Fréttablaðið - 06.08.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.08.2022, Blaðsíða 16
Eldgos hófst í Meradölum á miðvikudaginn. Fjölmargir hafa lagt leið sína að gosinu þrátt fyrir tilmæli lögreglu, sem segir mikil vægt að hafa í huga að gossvæðið sé hættu­ legt. Þar geti að stæður breyst skyndi lega. Búast má við að fjöldi fólks gangi að gos­ stöðvunum um helgina, enda um fyrstu helgina frá upp hafi eld gossins að ræða. Stefna á að skoða eldgosið með skynsemina að vopni Björn Leó Brynjarsson handritshöfundur og leikskáld: Ætlar þú að skoða eldgosið í Meradölum? Já, ég ætla tví- mælalaust að kíkja. En ekki gera neitt heimskulegt af því að það er mjög hallærislegt að deyja á Reykjanesinu. Skoðaðir þú síðasta gos? Ég fór þrisvar sinnum að síðasta gosi og sá það í öllum fösum. Það var eiginlega trúarleg upplifun fyrir mig. Mér fannst það smá eins og að horfa á dauðann koma upp úr jörðinni, svona ótrúlega fjand- samlegt en fallegt á sama tíma. Ægifagurt. Sýndi manni skýrt hvað lífið á jörðinni er þrautseigt að hafa náð að þróast hér en einnig viðkvæmt fyrir eyðileggingu. Davíð Berndsen tónlistarmaður: Ætlar þú að skoða eldgosið í Mera- dölum? Eftir að fór að gjósa brunaði ég út í hljóðfærabúð og keypti mér kassa- gítar svo ég geti spilað vel valin lög fyrir gesti og gangandi í Meradölum! Ég mun líklegast tjalda þar og spila og syngja mjög hátt þar næstu vikurnar! Skoðaðir þú síðasta gos? Ég missti af síðasta gosi því ég var búsettur er- lendis þannig nú er ég mjög peppaður fyrir þessu öllu saman! Fannar Arnarsson leikari: Ætlar þú að skoða eldgosið í Mera- dölum? Já, ég stefni klárlega á það að skoða eldgosið í Meradölum. Skoðaðir þú síðasta gos? Ég sá ekki gosið síðast, sem var algjört klúður af minni hálfu, en ég einfaldlega frestaði því þangað til það var of seint. Kannski var það einhver efi í undirmeðvitundinni af því ég gerði tvær heiðarlegar tilraunir til að skoða gosið í Fimmvörðuhálsi á sínum tíma sem fóru hvor- ugar vel! Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta: Ætlar þú að skoða eldgosið í Mera- dölum? Já, ég geri ráð fyrir að kíkja á gosið. Er reyndar á leið út á flugvöll núna en ef það gýs enn þegar ég kem heim frá útlöndum þá skelli ég mér ef allar aðstæður eru öruggar. Skoðaðir þú síðasta gos? Já, ég fór í kvöldgöngu þegar gaus síðast og það var mjög tilkomumikið að sjá eldgosið í myrkrinu. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna ‘78: Ætlar þú að skoða eldgosið í Mera- dölum? Já, ég ætla að fara að skoða nýja gosið um leið og færi gefst. Skoðaðir þú síðasta gos? Já, ég fór þrisvar og skoðaði gosið. Skemmtilegast fannst mér að sjá þróunina á gosinu. Ég fór tveimur dögum eftir að það byrjaði fyrst og næst þegar ég kom var dalurinn sem ég stóð í horfinn. Það er einstakt að fá tækifæri til að sjá landið mótast fyrir augunum á manni. n Í vikulokin Ólafur Arnarson Eldgos hófst á Reykjanesi, í Meradölum, á svipuðum slóðum og gosið í Geld- ingadölum við Fagradalsfjall. Ríkisstjórnin er fallin. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Gallup, sem birt var í gær. Allir stjórnarflokkarnir tapa fylgi og myndu, ef kosið væri til þings nú, fá 31 þingmann kjörinn en eru með 38 þingmenn í dag. Minnihluti kjósenda styður ríkis­ stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Ríkisstjórnin hefur misst öll tök á stjórn efnahagsmála og ekkert bendir til þess að hún búi yfir raun­ hæfri áætlun í þeim efnum. Ekkert bendir raunar til að hún búi yfirleitt yfir neinni áætlun um annað en að sitja sem fastast. R ík ist jór na r f lok k a r nir er u ósammála um flest mál. Stjórnar­ sáttmálinn gengur út á innihalds­ lausan fagurgala. Staðreyndin er sú að hver ríkisstjórnarflokkur hefur í raun neitunarvald í ríkisstjórninni og vegna þess hve stefna flokkanna er ólík eru engar ákvarðanir teknar. Ísland er ekki í hlutlausum gír. Ísland er í handbremsu og slökkt á vélinni. Enginn efast um að umhverfis­ ráðherra hefur vilja og kjark til að hrinda af stað framkvæmdaáætlun til að raungera orkuskiptin, sem rík­ isstjórnin hefur lofað að klára fyrir 2040. Hann kemst hins vegar hvorki lönd né strönd vegna þess að Vinstri græn hafa neitunarvald. Vinstri græn standa í vegi fyrir orkuskiptum og nota meinta ást sína á umhverfinu og íslenskri nátt­ úru sem tylliástæðu til að hindra þær virkjanaframkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að orkuskiptin hér á landi verði að veruleika. Heimilin í landinu og fyrirtækin standa frammi fyrir gríðarlegum Ríkisstjórnin hefur fyrirgert rétti sínum til trausts kjósenda búsifjum vegna efnahagsóstjórnar ríkisstjórnarinnar og galinnar vaxtastefnu Seðlabankans sem virðist telja réttu leiðina til að berj­ ast gegn verðbólgu að f lytja millj­ arðatugi og ­hundruð frá skuld­ settum heimilum og atvinnulífi til fjármálafyrirtækja og fjárfesta. Hygla auðmönnum á kostnað atvinnulífs og heimila. Hjarðhegð­ un hagfræðinga gegn almenningi. Ekki er að furða þótt ríkisstjórnin hafi glatað trausti kjósenda. Hún hefur ekki aðeins glatað því. Hún hefur fyrirgert rétti sínum til þess. n Ríkis- stjórnin hefur misst öll tök á stjórn efnahags- mála. Botnlausum Bröns Á Kopar við höfnina er í boði botn­ laus bröns alla laugardaga á milli klukkan 12 og 15. Gestir velja sér tvo rétti í senn og geta pantað eins og þá lystir í tvær klukkustundir. Við mælum sérstaklega með graskers­ súpunni og djúpsteiktum camem­ bert. Fyrir þau sem vilja er einnig í boði að njóta botnlausra drykkja með matnum fyrir 1.500 krónur aukalega. Við mælum með Andrá Reykjavík Verslunin Andrá Reykjavík selur fatnað, lífsstílsvörur og aukahluti fyrir konur frá alþjóðlegum hönn­ uðum. Verslunin er staðsett á Lauga­ vegi 16 og er húsnæðið einstak­ lega fallegt, stílhreint og rúmgott. Í Andrá fást ilmkertin frá Maison Louis Marie og eru þau sérstaklega skemmtileg sem gjafir við hin ýmsu tilefni. n Nú er tími til að efla baráttuna og halda henni áfram. BIRNADROFN@FRETTABLADID.IS Hinsegin dagar hafa staðið yfir síðan 2. ágúst og ná hámarki í dag þegar Gleði­ gangan verður gengin frá Hallgríms­ kirkju. Að göngunni lokinni verður útihátíð í Hljómskálagarðinum og búast má við miklum mannfjölda þrátt fyrir að spáin sé ekkert sérlega góð. Rætt hefur verið um bakslag í réttindabaráttu hin­ segin fólks undanfarið, fregnir af ungmennum sem hafa orðið fyrir aðkasti hafa verið áberandi, skotárás var gerð á hinsegin bar í Osló og skemmdarverk voru unnin á baráttumerkjum hinseginleikans hér á Íslandi. Raddir hafa verið uppi um að hluti ástæðu bakslags­ ins gæti verið minni sýnileiki hinseginleikans vegna Covid. Síðustu tvö ár voru engar Gleðigöngur gengnar bæði hér og víðar vegna samkomutakmarkana og því er enn mikilvægara en áður að við sameinumst í göngunni í ár og sýnum stuðning. Strákarnir í Æði eru í forsíðuviðtali þessa blaðs, þeir segjast meðvitaðir um að án baráttu síðustu áratuga og fólksins sem barðist fyrir réttindum hinsegin fólks hefðu þeir ekki frelsi til að vera þeir sjálfir. Þeir eru þakklátir frelsinu. Nú er tími til að efla baráttuna og halda henni áfram. Sameinumst í Gleðigönguna og greiðum leið hinsegin fólks framtíðarinnar. n Gleðigangan 16 Helgin 6. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.