Fréttablaðið - 06.08.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.08.2022, Blaðsíða 18
Ég kom fyrst út sem tví- kyn- hneigður en ég held að það hafi bara verið til að lina aðeins höggið fyrir mig og fjöl- skylduna mína. Patti Patti, Binni, Bassi, Gunnar og Sæmundur hafa slegið í gegn í raunveruleikaþáttunum Æði. Þeir verða með vagn í Pride-göngunni sem fer fram í dag og eru sérlega spenntir. Allir eru þeir sammála um að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir hinsegin fólk en að alltaf megi gera betur. Pat rek u r Ja ime, Bassi Maraj, Binni Glee, Gunn- ar Skírnir og Sæmundur eru á aldrinum 21-24 ára og eru skærustu raunveru- leikasjónvarpsstjörnur landsins. Strákarnir hafa slegið í gegn í sjón- varpsþáttunum Æði og hafa þætt- irnir breytt lífi þeirra. Patti og Binni hafa verið vinir síðan þeir voru tíu ára en báðir eru þeir frá Akureyri. Fyrir norðan kynntust þeir Gunnari og Sæmundi en Bassi er alinn upp í Reykjavík. Æðistrákarnir verða með vagn í Gleðigöngunni sem fram fer í dag og eru þeir mjög spenntir. „Ég hef aldrei áður farið á Pride og er ógeðslega spenntur. Það er fullkomið að það er bara fólk sem sér um vagninn fyrir okkur svo við þurfum ekki að hafa mikið fyrir þessu – ég ætla bara að standa þarna, vera fabjúlus og veifa,“ segir Patti. „Ég hef aldrei farið á Pride og ég hlakka mjög mikið til, mér finnst æði að Ísland tileinki hinsegin fólki heila viku. Við erum komin langt með baráttu hinsegin fólks að mínu mati en það er alltaf hægt að gera betur og auðvitað á samfélagið að taka þátt í þeim breytingum,“ segir Sæmundur og Gunnar, tvíbura- bróðir hans, tekur í sama streng. „Ég fór á mitt fyrsta Pride árið 2019 og það var eitt af því skemmti- legasta sem ég hef upplifað. Það er svo gaman að halda upp á eitthvað sem maður var einu sinni með mjög mikla skömm yfir. Maður er svo frjáls á Pride og finnur svo mikla ást og umhyggju, það er æði,“ segir Binni. Bassi hefur aldrei farið á Pride í fullum skrúða en hann átti lag hátíðarinnar á síðasta ári þegar hún var haldin með afar smáu sniði vegna Covid. Í ár hafa strákarnir gert sitt eigið Pride-lag og mun það hljóma á vagninum þeirra. „Þetta er náttúrlega ekki official Pride lagið en þetta er Bitch-Pride lagið og það er geggjað,“ segir Bassi og hlær sínum smitandi hlátri. Komu ungir út úr skápnum Æðistrákarnir eru allir samkyn- hneigðir og segjast þeir allir hafa upplifað einhverja fordóma vegna kynhneigðar sinnar í gegnum tíðina. En hvenær komuð þið út úr skápnum og hvernig var sú upp- lifun? Binni: „Ég var 16 ára, þetta var árið 2015. Ég kom fyrst út fyrir vin- konu minni í gegnum Skype en hún spurði mig hvort ég væri sam- kynhneigður og ég hugsaði bara; „á ég að segja henni?“ Ég hafði aldrei fengið þessa spurningu áður en hafði í rauninni alltaf vitað að ég væri samkynhneigður, alveg frá því að ég var bara í fyrsta bekk og ég ákvað að segja henni það. Mér fannst það mjög erfitt en leið svo vel eftir á.“ Gunnar: „Ég fattaði að ég væri samkynhneigður þegar ég var í áttunda bekk í grunnskóla og var í mikilli afneitun lengi. Síðustu tvö árin í grunnskóla klæddist ég bara í hettupeysum og gráum buxum til að passa inn í hópinn, en það gekk ekkert svaka vel. Ég kom út úr skápnum þegar ég var 15 ára á fyrsta ári í framhaldsskóla og Sæmundur á sama tíma, og kom það fáum á óvart að við værum samkynhneigðir.