Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Síða 27

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Síða 27
er að taka það fram hér, að aðeins þeir ein- staklingar koma til greina, sem hafa ferli- vist, en þarfnast verulegrar aðstoðar vegna fötlunar. Að öðru jöfnu sitja þeir fyrir um dvöl, sem eru á aldrinum 16—60 ára. Öllum um- sóknum verður svarað bréflega, eftir að úthlutun hefur farið fram. í júní s. 1. hófust framkvæmdir við íbúðaálmuna (C-álmu), en þar verða 12 tveggja herbergja íbúðir, 24 einstakl- ingsíbúðir, félagsheimili Sjálfsbjargar í Reykjavík, skrifstofur fyrir landssam- bandið, félagið í Reykja- vík og húsið, vinnustofa, lítil verzlun o. fl. Verkið hefur gengið mjög vel og er gert ráð fyrir að húsið verði fokhelt snemma á næsta ári. I þennan hluta byggingarinnar hefur Hús- næðismálastofnun ríkisins samþykkt að veita sam- tökunum lán að upphæð kr. 18.000.000, eða krón- ur 500.000.00 á hverja íbúð. Yfirsmiður er Guðmundur Jóhanns- son, húsasmíðameistari, en hann hefur verið eftirlitsmaður byggingarinnar frá því að framkvæmdir við dvalarheimilið hófust, um áramótin 1966—’67. Gervilimaverkstæði Össurar Kristins- sonar hóf starfsemi sína 1. október 1971. Þar vinna nú fjórir menn og hefur verk- stæðið yfir að ráða fullkomnum vélakosti. Framleiddir eru gervilimir, stoðtæki, stuðningsbelti fyrir bakveikt fólk, innlegg í skó og margt fleira. I vor og sumar hefur bílastæði og lóð við aðalinngang verið lagfærð og verður væntanlega gengið frá lóðinni í haust. I febrúar s. 1. gerði Teiknistofan s/f, Ármúla 6, Reykjavík, kostnaðaráætlun fyrir að ljúka byggingaframkvæmdum við Vinnu- og dvalarheimilið. Kostnaður þessi skiptist þannig milli deilda: FRAMHALD á bls. Jf3. SJÁLFSBJÖRG 27

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.