Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 40

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 40
stígum, samgöngukerfum, skólum, opin- berum stofnunum, samkomuhúsum og öör- um byggingum til almenningsnota fyrir fötluðu fólki. — Lokun þessi er í formi trappa eða kantsteina í göngubrautum eða brekkna og mishæða, sem hjólastóll kemst ekki yfir. Farartálminn er einnig oft of þröngar dyr, skortur á lyftum, eða lyftur, sem alls ekki rúma hjólastól, salerni sem eru of þröng eða algerlega óaðgengileg fötluðu fólki o. s. frv. Þá eru þess mýmörg dæmi að sjálfsögð þægindi eins og póstkassar og símatæki eða stýrihnappar fyrir lyftur og hvers konar rafmagnstæki, er þannig staðsett og fyrirkomið, að fatlaðir eiga erfitt með eða geta alls ekki nálgast þessa hluti án utanaðkomandi hjálpar. Mjög algengt er, að öryggishandrið séu þannig smíðuð, að þau eru algjörlega gagnslaus þeim, sem virkilega þurfa að ná þar handfestu sér til stuðnings, og víða vantar slík handrið til hjálpar óstyrku fólki. — Allt eru þetta hindranir fyrir fatlaða, sem eru þess eðlis, að það hefði naumast kostað krómu meira, að þœr vœru ekki til staðar, ef þeir aðilar, sem hönnuðu og byggðu viðkomandi mannvirki, hefðu haft skilning á aðstöðu þessa fólks eða í hreinskilni sagt, munað eftir því. Ég tók hjólastól sem dæmi, af því að hann er í grundvallaratriðum ágætis við- miðun fyrir alla þá, sem fást við skipu- lags- og byggingarmál, og vilja í alvöru sinna vandamálum fatlaðs fólks. Því að séu aðstæður þannig formaðar, að hægt sé að koma þessu hjálpartæki við, og nota það, þá kemur í ljós að þær að- stæður eru hinar beztu einnig fyrir fólk, sem á erfitt um gang eða aðrar hreyfing- ar, fyrir sjóndapra eða blinda og fyrir mæður með barnavagna og smábörn. Þetta, sem nú hefur verið drepið á um hindranir á almannafæri fyrir fatlað fólk, eru í sjálfu sér svo augljósir gallar, að öllum finnst sjálfsagt að bæta úr þeim þegar bent er á, hvar skórinn kreppir, eink- um og sér í lagi, þegar litlum eða engum f jármunum þarf að eyða til þess arna. En fullfrískum mönnum hættir til af andvara- leysi í þessum málum, að sjást yfir hluti, sem í eðli sínu eru frísku fólki smávægi- legir, en geta haft ómetanlega þýðingu fyrir þá, sem eru fatlaðir. Vandinn er aðallega sá að koma auga á þessa van- kanta. Stjórnun umferðar er einnig mikilsvert atriði fyrir fatlaða. Tímasetning á gang- ljósum og ýmsar merkingar eru atriði, sem umferðaryfirvöld þurfa að hyggja vel að, svo og að ekki séu hindranir í gang- brautum yfir akvegi o. s. frv. í framtíðarskipulagi þéttbýlis hér á Is- landi og húsagerð almennt verður óhjá- kvæmilega tekið miklu meira tillit til fólks með skerta hreyfigetu en nú er. Samgöngu- möguleikar innan bæjarfélags skipta þetta fólk af eðlilegum ástæðum miklu meira máli en fullfríska einstaklinga. Einkabíllinn er að gjörbreyta viðhorfi mikils fjölda líkamlega skaddaðs fólks, sem nú er á yngri árum eða miðaldra. Bíllinn, sem sérbyggt farartæki, hefur bókstaflega opnað nýja veröld fyrir þess- um hópi og á eftir í framtíðinni að verða burðarásinn í flutningaþörf þessara ein- staklinga hér á Islandi. En til þess að farartækið komi að fullu gagni, þarf að sjá til þess, að hann komist að áfangastað stjórnandans hverju sinni. Líklegt er, að hér verði um vissa árekstra að ræða við ríkjandi almenn sjónarmið um bílaumferð. Þannig er stefnt að því að beina bílaumferð fram hjá bústaðahverf- um og verzlunarkjörnum og leysa bíla- stæðaþörf með stórum almenningsbíla- 40 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.