Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 82

Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 82
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202182 LÍF&STARF LESENDARÝNI Bændasamtök Íslands óska bændum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Megi nýja árið verða ykkur farsælt og gjöfult. Kæri lesandi. Nú þegar líður að jólum þá kvikna svo margar minningar tengdar þessum göldrótta árstíma þegar sólin dregur sig í hlé og gefur myrkrinu eftir sviðið að mestu. Á síðari tímum hafa orðið til minningar sem margar tengjast löngum setum í þinghús- inu við Austurvöll. Það er alltaf eitthvað hátíðlegt við störfin í þinghúsinu á þessum tíma og orðaskak þingmanna á einhvern hátt innilegra og blíðara þótt hart sé oft tekist á. Fyrir mér eru jólin líka nátengd dýrum. Er ég þá ekki sérstaklega að vísa til fjóssins sem frelsarinn fæddist í heldur til íslensku sveitar­ innar. Ég hef notið þeirrar gæfu að alast upp í sveit á Íslandi og sjálf­ ur alið mín börn upp í þeim hlýja faðmi. Minningar mínar um jólin eru því margar tengdar bústörfum og lífinu í sveitinni. Mér er á þessum árstíma alltaf hugsað til þeirra sem vinna um jólin. Þau eru mörg sem sinna mikilvægum hlutverkum í sam­ félaginu sem eru ekki heima hjá sér um jólahátíðina. Þau sinna mikilvægum störfum sem snúast um aðhlynningu og þjónustu við samfélagið. Um margra ára skeið sinnti ég starfi sem á stóran hlut í hjarta mínu: Dýralækningum. Í starfi mínu sem dýralæknir kom fyrir að ég þyrfti að standa upp frá jólasteikinni til að sinna bráð­ um veikindum dýra eða því sem er ánægjulegra: Fæðingu nýs lífs. Það er eftirminnilegt þegar ég var kallaður út á jólanótt til að framkvæma keisaraskurð hjá tík í sveitinni. Þetta var ein eftirminni­ legasta jólanótt sem ég upplifað og sérstaklega ánægjuleg minning. Það var mér aldrei sérstök kvöð að vera kallaður til dýralæknastarfa um hátíðarnar. Það var heiður að hafa svo mikilvægt starf með hönd­ um. Það var líka dýrmætt að fá að upplifa hvernig heimili, sem ég hafði stundum heimsótt oft áður, klæddust í jólabúning og tíminn leið einhvern veginn hægar. Það varð allt hátíðlegt. Jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna. Við sem fullorðin erum skulum hjálpast að við að gera þau sem hátíðlegust og ævintýralegust til að skapa börnunum okkar hlýjar minningar. Ég óska þér, lesandi góður, gleðilegrar hátíðar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. Í skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi, sem kom út fyrr á þessu ári, er fjallað með ítarlegum hætti um innlenda matvælaframleiðslu, innflutning matvæla og aðfanga og mikilvægi þess að stjórnvöld móti stefnu um fæðuöryggi landsmanna. Í skýrslunni er fjallað um veikleika íslenskrar matvælaframleiðslu og lagt mat á áhrifin ef upp kæmi skortur á aðföngum sem eru nauðsynleg fyrir framleiðsluna. Innlend matvælaframleiðsla stendur fyrir stórum hluta fæðuframboðs á Íslandi og þá sérstaklega próteini. Garðyrkjan sér fyrir um 43% af framboði grænmetis, búfjárrækt um 90% af kjöti, 96% af eggjum og 99% af mjólkurvörum en aðeins um 1% í korni til manneldis. Framleiðslan er þó mjög háð innfluttum aðföngum, sérstaklega eldsneyti og áburði, en einnig fóðri og sáðvöru. Hækkanir á áburði án hliðstæðu Í umsögn sinni um frumvarp til fjárlaga 2022, 1. mál benda Bændasamtökin á þá grafalvarlegu stöðu sem nú er á áburðarmarkaði. Síðustu mánuðir hafa einkennst af hækkunum á áburðarverði sem eiga sér vart sögulega hliðstæðu og fátt bendir til annars en að fóður ásamt öðrum aðföngum muni hækka um­ talsvert á næstunni líkt og kemur fram í skýrslu WASDE (The World Agricultural Supply and Demand Estimates) um þróun á hráefnis­ verði á heimsmarkaði. Það er álit samtakanna að heimildir séu til staðar fyrir stjórnvöld að grípa inn í ef talið er að fæðuöryggi sé ógnað vegna verðhækkana á þessum að­ föngum. Norðmenn hafa gripið til ráðstafana gagnvart landbúnað­ inum þar í landi um aðgerðir sem nú virðast hafa verið of bjartsýn. Samtökin fylgjast vel með stöð­ unni í löndunum í kringum okkur og hafa átt samtal við ráðuneyti landbúnaðarmála og ráðherra nú í tvígang vegna þessarar óvissu. Aðrir þættir sem