Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Side 23

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Side 23
Á 14. þinginu voru níu fulltrúor mœttir, sem setið höfðu stofnþing samtakanna árið 1959. Starfa þeir enn af fullum krafti. — Fremri röð: Theodór, Sigursveinn, Ingibjörg. — Aftari röð: Trausti, Eggert, Heið- rún, Hulda, Eiríkur, Sveinn. Aivinnu- og endurhæf- ingarmál. 1. Þingið lýsir yfir eindregnum stuðn- ingi við þingsályktunartillögu Odds Ólafs- sonar og Ólafs G. Einarssonar, sem sam- þykkt var á síðasta Alþingi, um bætta menntunaraðstöðu fjölfatlaðra barna og unglinga og skorar á ríkisstjórnina að flýta lagasetningu þar um. 2. Þingið lýsir stuðningi við fyrirhug- aðar framkvæmdir Endurhæfingarráðs, varðandi menntun og starfsþjálfun fatl- aðs fólks, sem komið er af skólaskyldu- aldri. 3. Þingið felur stjórn Landssambandsins, að kanna möguleika á að senda fulltrúa á aðalfundi atvinnurekenda, til þess að kynna atvinnumál öryrkja og benda á æskilegar úrbætur. — Jafnframt leitist félagsdeildirnar við að hafa sem bezt sam- band við þá aðila, sem hafa vinnumiðlun með höndum. 4. Þingið skorar á tollayfirvöld að fella niður alla tolla af hráefni til vinnustöðva öryrkja. 5. Þingið leggur áherzlu á, að flýtt verði ráðstefnu þeirri, sem Endurhæfingarráð hefur fyrirhugað að haldin verði með ör- yrkjafélögum, bæjar- og sveitarfélögum og öðrum aðilum, um stofnun verndaðra vinnustofa. 6. Þingið lýsir sérstakri ánægju yfir því skrefi, sem stigið hefur verið í endurhæf- ingarmálum, með fyrirhugaðri prófunar- stöð örykja og fagnar þeim árangri, sem Endurhæfingarráð hefur þegar náð. Fararlækjamál. 1. Á næsta ári verði úthlutað 500 bif- reiðum til öryrkja. 2. Af hinni árlegu úthlutun verði felld niður að fullu aðflutningsgjöld af allt að 50 bifreiðum til þeirra öryrkja, sem ekki komast ferða sinna án farartækis og fái þeir jafnframt endurveitingu á þriggja ára fresti. Ennfremur verði hin almenna SJÁLFSBJÖRG 23

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.