Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Side 3

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Side 3
Ritnefnd: ÓLÖF RÍKARÐSDÓTTIR (ÁBM.) PÁLÍNA SNORRADÓTTIR INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR DAGUR BRYNJÚLFSSON 14. ÁRGANGUR 1972 HEIÐRÚN STEINGRlMSDÓTTIR Útgefandi: SJÁLFSBJÖRG - landssamband fatlaðra SJÁLFSBJORG f---------------------^ MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON, MENNTAMÁLARÁÐHERRA: Heill einstaklingsins og hagur heild- arinnar Þess gerist ekki þörf að fara orðum um þýðinguna, sem tilvera og starf Sjálfs- bjargar hefur fyrir félagsmenn samtak- anna. Hins vegar viil mönnum sjást yfir, hversu merku og nauðsynlegu hlutverki slíkur félagsskapur gegnir í samfélaginu. Sá veit gerzt, sem reynir, og það hefur sýnt sig bæði hérlendis og annars staðar, að úrræði og ráðstafanir, sem í senn eru mikil liagsmunamál þess hóps, sem býr við skerta starfsorku og sannkölluð þjóðþrifa- mál í þágu alls þjóðfélagsins, vilja sitja á hakanum, sé ekki rækilega á möguleik- ana bent og ábendingunum fvlgt eftir með samtakamætti þeirra, sem hljóta, vegna eigin aðstæðna, að hafa til að bera ríkast- an skilning og mestan áhuga. Stöðugt starf þarf til að vinna bug á tregðu hins full- fríska meirihluta að gera sér grein fyrir, hvað aðhafast má í því skyni að gera jafn sjálfbjarga og unnt er, þá sem búa við skerta líkamsorku eða hafa ekki full not- skynfæranna. Slík tregða á ógjarnan ræt- ur að rekja til viljaleysis, heldur vand- kvæðanna, sem á því eru að gera sér grein fyrir allt öðrum lífsskilyrðum og þörfum, en fólk flest á að venjast. SJÁLFSRJÖRfí 3

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.