Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2022, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 25.02.2022, Qupperneq 18
„Þessar fuglategundir pluma sig ágætlega í þéttbýli vegna fóður- gjafa fólks. Starinn og skógar- þrösturinn eru tækifærissinnar og borða það sem býðst, á meðan svartþrestir eru vandlátari sem og auðnutittlingur, sem á þýsku kall- ast Birkenzeisig, sem gæti útlagst sem birkitittlingur því aðalfæða hans á veturna er birkifræ. Í fyrra- haust var lítil sem engin uppskera birkifræja á suðvesturhorninu og eru þar tvær kenningar á lofti, að sumarið áður hafi verið svo mikið af birkifræjum að birkið hafi hvílt sig, sem er vel þekkt staðreynd, eða að gosmistrið hafi mögulega haft þessi áhrif. Því hafa þeir sem gefa fuglum á suðvesturhorninu tekið eftir mun fleiri auðnutittlingum nú en áður, því þeir treysta á gjafir og eru kresnir, vilja bara fræ,“ segir Anna-María sem hefur einnig frá fuglavinum í Bláskógabyggð og á Patreksfirði að óvenjumikið sé nú af auðnutittlingi á svæðinu því þar sé meira um birkifræ eftir sumarið. „Fuglar hafa gott nef fyrir fæðu, þeir fljúga um og leita. Nú er hins vegar mjög hart í ári og við sjáum það á sölu fræja sem við seljum í heilu sekkjunum, og það sama á við um verslanir og birgja.“ Mafíukerfi máva og æðarfugla Anna-María segir mörgum annt um þessa fögru og söngelsku smávini. „Til að nýta sér gjafir mann- anna þarf fuglum að finnast þeir öruggir og fyrir því eru alls konar ástæður. Því getur tekið tíma að finna rétta staðinn og oft nóg að færa hann um tvo til þrjá metra til að fuglarnir setjist að snæðingi. Þeir sitja í trjánum og eru með kerfi. Til dæmis er áberandi að einn stari komi til að kanna aðstæður en fljúgi svo burt til að tilkynna hópnum um fæðufundinn og hundruð stara komi í kjölfarið. Allir eru fuglarnir með spæjarakerfi og getað plumað sig, þótt eflaust muni einhverjir deyja því þetta er Rafmennt sér um fjölda námskeiða er snúa að öryggis- málum á ýmsum stigum og svo höfum við kynnt til sögunnar öryggisapp- ið Rafmennt Öryggi. Þór Pálsson Öryggismál skipta öllu máli fyrir starfsmenn í raf- og tækniiðnaði hér á landi. Nýlega var kynnt til sögunn- ar nýtt öryggisapp og fjöldi öryggisnámskeiða er í boði. Rafmennt veitir þjónustu og sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi, en Rafmennt er í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands og Samtaka rafverktaka. Utan þess að skipuleggja fyrirlestra og fjölbreytt námskeið á sviði endurmennt- unar, og sjá um kennslu fagnáms- hluta meistaraskólans, snýr stór hluti starfsemi Rafmenntar að öryggismálum félagsmanna, segir Þór Pálsson framkvæmdastjóri. „Öryggismál skipta félagsmenn okkar mjög miklu máli. Rafmennt sér um fjölda námskeiða er snúa að öryggismálum á ýmsum stigum og svo höfum við kynnt til sögunnar öryggisappið Rafmennt Öryggi.“ Appið er frítt og virkar bæði fyrir Android og iPhone. Umhverfið metið Öryggisappið er ætlað starfandi rafiðnaðarmönnum og öðrum sem starfa í faginu, að hans sögn. „Þegar starfsmaður mætir á nýjan vinnustað, eða bara hefur nýjan vinnudag, þarf hann alltaf að skoða umhverfið sitt og meta aðstæður. Hann þarf að meta hvort hættur séu til staðar, hvort nota þurfi hjálm eða vera í belti, þarf að vinna á vinnupalli og svo framvegis. Í appinu getur hann hakað í gegnum spurningalista og sent verkstjóra eða öryggisfull- trúa fyrirtækisins skýrslu. Þannig að ef viðkomandi lendir í slysi eða óhappi sést að búið var hugsan- lega að benda á eitthvað sem var ekki í lagi og að búið hafi verið að benda á mögulegar úrlausnir. Læsa, merkja og prófa eru hugtök sem allir rafiðnaðarmenn þurfa að tileinka sér við vinnu sína. Læsa þarf úti spennu þannig að ekki verði sett spenna „óvart“ á greinar sem verið er að vinna við.