Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Qupperneq 14

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Qupperneq 14
ductive education), og langar mig til þess að segja frá því í örstuttu máli. Stjórnunaruppeldi er kennslu- og þjálf- unaraðferð, sem ungverski prófessorinn Andras Petö grundvallaði og þróaði í stofnuninni fyrir hreyfihamlaða í Buda- pest á áratugunum eftir heimsstyrjöldina síðari. Aðferðin er miðuð við forskóla- börn með heilasköddun (cerebral palsy), vöðvarýrnun (dystrophies) og klofinn hrygg (spinal bifidae). Höfuðeinkenni aðferðarinnar er það, að einn stjórnandi (conductor, nafnið dregið af stjórnanda hljómsveitar) með aðstoð- arfólki, ef hópurinn er stór, innir af hendi þau störf, sem venjulega eru framkvæmd af heilum hópi sérfræðinga (kennara, sjúkraþjálfara, starfsþjálfara, talkenn- ara), auk þess sem hann sinnir frumþörf- um barnsins daglangt. Háttbundið áform (rhythmical intention) er lykilatriði þjálfunarinnar, og er það talið gera barninu kleift að framkvæma ákveðna hreyfingu án síns óeðlilega hreyfi- mynzturs. Barnið er ekki snert af þjálf- aranum, en hreyfingin leidd með tali barnsins eða tilraunum þess til tals, og heili þess stjórnar hreyfingunni. Eftirfar- andi dæmi skýrir hvað við er átt: Börnin liggja á bakinu á rimlabekkjum, og stjórn- andinn segir hátt en hægt: ,,Ég lyfti örm- unum upp fyrir höfuð.“ Börnin endurtaka setninguna á sama hátt. Stjórnandinn og börnin byrja nú að telja hátt en hægt upp að fimm, og meðan á talningunni stend- ur, lyfta börnin örmunum. Stjórnandinn telur með börnunum til þess að halda réttri og hægri hrynjandi. f þessu dæmi er talningin hið háttbundna og ,,upp fyrir höfuð“ áformið. Æfingarnar eru gerðar háttbundnar til þess að auðvelda verkn- aðinn, og talningin heldur áfram, þang- að til öll börnin hafa náð takmarkinu. Með endurtekningu verður hreyfingin sjálfvirk, eins og það að hjóla á reiðhjóli, og þá er unnt að framkvæma hana án talningar. Börnin læra því smám saman, að taln- ingin er tæki, sem gerir þeim kleift að hreyfa sig rétt. Barnið vinnur í hópnum án aðstoðar. Það kemur fyrir, að stjórnandinn drepi fingri á hné þess, til að minna það á að rétta betur úr, eða aðstoðarmaður heldur föstum öðrum fæti þess, til að gera því mögulegt að hreyfa hinn fótinn. Engin æfinganna er byggð á sundurgreiningu vöðvahreyfinga; þær eru hluti venjulegs hreyfingamynzturs eða fylgja þróunarröð í hreyfiþroska heilbrigðs barns. Fimm at- riði eru einkum talin þessari aðferð til ágætis: 1) Barnið lærir að hreyfa sig án hjálpar. 2) Árangur þjálfunarinnar er barnsins en ekki þjálfarans. 3) Þjálfunin felur í sér mál- og tal- kennslu. 4) Talningin gerir barninu fært að hjálpa sér sjálft, þegar það er í vandræðum. 5) Aðferðin gerir kleift að vinna með börnin í hóp. Einfaldur rimlabekkur úr tré (the plinth) er helzta þjálfunartækið, ásamt tré- stól með háu rimlabaki. Það var í janúar 1970 að Miss Varty, skólastýra í Ingfield Manor og Mrs. Cotton sjúkraþjálfari, sem hafði kynnzt starfi prófessors Petös í Búdapest, ákváðu að aðhæfa aðferð hans aðstæðunum í skól- anum og hefjast handa í byrjendabekkn- um. Þær höfðu enga lærða stjórnendur, en urðu að þjálfa smábarnasjúkraliða til starfans. Þær gátu ekki heldur skipt börn- unum niður í hópa eftir eðli og stigi fötl- 14 SJÁLFSBJÖRG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.