Fréttablaðið - 25.06.2022, Side 2

Fréttablaðið - 25.06.2022, Side 2
Ég hef ekki rætt við forstjórann um hvenær nákvæmlega ég ætla að hætta eða hver tekur við. Sigurgeir Már Jensson, læknir í Vík í Mýrdal 71 hleðslustöð átti ON að setja upp í Reykjavík. hjolhysi.com Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 863 4449 hjolhysi.com, kriben@simnet.is, www.facebook.com/hjolhysi Powrtouch Mover 169.000 Powrtouch Freedom - Fyrir einn öxul - Handvirkur 13.000 Verð 197.990 kr. Powrtouch Evolution - Drægni 2800 kg 169.000 Hágæða hjólhýsadrif Á frábæru verði - Sjálfvirkur 169.000 Powrtouch Evolution - Fyrir einn öxul - Handvirkur - 2800 kg Verð 215.990 kr. Vinsælasti Mover framleiðandinn í Bretlandi Verð 240.990 kr. Sífellt erfiðara er að fá lækna til að setjast að í fámennari byggðarlögum landsins, en dæmi eru um að sum þeirra hafi verið án læknis með fasta viðveru í fjölda ára. Læknir í Vík í Mýrdal segir manneklu innan heilbrigðiskerfisins lítið hafa breyst síðustu áratugi. erlamaria@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Ég er búinn að vera einn í héraði síðan 1985 og er starfandi allan veturinn og alltaf á bakvakt,“ segir Sigurgeir Már Jens- son, læknir í Vík í Mýrdal, en Mýr- dalshreppur og fyrrum Austur- Eyjafjallahreppur falla undir hans umdæmi. Þó segist Sigurgeir sinna miklu stærra svæði. „Ég þjónusta líka á Kirkjubæjar- klaustri þegar ekki er læknir þar, en það eru meira en tíu ár síðan þar var síðast búsettur fastur læknir,“ segir Sigurgeir. Það helgist af því að það hafi alltaf verið erfitt að manna það svæði. „Það er sífellt erfiðara og erfið- ara að fá menn til að setjast að á fámennum stöðum. Það þykir ekki fjölskylduvænt að vera eini læknir- inn í héraði,“ segir Sigurgeir. Aðspurður segir Sigurgeir það hafa vanist með tímanum að vera á vakt allan sólarhringinn í f leiri ár. „Ég finn ekkert fyrir því núna, þetta er bara partur af „programmet“. Ef það væri fullkominn heimur myndi maður kannski ekki taka nema eina til tvær næturhelgarvaktir á mán- uði. En lífið er bara ekkert þannig. Þetta er bara vinnan og staðan og það er bara einn læknir og hann þarf að sinna þessu,“ segir Sigurgeir. Að sögn Sigurgeirs hefur engin umræða verið um að fjölga læknum á svæðinu, en hann telur læknaskort og manneklu innan heilbrigðis- kerfisins margþætt vandamál sem erfitt sé að festa fingur á. „Mögulega neyðast menn til að fjölga læknum miðað við stöðuna, en það kostar mikla skipulagningu og fjármagn. Ég sé ekki að læknum hafi fjölgað á landsbyggðinni í rúm tíu ár, að minnsta kosti ekki hér í héraði. Þetta er enn eins og þegar þetta var sett á stofn um miðja síðustu öld eða fyrr,“ segir Sigurgeir. Eftir rúmlega þrjátíu og sjö ár í starfi hyggst Sigurgeir fara á eftir- laun á næsta ári. Þó sé enn óvíst hver taki við af honum. „Það er örugglega farið að stytt- ast í þetta hjá mér og kominn hálf- leikur, en ég hef ekki rætt við for- stjórann um hvenær nákvæmlega ég ætla að hætta eða hver tekur við. Ég get verið eitthvað lengur, í mesta lagi eitt ár,“ segir Sigurgeir, og bætir við að nokkur dæmi séu um að eldri læknar hafi unnið áfram og þá sem verktakar. „Það er þá til að halda hlutunum gangandi vegna þess að það vantar einhvern til að taka við af þeim,“ segir Sigurgeir. n Eini læknirinn í tæpa fjóra áratugi og alltaf á bakvakt Sigurgeir Már læknir, ásamt Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðingi og Steinunni Þórðardóttur, formanni Læknafélags Íslands. MYND/DÖGG PÁLSDÓTTIR Sultuslök Þessi ágætu hjón voru meðal fárra farþegum Spirit of Discovery sem skelltu sér ekki í skoðunarferð í gær. Sátu þau á svölunum hjá sér, nutu sólarinnar og skoðuðu tíðindi að heiman. Spirit of Discovery lagðist að Skarfabakka eldsnemma í gær í örstutta dagsheimsókn áður en það hélt aftur á haf út, en förinni var næst heitið á Grundarfjörð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR tsh@frettabladid.is BANDARÍKIN  „Þetta er svo langt frá því að vera eitt hvert enda tafl hvað varðar borgara leg réttindi,“ segir Steinunn Rögn valds dóttir kynja- fræðingur um dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna sem féll í gær. Með honum er fellt úr gildi fordæmi rétt- arins í málinu Roe gegn Wade sem kveðinn var upp árið 1973 og réttur kvenna til þungunarrofs ekki lengur verndaður af stjórnarskrá. Steinunn vísar til álits dómarans Clarence Thomas, þar sem  því er haldið fram að  endur skoða þurfi önnur réttindi sem byggja á sama réttindaviðauka og þungunarrofið, meðal annars varðandi að gengi að getnaðar vörnum og sam kynja hjóna bönd. Niðurstaða réttarins í gær mun, að mati Steinunnar, koma verst niður á fá tækum og jaðar settum konum og ein stak lingum sem hafa ekki tök á því að ferðast til ann- arra ríkja eða landa sem heimila þungunar rof. „Yfir stéttin og þau sem eru vel stæð fjár hags lega, þetta hefur engin á hrif á þau,“ segir Steinunn og bætir við: „Þetta náttúr lega herðir á taka- línurnar og dýpkar gjána á milli fólks.“ n Boða frekari skerðingu mannréttinda Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur benediktarnar@frettabladid.is SAMFÉLAG „Fyrst þessi á kvörðun er komin vonumst við eftir því að hlutirnir fari að gerast á ný,“ segir Tómas Kristjánsson, formaður Raf- bílasambands Íslands, varðandi á kvörðun Lands réttar um að stað- festa ó gildingu á úr skurði kæru- nefndar út boðs mála um lög mæti út boðs á upp setningu og rekstri hleðslu stöðva fyrir raf bíla í hverf- um Reykja víkur. Málið má rekja til sam komu lags Reykja víkur borgar og Orku veitu Reykja víkur sem undir ritað var í fyrra um að koma upp 71 hleðslu- stöð víðs vegar um borgina til að þjóna raf bíla eig endum sem ekki hafa bíla stæði á eigin lóð. Ísorka kærði út boðið. Tómas er á nægður með að það sé loksins komin niður staða í málið enda bendir hann á að fjöl mörg sveitar fé lög á Ís landi hafi stöðvað öll út boð í kringum hleðslu stöðvar. Hann segir að loksins geti upp- bygging á hleðslu stöðvum haldið á fram en lítið hafi verið að gerast í þeim efnum síðustu tvö ár. n Uppbygging á innviðum rafbíla heldur loks áfram 2 Fréttir 25. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.