“ Öll þessi vinna byggir einfald- lega á því að starfsmenn mæti til vinnu að morgni dags og komist heilir á húfi heim í lok dags. „Appið hentar því þeim sem vinna hefð- bundinn vinnudag á verkstæði, eða þeim sem flækjast á milli staða þar sem þeir vinna við aðstæður sem þeir ráða ekki endilega yfir. Lík verkefni geta nefnilega verið unnin við gjörólíkar aðstæður. Að setja upp svið í Laugardalshöll eða í miðbæ Reykjavíkur, vinna við raflagnir í nýbyggingum eða eldri húsum, eru dæmi um skyld verk- efni sem eru unnin við gjörólíkar aðstæður.“ Fjöldi námskeiða í boði Rafmennt stendur fyrir fjölda öryggisnámskeiða, að sögn Þórs. „Þau eru þrepaskipt og ætluð ólíkum hópum starfsfólks. Fyrst má nefna kunnáttumannanám- skeið sem er grunnnámskeið fyrir til dæmis sumarstarfsmenn sem starfa hjá Landsneti og fleiri fyrirtækjum sem reka spennuvirki. Um er að ræða starfsfólk sem slær garðana og er í umhirðu, þrifum og þess háttar. Því er ekki hleypt inn á svæðið án þess að hafa sótt slík námskeið. Svo eru til dýpri nám- skeið, eins og rofastjóra námskeið og námskeið í ljósbogahættum. Þau eru ætluð þeim sem starfa í spenni- stöðvum og við háa spennu, en starfsmenn í spennuvirkjum starfa oft við lífshættulegar aðstæður. Utan þeirra bjóðum við svo upp á fjölmörg önnur öryggisnámskeið.“ Gagnlegt Evrópuverkefni Oira – rafrænt áhættumat, er Evrópuverkefni sem gengur út á að áhættumeta stórar framkvæmdir. „Þegar á að leggja í stór kerfi, til dæmis blokkir eða stóra tónleika, þarf að gera áhættumat í upphafi verks.“ Verkefnið er styrkt af Evr- ópusambandinu, en þar má finna áhættumat fyrir alls konar iðn- greinar og skrifstofustörf og allt þar á milli. „Áhættumat á sér stað víðar en margir gera sér grein fyrir. Við uppsetningu ýmissa listviðburða þarf til dæmis að fara í áhættumat því ýmislegt getur farið úrskeiðis. Leikari getur dottið úr rólu sem er hátt uppi eða labbað aftur á bak ofan í hljómsveitargryfjuna. Þannig að þetta snýst ekki bara um að setja upp sýningu eða tónleika, stundum eru hreinlega mannslíf í hættu.“ Tilkynningaskyldar breytingar Sprenging hefur orðið í rafbíla- eign landsmanna undanfarin ár með tilheyrandi aukningu í uppsetningu hleðslustöðva við einbýli og fjölbýli, segir Þór. „Það er ekki fyrir hvern sem er að tengja hleðslustöðvar. Fara þarf inn í raf- magnstöflur flestra húsa og leggja nýja stofna að hleðslustöð frá töflu. Þetta er breyting á veitunni heima fyrir og er fyrir vikið tilkynninga- skylt til Húsnæðis- og mannvirkja- stofnunar. Það eru aðeins rafverk- takar sem geta haft umsjón með slíkum verkefnum, klárað þau og tilkynnt, þótt verktakar og sveinar vinni verkið. Nánari upplýsingar um þetta má finna á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.