Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Page 16

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Page 16
KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK: Styrjöldin við flóna TEIKNINGAR: RAGNAR LÁR. Ég er hættur að trúa á frið. Það verð- ur alltaf barizt. Lífið er nú einu sinni svona. Svei mér, svei mér. Þó að Rússinn fari ekki í Ameríkumanninn, þá fer hann í hinn. Hvítir berjast við svarta, gulir við rauða. Þjóðir berjast hver við aðra og inn- byrðis. Hinn sterki drepur hinn veika. Dýr berjast, fjölskyldur berjast, jafnvel jurt- irnar eiga í togstreitu. Þannig er það, bræður. Því miður. Já, því miður. Og þó maðurinn væri einn síns liðs á stökum kletti í hafinu, myndi fjandinn senda á hann eitthvert skorkvikindi til að ræna hann friði. Það verður alltaf stríð. Þegar konan mín var farin í sveit með krakkana, fór mig að dreyma frið. Það leit vissulega vel út. Það var eins og heil herdeild hefði verið send til fyrri stöðva. Ró og næði í íbúðinni. Friðarhorfur. En Adam var ekki lengi í henni Paradís. Nei, ónei. Ég bjó mig vel undir friðinn þetta fyrsta kvöld. Tók til í allri íbúðinni. Faldi vand- lega allt, sem minnti á fyrri orustuvöll. Svo kom ég mér vel fyrir í bólinu. Með pípu og tókbak og ofurlitla lögg í glasi á náttborðinu, já, og pott undir rúminu, því að ég ætlaði að hvílast og vera í ró. Lesa. — Ég hafði safnað stafla af ólesn- um Mogga við stokkinn, þeim blöðum, sem krakkarnir höfðu ekki tætt sundur. Þar var líka ritið Satt, Vikan, Heima er bezt og hvað það heitir allt, sem fólkið les. Og mér leið svo vel. Ég var undir frið bú- inn. Trúði á friðsæla tíð. En — stund er ei löng milli stríða. — ■— Ég varð fyrir óvæntri árás, og friðspillir þessi var óvenju aðgangsharður. Það var flóin. 16 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.