Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Page 35

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Page 35
dögum er einnig sungið við athöfnina og gengið um með samskotabauk á eftir. Það mundi gleðja mig mjög mikið, ef ég mætti útvega yður eitt af beztu sætunum. Ég er reiðubúinn að veita yður alla þá aðstoð, sem mér er framast unnt. P.S. Konan mín og ég höfum því miður ekki komið þarna í átta mánuði og tekur okkur það mjög sárt. En leiðin er svo löng. Úr gamalli prédikun. Vér erum þær andlegu mýsnar, en djöf- ullinn sá helvízki kötturinn, sem snasar og snúsar inn í veggjaholur sálarinnar. Tök- um því skónál skynseminnar, þræðum á hana þráð þrenningarinnar, tökum svo lepp trúarinnar og saumum fyrir vorar andlegu sálarholur, því að þar sem leppur trúarinnar er fyrir saumaður, kann djöf- ullinn ekki inn að komast að eilífu. Skotinn: „Hún er of dýr. Hafið þér enga á 2 pence?“ Garðyrkjum.: ,,Jú, þessa getið þér feng- ið fyrir 2 pence.“ Skotinn: „Ágætt, hér eru 2 pence, en skerið hana ekki af greininni. Ég kem eftir tvær vikur og sæki hana.“ Spurning: Hvers vegna varð Sakarías mállaus ? Svar: „Engill birtist honum og sagði að hann myndi fæða son. Þá varð Sakarías mállaus.” Á knattspyrnukappleik milli Skotlands og Wales veltu tveir áhorfendur því fyrir sér, hvaðan sá þriðji væri, því að hann hafði ekki á nokkurn hátt gefið til kynna með hvoru liðinu hann hélt. „Ekki er hann frá Wales,“ sagði annar, „þá hefði hann hrópað.“ „Og ekki er hann Skoti,“ sagði hinn, því að hann hefur keypt leikskrá!" Skoti kom inn í gróðurhús til að kaupa gúrku. Garæðyrkjum.: „Hér er ein, sem kostar 5 pence.“ SJÁLFSBJÖRG 35

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.