“ n Öryggismálin eru í forgrunni  Öryggismál skipta öllu máli fyrir starfs- menn í raf- og tækniiðnaði hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Hvernig fara smáfuglarnir að þegar æti er undir hnaus- þykkum snjóalögum og appelsínugul eða rauð við- vörun dag eftir dag? thordisg@frettabladid.is „Þeir virðast finna sér góð skjól því það sem fyrir augu ber er ekki fugl- ar sem liggja út af eða sitja í hnipri. Í raun undrast maður hversu margir þeir eru, því það er mikið af fuglum á ferðinni,“ svarar Anna-María Lind Geirsdóttir, skrifstofu- og kynn- ingarstjóri hjá Fuglavernd. „Fuglar leita skjóls og náttstaðar í trjálundum og skógum, en besta skjólið er í barrtrjám. Heiðmörk er náttstaður margra fugla á höfuð- borgarsvæðinu, en líka Elliðaár- dalur, Fossvogur, Mosfellsdalur og Hafnarfjörður, á meðan hluti Reykjavíkur-krummanna sefur í klettum Esju,“ upplýsir Anna- María. Fuglar hafa nef fyrir fæðu Nokkur ár eru síðan jafn mikill snjóavetur ríkti og sá sem nú er, og margir sem finna til með smáfugl- unum og óttast lífsbjörg þeirra í stormviðrum og linnulausum snjó. „Staðfuglar hafa vanist umhverf- inu og íslensku veðurfari en ég veit ekki hvað þeir gerðu í slíku árferði án matargjafa frá mannfólkinu. Landsmenn eru margir miklir fuglavinir og ákveðinn kjarni sem gefur alltaf fuglunum, en væri ekk- ert fuglafóður myndi staðfuglum líklegast fækka að vetri og þeir sem eftir væru leituðu ætis í fjörum. Það gerir til dæmis tjaldurinn, sem er ekki garðfugl, en alltaf viss fjöldi af árið um kring,“ greinir Anna- María frá. Í görðum á höfuðborgarsvæðinu eru mestmegnis starar, auðnutitt- lingar, snjótittlingar, skógarþrestir, svartþrestir og stöku gráþröstur. Smávinir fagrir og svangir Anna-María Lind Geirsdóttir er skrifstofu- og kynningarstjóri hjá Fuglavernd. Án matargjafa frá mannfólkinu ættu smáfuglar erfiðara með að lifa af harðan vetur eins og nú er. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY fuglum mjög harður vetur. Það gæti komið upp úr fuglatalningunni í janúar, og garðfuglakönnuninni sem hefst fyrsta vetrardag og endar á sumardaginn fyrsta,“ útskýrir Anna-María. Þegar skyggja tekur má sjá svört ský á himni sem samanstanda af störum sem safnast saman í nátt- stað. „Starar vilja tryggja sig á náttstað og eru fljótir að láta sig hverfa þegar skýið kemur og sameinast því, jafn- vel í miðju áti. Þeir eru hreyfanlegir fuglar sem fara líka mikið í sorpið í Álfsnesi. Þá sitja svartþrestir nú í trjám á Austurvelli og syngja. Söngurinn fylgir fengitímanum og er ansi snemma á ferðinni.“ Anna-María segir krumma líka svangan og marga sem fóðri hrafna en þori ekki að segja frá, því í menningu okkar sé undarlegt hatur út í krumma. „Hrafninn étur flest og velur úr það sem gefur honum mesta orku og hita; fitu og prótín. Þá eru mávarnir líka hungraðir og aðallega hettumávar á ferð um borgina. Stærri mávar sækja æti í sjóinn eða hjá æðarfuglinum. Þar ríkir hálfgert mafíukerfi þar sem einn mávur sér um að vernda einn æðarfuglshóp og fær í staðinn skel- fisk og fleira fínerí.“ Anna-María segir stara og þresti sólgna í haframjöl bleytt matarolíu og auðnutittlinga í sólblómafræ. „Þetta fóður þarf þó að aðskilja því auðnutittlingarnir lúffa fyrir stærri fuglum. Gott er að gefa matarafganga í eigin garði, og epli og rúsínur eru fuglum sælgæti en jafnframt skyndiorka sem er gott að hafa í bland. Hér gætir líka flóðs og fjöru tvisvar á sólarhring og alltaf eitthvað að éta á fjörunum. Mesta heppnin er þó að komast í hræ af stórum skepnum eins og hval eða dauðu hrossi. Það kemur mörgum til góða.“ n 6 kynningarblað A L LT 25. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.