Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Page 30

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Page 30
Ég brá mér norður á Akureyri á dög- unum. Maður verður fyrir svo góðum áhrifum að taka smástund þátt í mann- lífinu þar. — Hefurðu nokkurn tíma horft á hvernig Akureyringar bera sig um? — Ég sat dálitla stund og virti fólkið fyrir mér, er það gekk eftir einni aðalgötu bæj- arins. Það bar höfuðið hátt og gekk rösk- lega, rétt eins og það vissi hvert það ætl- aði. Ég er líka viss um, að félagar okkar þar vita, hvert þeir ætla. Þú ættir að koma í Bjarg núna. Húsið er fullt út úr dyrum af alls konar vélum, eina fann ég meira að segja, þar sem áður var salerni. Og ekki má gleyma endurhæfingarstöð- inni. Slíkar stöðvar þurfum við að fá um allt land, en það er býsna örðugt, þegar aðalapparatið, sjálfan sjúkraþjálfarann, vantar. Það má nú ekki bíða öllu lengur, að lausn verði fundin á menntun sjúkra- þjálfara fyrir landið. Ráðamenn þjóðar- innar virðast ekki þjást af gigt, sem bet- ur fer, en þeir mættu samt kynna sér ástand þessara mála og finna skjótar úr- bætur. Svo þótti mér líka skemmtilegt að heyra, að Sjálfsbjörg á Akureyri hefur fengið part af landi Botns í Eyjafirði, þar sem skógræktarfélagið hefur plantað trjám. Eina vélina fann ég meira að segja þar sem óður var salerni! Þangað geta félagarnir skroppið með kaff- ið sitt og notið nærveru náttúrunnar. — Um veðursældina í Eyjafirði þarf víst ekki að vitna. Við þurfum að hafa augun opin fyrir svona tækifærum, sem geta létt fé- lögum okkar lífið og gert það fjöl- breyttara. Jæja, Björg mín, ætli ég slái ekki botn- inn í þessa sundurlausu þanka. Þú tekur viljann fyrir verkið. Skilaðu heilsun til allra fyrir vestan. Þín Pálína frœnka. Spjallað í spaugi I Biblíusögum fyrir barnaskóla er sagt að dúfan hafi fært Nóa olífuviðarblað og vissi hann þá að flóðinu hafði létt. Einn tíu ára sagði frá atburðinum á þessa leið: ,,Nói sendi dúfu út af örkinni og kom hún til baka allslaus. Þá sendi hann hana aftur og hún kom til baka með olíulampa í nefinu.“ 30 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.