Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Side 32

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Side 32
r--------------^ 8. þing Bandalags fatl- aðra á Norður- löndum Ólöf Ríkaiðsdóttir flytur skýrslu Sjálfsbjargar. Áttunda þing Bandalags fatlaðra á Norð- urlöndum var haldið í Danmörku, dagana 28. júní til 2. júlí s. 1. Mótsstaður var Geels- gárd skóli í nágrenni Kaupmannahafnar, en hann er heimavistarskóli fyrir fötluð börn. Þátttakendur héðan voru 26 talsins, Sjálfsbjargarfélagar víðsvegar af land- inu. Þingsetning fór fram í Kristjánsborgar- höll í Kaupmannahöfn og setningarræð- una flutti félagsmálaráðherra Danmerk- ur, Eva Gredal. Ráðherrann lét í Ijós að- dáun á samheldni og samvinnu öryrkja- félaganna á Norðurlöndum og hinu virka starfi félaganna sjálfra. I því sambandi benti hún á þá miklu hættu í nútíma þjóð- félagi, að mikill hluti þegnanna er að verða andlega staðlaður, ef svo má að orði kom- ast. — Auk ræðu félagsmálaráðherra, fluttu formenn aðildarfélaganna og fram- kvæmdastjóri bandalagsins, ávörp. Að lokinni setningarathöfn bauð félags- máiaráðherra fulltrúum til hádegisverðar. Síðan sátu fulltrúar einnig veizlu í ráð- húsi Kaupmannahafnar í boði borgar- stjóra. Dagskrá þingsins var mjög f jölbreytt og skiptust á fyrirlestrar og umræður um hin fjölþættu hagsmunamál fatlaðra. Hópurinn heimsótti nýtt og fullkomið vistheimili fyrir fatlaða og einnig var skoðuð hjálpartækjadeild, sem opnuð var á þessu ári í húsakynnum Landssambands fatlaðra í Kaupmannahöfn. Það var ákveðið á þessu þingi, að banda- lagið breytti um nafn og heitir það nú Nordiska Handikappförbundet, en banda- lagið er yfirleitt nefnt á sænsku. Gamla nafnið, Vanföras Nordiska Invalidor- 32 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.