Alþýðublaðið - 02.09.1925, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.09.1925, Blaðsíða 3
1 Ungur sjómaður segir trá Rússlandl. Ungur sjómafiur, sem nýlega er s kominn heim til Noregs, heflr skrifaö eftirfarandi frásögn: »Ég lofaÖi ykkur áður en ég fór aÖ skrifa eitthvaö um Rússland, og nú vil óg efna þa? loforö mitt. Heilan mánuÖ lágum viö í ! Odessa vegna ías, sem lokaöi höfninni Viö vorum glaöir, því aö nú fengum viö tækifæri til að hvila okkur eftir sjóvolkiö. Fyrsti maöuiinn, sem kom út í skipiö til okkar og gaf sig á tal við skips- höfnina, var ritari sjómannasam- i bandsdeildarinnar, og tilkynti hann okkur, aÖ við værum boönir til samkomuheimilis sjómannasam- bandsins næsta kvöld, þvf aö þar átti aö verða samkoma, kaffl- drykkja, hljóöfærasláttui og söngur. Ég tók hann tali og spurði hann um ástandiö. Hann svaraöi mér, að ástandið væri hið bezta. — »Hvernig er ástatt um atvinnu- vegina?< spyr ég. »Þeir eru í góðu hbifl Allir vinna. Hið eina, sem okkur vantar nokkuö tilfinnaclega, er klæðnaöur. Viö höfum ekki enn þá getað komið klæðaverk- smiöjunum í gott horf, en það er áreiðanlegt, að innan skamms tíma kemst alt í gott lag.< Um kvöldiö, þegar viö vorum á leið til samkomunnar, spyr ég félaga minn, hvort viÖ eigum ekki að fara, inn í kaffihús og fá okkur kafflbolla. Hann var til í það. Við báðum þjóninn um eitthvaö á enssku, en hann skildi ekki. Þá tókum við eítir manni, sem sat úti viö gluggann, og stóð hann upp, gekk fram okkur til hjáipar og talaði við þjóninn. svo að við fengum þaö, sem við vildum. Sneri hinn ókunni maður sér því J næst &ö okkur og byrjaði að tala við okkur á frönsku, en hána skildum við ekki og báðum hann að ta!a ensku. Hið fyrsta, sem hann spurði um, var, frá hvaða landi við værum, og leystum við úr því. Ég spurði, hvaöa atvinnu hann hefði haft áður. »Ég verzlaði með innfluttar vörur,< svaraði hann. »Hvaða atvinnu haflð þór nú?< »Ég vinn við fermingu og af- fermingu skipa við höfninax »Hvernig likar yður hinn nýi starfl?< »J»ja. Hann er nokkuð erflður, en það er nú elnu sinni bvo hór í ráðstjórnar-Rússlandi, að ailir verð^ að vinna, ef þeir á annað borð vilja lifa.< »Já, en þegar þór eruð orðinn svo gamall, af þér getið ekki unnið ?<, »£á sér ráðatjórnin okkur fyrir öllum nauðsynjum okkar.< Ég spyr, hvort auðvaldið nái nokkurn tíraa völdum aftur. »Nei; það hefir þegar lifað sína beztu daga,< sagði hann og kvaddi, — (Frh.) Hvað þart til langlífis? 102 ára gamall maður í Eng- landi, J. C. Weld að nafni, elzti maður í smábæ þeim, er hann á heima í, var spurður, hvað þyrfti að gera til þess að ná svo háum aldri. »Að gæta hófs í öllu. Um fram alt að eta ekki of mikið<, var svarið. Maður þessi heflr enn þá fult minni, íylgist vel með og les blöðin daglega. En þegar hann var rúmlega hálfsextugur, varð ,hann slæmur fyrir hjartanu, og var honum þá sagt, að hann myndi lifa hálfan mánuð, en heldur heflr tognað úr þeirn hálfa mánuði. Nýjar tramfarir í tluglist, Alt af beragí nýjar oj? nýjar fregnir af framförum í fluglist, Nýlcga hafa verlð smíðaðar í Englandl flugur fyrir 30 farþega og fjóra stýrimenn, og eru þær ætlaðar til flngíerða tillndlands. Eru þær með meid þægindum fyrir farþega en nokkrar aðrar flugur, som enn háfa verið smíð aðar. Ný gerð af flugum að öilu leyti úr málmi hefir og nýlega verið reynd í Noxwlch í Englandi. Mestum tiðindum sætir þó ®nn nýrri vélflugugerð, s»m kunnur flugfræðlngur, J. G. Navarro, skýrðl frá í byrjua fyrra mánaðar. Á hún að taka 150 farþega. og er gert ráð fyrir, að hún kosti 150 000 sterlingspunda. 450 h@st~ afla vél verður í þesa»ri tröil- auknu vélflugu. Navarro þessi heflr í hyggju að smíða slfka flugn tll ferða yfir Atlandshafið og hefir vadð að reyna að fá auðmenn i Lundún- um og New York tll að leggja fram 2 000 000 sterllngspunda höfuðstól tii þess áð koma þvf fyrirtækl í framkvæmd. Næturlaðknir í nótt er Halldór Hansen, Mlðstræti 10, sími 256. Edgar Rice Burroughs: Viltf Tarzan. BVið komumst ekki langt“, mælti Berta. „Það væri kraftaverk, ef við kæmumst nokkuð Aleiðia vopnlaus.“ „Við erum ekki vopnlaus“, svaraði Bretinn. „Eg hefi hér auka-skambyssu, sem fantarnir fundu ekki.“ Hann opnaði sætiö og tók þar upp úr marghleypu. Berta Kircher hallaði sér aftur á bak i sætinu og hló hálf-tryllingslega. „Þessi baunabyssa!" hrópaði hún. „Hvaða gagn skyldi hún gera nema æsa villidýr, er réðist á þig?“ Smith-Oldwick varð hálfvandræðalegur. „En vopn er það samt; það verðurðu að játa. Og mann gæti óg drepið með henni.“ „Jú, ef þú hittir hann,“ mælti stúlkan, „ef hún þá sprengdi. Satt að segja trúi óg ekki á þessa tegund. Ég hefi notað hana.“ „0, jæja,“ sagöi hann glettnislega; „góð byssa væri auðvitað betri, einkum ef við rækjumst á fil hérna á eyöimörkinni.“ „Fyrirgefðu!“ mælti hún; „ég ætlaöi ekki að vera illkvittin, en þetta óhapp kippir upp siðasta stráinu. Mér finst ég hafa þolað alt það, sem mér er unt. Þótt ég væri fús til þess að láta lífið fyrir föðurlandið, datt mér ekki i hug, að dauðastrið mitt yrði svo langvint, þvi að satt að segja hefi ég verið að deyja siðustu vikurnar.“ „Hvað áttu við?“ hröpaði hann. „Hvað áttn við með þessu? Þú ert ekki að deyja. Þaö er ekkert að þér.“ Kaupið Tai’iaD-fiiöguvnar!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.