Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 1

Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 1
Nú er sá tími árs að marga vantar vitamín eftir langan og kaldan vetur. Appelsinur og aðrir sítrusávextir eru góðir C vítamíngjafar og ættum við að hugsa til þess að nota þá eins mikið og kostur er. Við getum borðað appelsínur eins og þær koma fyrir. Ein appeisína á dag gefur okkur næst- um því dagsþörfina af C vítamíni og aðeins 50-65 hitaein- ingar. Einnig má nota appelsinur i marmelaði, ávaxtadrykki og allskonar eftirrétti. Einnig verðum við að hugsa til þess á þessum árstíma að fá nóg af A vítamíni og járni. Við ættum því einnig að borða mikið af allskonar innmat og grænmeti eftir því sem hægt er á þessum árstima. Og að sjálfsögðu ein skeið af lýsi á mann dag hvern. GOTT APPELSINUMARMELAÐI 1 kg appelsínur, 1 sítróna, 1 lítri vatn, ca. 1,7 kg sykur, 2-3 tesk vínsýra. Burstið appelsínur og sítrónu úr volgu vatni og þurrk- ið þær vel. Skiptið hverjum ávexti í fjóra báta og skerið hvern bát þversum í eins þunnar sneiðar og hægt er. Takið kjarnana úr ávöxtunum og setjið þá í lítinn grisju- poka. Setjið ávaxtasneiðarnar í pott ásamt grisjupokan- um með kjörnunum í. Hellið vatninu yfir. Setjið lok á pottinn og látið ávextina þíða í einn sólarhring. Soðið síðan í 45 mín. Setjið þá sykurinn saman við og sjóðið marmelaðið í loklausum pottinum í aðrar 45 mín. Hrærið í af og til. Takið þá úr pottinum grisjupokann, og hrær- ið saman við marmelaðið vínsýruna sem leyst hefur verið upp í dálitlu af köldu vatni. Hellið marmelaðinu í hreinar krukkur og látið það kólna. Lokið síðan krukk- unum vel og geymið marmelaðið á dimmum svölum stað. VÍTAMÍNDRYKKUR 1 egg, 2 msk sykur, 1 appelsina, 1 grapeávöxtur, Vi sítróna, ef til vill ögn af múskati. Þeytið egg og sykur freyðandi. Pressið ávextina og hrærið safann saman við eggjahræruna. Hellt í stórt glas. Nokkrir ísmolar settir saman við. Strá má ögn af muskati yfir en það á ekki við allra smekk. APPELSÍNUBOLLA 2 sítrónur, 11/2 lítri vatn, 3 dl appelsínusafi, 1 dl limedjús, appelsínusneiðar, ísmolar. Þvoið ávextina. Rífið gula hýðið af þeim með rifjárni. Sjóðið V2 lítra af vatninu og hellið því yfir hýðið. Látið kólna. Pressið sítrónurnar og setjið safann úr þeim saman við. Hellið vökvanum gegnum fínt sigti. Setjið þá saman við það sem eftir er af vatninu, appelsínu- safann og limedjúsinn. Hellt í skál og þunnum appel- sínusneiðum og ísmolum bætt í. ÍSDRYKKUR Setjið 1 msk af muldum ís í hátt glas. Hellið yfir safa úr tveim appelsínum. Setjið út í glasið 2 msk af rjóma- ís og hellið að lokum dálitlu af sódavatni yfir. Berið glasið fram með skeið. APPELSÍNUMAUK Þetta er appelsínumauk sem mikið er notað í Eng- landi. Það er mjög gott sem fylling í tertur með þeytt- um rjóma, einnig er það gott með ristuðu brauði, sem marmelaði. Rifið hýði af 3 appelsínum, safi úr 2 appelsínum, 2V2 dl sykur, 100 gr smjör, 2 egg. (Framh. á bls. 22)

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.