Fréttablaðið - 25.02.2022, Page 13

Fréttablaðið - 25.02.2022, Page 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 25. febrúar 2022 starri@frettablad id.is MOVE, kvartett Óskars Guðjóns- sonar, heldur tónleika á Skugga- baldri í Reykjavík í kvöld. Óskar þarf vart að kynna fyrir tónlistaráhugafólki en hann hefur verið eftirsóttur saxófónleikari hér á landi í mörg ár. Á sínum tíma vildi Óskar takast á við sígildasta form djasstónlistar, lúður með píanótríói. Hann stofnaði því kvar- tettinn MOVE með Eyþóri Gunn- arssyni píanóleikara, Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni kontra- bassaleikara og Matthíasi M.D. Hemstock trommuleikara. Þeir hafa æft vikulega frá árinu 2017 og leita leiða til að nálgast eigið efni með eigin aðferðum og allri þeirri fjölbreytni sem þeir finna upp á. Fjórmenningarnir eru allir þekktir í íslensku tónlistarlífi og hafa skapað sér sérstöðu með per- sónulegri nálgun á fjölbreyttustu viðfangsefni. Utan hljómsveitarinnar MOVE heldur Óskar einnig úti hljómsveit- inni ADHD ásamt bróður sínum Ómari Guðjónssyni gítarleikara, Magnúsi Trygvason Eliassen trommuleikara og Tómasi Jóns- syni hljómborðsleikara. Sveitin hefur gefið í sjö plötur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í kvöld, föstudagskvöld. Ekkert kostar inn og hægt er panta borð og veitingar á Facebook-síðu Skugga- baldurs eða í síma 774-0801. Skuggabaldur er til húsa í Póst- hússtræti 9, 101 Reykjavík. ■ Spennandi djasstónleikar Hljómsveitin MOVE heldur tónleika í kvöld á Skuggabaldri. MYND/SPESSI HEILBRIGÐ MELTING Góðgerlar, meltingarensím, jurtir og trefjar www.celsus.is / apótek, Hagkaup og víðar Björk Guðmundsdóttir er nýútskrifuð leikkona frá Listaháskóla Íslands. Björk hefur ekki setið auðum höndum undanfarið og stefnir á að sýna einleik þar sem hún fetar í fótspor engrar annarrar en Carey Mulligan. Auk þess kemur hún reglulega fram með Improv Ísland og heldur úti hlaðvarpi. MYND/SAGA SIGURÐARDÓTTIR Skrítið fullorðið fólk Leikkonan Björk Guðmundsdóttir hefur haft nóg að gera frá útskrift síðasta sumar. Í sumar ætlar hún að ferðast um landið með einleik sem Annalísa Hermannsdóttir leikstýrir. En saman halda þær úti hlaðvarpinu Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið. 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.