áhrif hafa á fæðuöryggi Náttúruhamfarir, lofts lags breyt­ ingar, farsóttir, einangrun lands­ ins og fleiri hættur geta ógnað fæðuöryggi. Í áhættumatsskýrslu sem utanríkisráðuneytið lét vinna kemur fram að staða Íslendinga sé veikari en nágrannaþjóða þegar kemur að fæðuöryggi, þrátt fyrir að stefna stjórnvalda í almanna­ varna­ og öryggismálum sé hluti af þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og þar sé tekið mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu­ og mat­ vælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum. En það er vissulega jákvætt skref í rétta átt að stjórn­ völd tali fyrir fæðuöryggi þjóðar og stefna að því að efla tækifæri innlendrar matvælaframleiðslu til fulls, en þá þarf jafnframt að huga að framkvæmdinni. Á þingmálaskrá innanríkis­ ráðherra fyrir 152. löggjafarþing, má finna frumvarp til laga um breytingu á lögum um almanna­ varnir, nr. 82/2008. Um er að ræða frumvarp þar sem m.a. verða lagðar til breytingar á rýni í kjöl­ far almannavarnaástands vegna óveðursins í desember 2019, skýra hugtök og valdheimildir. Samtökin brýna fyrir ráðherra að áður en frumvarpið verður lagt fram á þingi, verði jafnframt hugað að öðrum viðeigandi ráð­ stöfunum, t.a.m. birgðahaldi á aðföngum sem nauðsynlegt er að tryggja fyrir meirihluta innlendrar framleiðslu í einhvern tíma, háð framleiðslugreinum. Einnig er nauðsynlegt að efla framleiðslu á korni, bæði sem fóður fyrir búfé og til manneldis, útiræktun grænmet­ is og innlenda áburðarframleiðslu með bættri nýtingu hráefna. Þá ber við töku ákvarðana um landnotkun að hafa fæðuöryggi þjóðarinnar að leiðarljósi til að tryggja að það land sem hentugast er undir ræktun tapist ekki undir aðra starfsemi. Því þarf að liggja fyrir skýr stefna um landnotkun og flokkun land­ búnaðarlands af hálfu stjórnvalda og frá sveitarfélögum. Hlutverk stjórnvalda Fæðuöryggi og heilbrigðisöryggi eru á allra vörum. Hlutverk stjórnvalda er að setja fram viðbragðsáætlanir sem tryggja fæðu­ og matvælaör­ yggi, sjálfbærni í matvælafram­ leiðslu og birgðageymslu matvæla. Stjórnvöld þurfa því að huga að matvæla­, fæðu­, neysluvatns og fráveitukerfi sem þjóðhagslega mik­ ilvægum innviðum til jafns á við fjarskipta­, samgöngu­ og orkukerfi landsins. Árið 2020 lokuðu margar þjóð­ ir landamærum sínum fyrir fólks­ flutningum. Veruleg hætta var á samdrætti matvælaframleiðslunnar vegna minni umsvifa í flestum sam­ félögum og takmörkunum á flutningi vinnuafls milli landa. Röskunin sem þetta leiddi af sér hefur hækkað verð á ýmsum matvælum síðasta árið, m.a. vegna þess að u.þ.b. þrjátíu ríki settu útflutningstakmarkanir á matvæli, þar á meðal stór útflutn­ ingslönd á korni. Það kemur svo sem ekki á óvart að bændur og þeir sem starfa í frumframleiðslu matvæla og hrá­ efna voru ekki í forgangi til bólu­ setningar, þrátt fyrir að fæðuör­ yggi landsmanna teljist hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins. En að starfa í framlínu þýðir víst ekki það sama og að starfa í framlínu. Heilbrigðisstarfsmenn og viðbragðs­ aðilar starfa í framlínu, um það verð­ ur ekki deilt. Aftur á móti er afar brýnt að þeir aðilar sem jafnframt bera ábyrgð á ómissandi innviðum á grundvelli þjóðaröryggisstefnu, t.a.m. fæðuöryggi þjóðarinnar, séu skilgreindir sem hluti af forgangs­ hópi. Í land búnaðar tengdum grein­ um væru þetta bændur og frumfram­ leiðendur matvæla, aðilar sem starfa við eftirlit í matvælaframleiðslu, ráðunautar sem leiðbeina bændum og dýralæknar. Tvisvar sinnum á rúmlega tíu árum hafa samtökin þurft að svara ráðherrum hvort nægur matur sé til í landinu. Það er því mikil ábyrgð sem stjórnvöld fela þeim sem starfa í íslenskum landbúnaði og hafa með höndum framleiðslu matvæla komi til þess að innflutningur á aðföngum til landsins stöðvast. Því er mikil­ vægt að endalausn stjórnvalda sé skýr og til staðar sé aðgerðaráætlun um hvernig fæðuöryggi þjóðarinnar verður treyst. Vigdís Häsler Bændur og þjóðar- öryggi Sigurður Ingi Jóhannsson innvið- aráherra og formaður Framsóknar- flokksins. Hugleiðingar á aðventu AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ. Kemur næst út 13. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.