Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Síða 19

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Síða 19
hafsjó eitraðra lofttegunda? En óvissan nagaði. Ef nú þrátt fyrir allt, að hún væri lifandi. Hvað þá? Og svarinu laust niður. Ég kveiki í húsinu og brenni það allt til grunna. Og það gerði ég. Ég settist enn út á lóðina mína og horfði á reykinn frá brennandi húsinu mínu stíga til lofts. Einlægt þóttist ég sjá flóna svífa út úr kafinu, en það voru sótflyks- ur einar. Og í bálinu sveif hún fyrir augu mér sem glákomskuggar í blinds manns auga. Húsið brann fljótt og hrundi saman. Ég táraðist dálítið upp á trygginguna. Þó var brjóst mitt nú fullt af sigurgleði. Að vísu var þessi sigur dýr. En hefur nokkur sigrað nokkuð, án þess að tapa öllu? — Að morgni kæmi frúin heim úr frí- inu. Og þegar ég hafði kysst hana vel- komna hjá ferðaskrifstofunni, tjáði ég henni, að heimkoman myndi því miður ekki færa henni fögnuðinn óblandinn. — Hún spurði strax, hvað væri um að vera. Er það kannske kvensa? Ég sagði bara eins og satt var: Það — það er fló í íbúð- inni. Mér fannst ekki viðeigandi að grobba af afrekum mínum að sinni. Það ætti nú að vera hægt að ráða bót á því, sagði konan mín og vatt sér inn í apótekið. Hún kom út aftur með stóra sprautu í hendi, fulla af skordýraeitri: Nú úðum við bara íbúðina með þessu, vin- urinn, sagði hún. — Og þó, bætti hún við, þess þarf ekki. Flóin er þarna, þarna á nefbroddinum á þér. Og þar með pusaði hún framan í mig fullri sprautu af eitrinu, þessum þá líka þokka. Og satt var orðið — þarna lá flóin. SJÁLFSBJÖRG 19

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.