Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Side 39

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Side 39
meira máli en fullfrískt fólk, og þá sér- staklega fólk úr fyrri hópnum, sem hefur það sameiginlegt, að hreyfigetan er meira eða minna skert. Hjá öllum menningarþjóðum gætir þess í vaxandi mæli, að skipulags- og bygging- aryfirvöld taka meira tillit til þessara ein- staklinga en áður var, oft með stórkost- legum árangri. Lincoln-center í New York er t. d. eitt af nýjustu talandi dæmum um hvert stefn- ir í þessum málum. Norðurlandabúar standa mjög framar- lega í tillitssemi við fatlað fólk og eru þeir þar, sem í öðrum samfélagsmálum, til fyrirmyndar. Svíar hafa komizt hvað lengst, með því meðal annars að setja í byggingarlöggjöf ákvæði um, að fullt tillit sé tekið til sérþarfa fatlaðs fólks í opin- berum byggingum. Áður en lengra er haldið, er rétt að reyna að gera sér grein fyrir, hve stór hópur landsmanna er svo mjög háður um- hverfissköpun vegna takmarkaðrar hreyfi- getu. Ég hef því miður ekki handbærar tölur um fjölda þeirra einstaklinga, sem svo er ástatt um, en t. d. Norðmenn telja, að þar í landi séu 6—7% þjóðarinnar með varanlega skerta hreyfigetu af völdum meðfæddra líkamsgalla, sjúkdóma og slysa. Þykir mér sennilegt að hlutfallstala þessi sé svipuð hér hjá okkur. Meðalaldur okkar fer nú hækkandi, þannig að þeir sem komast yfir sjötugs- aldur eru að verða ein 10—15% af þjóð- inni og mjög margt af þessu fólki býr við skerta hreyfigetu í meira eða minna mæli. Þá eru mæður með barnavagna og smá- börn ekki svo lítill hluti þjóðarinnar, sem taka verður tillit til á sama hátt og ein- staklinga með skerta hreyfigetu. Loks er allur sá fjöldi fólks, sem verð- ur fyrir tímabundinni skerðingu á hreyfi- getu vegna sjúkdóma eða slysa. Hér er því um að ræða all-stóran hóp einstaklinga á öllum aldri, sem taka ætti sérstaklega tillit til, en sem því miður gleymist allt of oft í daglegri önn hinna fullfrísku manna, sem vinna við að skipu- leggja og byggja bæi og borgir. Uppistaðan í nútíma samfélagsfræðum og nútíma siðgæði, er að öllum þegnum þjóðfélagsins sé skapaður grundvöllur til svipaðra lífskjara og hafi þannig álíka tækifæri til þess að afla sér menntunar og annarra lífsins gæða, sem samfélagið býð- ur upp á. Þannig eiga þeir, sem eiga við að stríða meiri eða minni örorku að geta lifað og starfað í sem eðlilegustu umhverfi við hlið fullfrískra manna, hver eftir sinni getu og hæfni. Fyrir þá sem eru fatlaðir, er vitaskuld ein af forsendum fyrir slíku, að þeir geti ferðast um heimkynni sín og hafi þar að- gang að vinnustöðum og almennum stofn- unum. Þannig á einstaklingur með skerta hreyfigetu að geta sótt skóla eftir ósk- um sínum og hæfni til náms, stundað vinnu við sitt hæfi, tekið þátt í frístundaiðkun og dægrastyttingum almennings, það er að segja, komizt í sundlaugar og önnur íþróttasvæði, sótt kirkjur, bókasöfn, leik- hús, listasöfn og veitingastaði og náð til opinberra þjónustustofnana, sem byggðar eru og reknar af almannafé. Við skulum aðeins staldra hér við og hugleiða núverandi aðstöðu ungs manns eða ungrar konu á íslandi, sem býr við það líkamlega böl, að þurfa að eyða ævi sinni í hjólastól, en hefur að öðru leyti óskertan vilja og getu til þess að lifa lífi sínu sem frjáls og óháður einstaklingur, og við verðum að játa, að við höfum oft í álgeru hugsunarleysi hreinlega lolcað gang- SJÁLFSBJÖRG 39

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.