Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Side 8

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Side 8
2. mynd: Nemandinn sezt upp frá bakliggjandi stööu, er hún beygir höfuð og flytur efri hluta líkamans fram á við, um leið og hún beygir fót- leggi. mynd). 4) Hliðarsnúningur (lateral rotation). Með hjálp höfuðjafnvægis snýst nemand- inn kringum sinn eigin lengdarár, bæði í standandi stöðu og liggjandi. 5) Samsettur snúningur (af vertical og lateral snúningi), er forsenda þess að nem- andinn komist sjálfur frá laugarbarmi í vatn, úr standandi stöðu í liggjandi flot- stöðu. 6) U'p'pstreymi. Nemandinn lærir, að 3. mynd: Nemandi flýtur upp, jafnvel þótt leið- beinandi þrýsti henni niður. jafnvel þótt hann fari í kaf, flýtur hann alltaf upp á yfirborðið aftur. (Hann fær að reyna að setjast á laugarbotn með að- stoð leiðbeinanda). (3. mynd). 7) Jafnvægi. Þyngdarpunktur líkamans og miðdepill uppstreymis eru oft ekki 1 réttum skorðum hjá fötluðum, vegna mis- ræmis á líkamsformi. Útkoman verður sú, að kroppurinn snýst um sjálfan sig í vatn- inu sé ekkert gert til að uppræta þetta, en það má auðveldlega gera með breyt- ingu á höfuðstöðu eða stöðu fótleggja og handleggja (4. mynd). Þegar nemandinn hefur þetta atriði fullkomlega á sínu valdi, getur hann haldið áfram með eftirfar- andi: 4. mynd: Greinilega má sjá, að nemandi snýr höfði til vinstri, til að vega upp á móti snúningi á fót- leggjum og hœgri handleggur leitar upp á við. 8) Nemandinn flýtur áfram (án þess að gera nokkuð sjálfur, en leiðbeinandinn myndar iðu undir vatnsyfirborðinu, þ. e. nemandinn siglir í kjölfar Ieiðbeinandans. 9) Upp úr þessu fer nemandinn að gera einfaldar hreyfingar, sem eru þó mismun- andi eftir fötlun hans, en ávallt gerðar sem næst þyngdarpunkti líkamans. Með þessum einföldu hreyfingum kemur nem- andinn sér örlítið úr stað upp á eigin spýtur. 8 sjÁlfsbjörg

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.