“ Gunnar: „Ég fékk mjög góð við- brögð frá fjölskyldunni minni og það kom þeim ekki á óvart. Þau biðu bara eftir að við værum tilbúnir og gæti ég ekki beðið um betri fjöl- skyldu. Þau styðja okkur í öllu sem við gerum.“ Sæmundur: „Við höfum alltaf gert allt saman og það er bara æðis- legt því ég þurfti ekki að ganga í gegnum þetta einn.“ Sæmundur: „Á þeim tíma sem við komum út vorum við nýbúnir að kynnast tveimur vinkonum sem hjálpuðu okkur mjög mikið að vera við sjálfir og klæðast eins og við viljum en ekki bara í jogging og hettupeysum.“ Patti: „Ég var líka fimmtán ára, ég kom fyrst út sem tvíkynhneigður en ég held að það hafi bara verið til að lina aðeins höggið fyrir mig og fjölskylduna mína. Ég man þetta svo vel, ég var að baka rice crispies- kökur með mömmu og sagðist vera bi og vera skotinn í strák. Hún tók þessu mjög vel en vissi alveg að ég Strákarnir í Æði eru að upplifa drauminn Sæmundur, Gunnar, Binni, Bassi og Patti hafa verið góðir vinir í mörg ár og elska að vinna saman. Þeir voru allir ungir þegar þeir komu út úr skápnum og allir hafa upplifað fordóma einhvern tímann á lífsleiðinni vegna kynhneigðar sinnar. Þeir verða með vagn á Pride í dag og segja að alltaf sé hægt að gera betur þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR væri hommi áður en ég sagði henni það.“ Bassi: „Það var aðeins meiri æsingur hjá mér. Ég skipti á þessum upplýsingum við mömmu fyrir tóbak. Hún bankaði á hurðina hjá mér og sagði mér að koma bara út úr skápnum, þá myndi mér líða miklu betur. Ég samþykkti það og hún keypti fyrir mig tóbak í nokkrar vikur.“ Bassi: „En það að koma út úr skápnum er auðvitað fyrir þann sem er að koma út en ekki þann sem fær að heyra af því. Þetta snýst um að þora loksins að segja fólki hver þú ert.“ Fordómar „Ég fann mikið fyrir fordómum þegar ég byrjaði með opið Snap- chat árið 2016. Þá fékk ég leiðinleg skilaboð og það var verið að nota orðið „hommi“ á niðrandi hátt um mig. Ég tók því mjög illa fyrst því ég hafði aldrei upplifað svona leiðindi í lífinu fyrr en ég byrjaði á samfélags- miðlum,“ segir Binni. „Ég fann samt og vissi að það væri mjög mikilvægt að ég hefði byrjað á Snapchat og opnað mig um samkynhneigð og að það væri í lagi að mála sig og allt það,“ bætir hann við. „Ég hef upplifað svolitla fordóma í gegnum árin. Aðallega þegar við vorum yngri, þá voru krakkar alltaf að kalla okkur homma, stelpur, fagga og ýmislegt f leira og það hafði mikil áhrif á mig þegar ég var að finna sjálfan mig,“ segir Gunnar. Sæmundur segist einnig hafa upp- lifað fordóma, mestir hafi þeir verið þegar hann var lítill en að í raun og veru hafi þeir ekki haft mikil áhrif á hann. „Þegar ég var yngri var oft verið að kalla okkur nöfnum af því við vorum svo kvenlegir og það var pínu leiðinlegt. En í dag hef ég ekki fundið fyrir fordómum í mjög langan tíma og fólk er yfirleitt bara mjög næs.“ Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 18 Helgin 6. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.