsson hótelstjóri og Ella Fitzgerald á Sögu í febrúar 1962, en hún hélt ferna tónleika í Háskólabíói. Mynd / Úr safni Hótel Sögu Manlio Brosio, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, þakkar Ragnari Sigurðssyni fyrir að bjarga Natofánanum. Í frétt Morgunblaðsins 27. júní 1968 sagði að ungur kommúnisti hafi gert tilraun til að ræna og svívirða fána Atlantshafsbandalagsins þar sem hann blakti við Hótel Sögu. Fyrir snarræði hótelssveins varð ekki af fyrirætluninni. Hótelsveinninn Ragnar heldur hér á borðfána sem Brosio færði honum í viðurkenningarskyni. Mynd / Ól. K. M. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar var fastur liður í skemmtanalífi landsmanna í fjölda ára með spilamennsku sinni í Súlnasal Hótel Sögu. Mynd / Úr safni Hótel Sögu Beatrix Wilhelmina Armgard Hollandsdrottning og prins Claus. Mynd / Úr safni Hótel Sögu Norodom Sihanouk, konungur Kambó- díu og forseti útlagastjórnar landsins á meðan það var hernumið. Með honum er Ólafur Egilsson, þá starfandi ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins. Mynd / Úr safni Hótel Sögu Kurt Waldheim, sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna á árunum 1972 til 1981, ritar nafn sitt í gestabók hótelsins undir vökulum augum Konráðs hótelstjóra. Mynd / Úr safni Hótel Sögu Hussein Jórdaníukonungur á Hótel Sögu. Mynd / Úr safni Hótel Sögu Bandarísk geimfaraefni komu til Íslands í júní 1967 til æfinga í Öskjuhrauni vegna undirbúnings ferða til tunglsins. Að sjálfsögðu gistu þeir á Hótel Sögu, en í þessum hópi voru fyrstu jarðarbúarnir sem lentu síðar á tunglinu 20. júlí 1969 í leiðangri Appolo 11. Það voru þeir Neil Armstrong og Edwin Aldrin, en með þeim í tunglferðinni var Michael Collins, sem beið í geimfarinu á braut um tunglið á meðan félagar hans lentu á yfirborði þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.