Bjarmi - 01.10.2021, Qupperneq 2
Geschäftsführer
RAMIS GmbH
In der Kirchtanne 27 – 64297 Darmstadt – Deutschland
e-mail: omar@ramis.is – Tel.: +49(0)6151 6011809
Mobile: +49(0)160 7870499 und (+354)822 0623
Fax: (+354)533 3430 – www.norvik.is
Bjarmi 2. tbl. 115. árgangur, október 2021. ISSN 1026-5244
Útgefandi: Salt ehf í samstarfi við Samband íslenskra kristniboðsfélaga
Ritstjóri: Ragnar Gunnarsson
Ritnefnd: Vigfús Ingvar Ingvarsson, Böðvar Björgvinsson og Helena Leifsdóttir
Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson og Vigfús Ingvar Ingvarsson
Afgreiðsla: Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík, sími 533 4900
Kennitala Salts: 600678 0789, reikningsnúmer 0117 26 017476
IBAN: IS18 0117 2601 7476 6006 7807 89, SWIFT: NBIIISRE
Vefslóðir: www.bjarmi.is, www.sik.is og www.saltforlag.is. Netpóstur: ragnar@sik.is
Árgjald kr.4.950 (þrjú tölublöð). Rafræn áskrift kr. 2.950. Gjalddagi 1. júní. Verð í lausasölu kr. 1.750.
Forsíðumynd: Hreinn Hákonarson
Umbrot og hönnun: Samskipti ehf.
Prentun: Litróf
bjarmi.is
Sófakær?
Með tilkomu kórónuveirunnar, sam
komutakmarkana og smitvarna á háu
stigi breyttist margt, þar á meðal kirkjulegt
starf, og skorður voru settar á líf okkar og
samfélag manna á meðal. Þessi hrina tók
um eitt og hálft ár og ekki er útséð um
að öllu sé lokið. Þegar hætta er á ferðum
geta yfirvöld sett margvíslegar hömlur á líf
okkar sem minnir okkur á trúsystkini okkar
víða úti í heimi sem búa við það að vera
skilgreind sem hættuleg eða samfélagið og
kirkjan sem þau tilheyra, sem aftur réttlæti
þær hömlur sem settar eru á viðkomandi.
Þetta er athyglisverður vinkill og alvarleg
staðreynd en ekki aðalefni þessara orða.
Ef við horfum okkur nær spyrjum við okkur
eflaust: Hvað nú? Fer líf okkar að mörgu
leyti í svipað horf eða hefur eitthvað breyst
að ráði? Ná kirkjur og kristileg starfsemi
að endurræsa sig svo að öflugt starf fari
aftur að stað eða erum við orðin sófakærir
áhorfendur margvíslegrar afþreyingar og
fræðslu? Ætli tíminn leiði það ekki í ljós.
Við eigum ekki að festast í hinu
liðna en stórvirki Guðs í fortíðinni, bæði
hjálpræðissögunni og eigin lífi, minna okkur
á hver hann er og hvers hann er megnugur.
Jafnframt minnir það okkur á að tilgangur
lífsins er ekki afþreying og seta í sófa eða
stól fyrir framan skjáinn. Ekkert slæmt er
í sjálfu sér við þannig líf og sumum býðst
lítið annað. Skjáir og netið bjóða til dæmis
margvíslega fræðslu og uppbyggingu.
En við getum orðið of sófakær og
gleymt okkur þar, eins og reyndar í mörgu
öðru sem fyllir huga og hjarta. Tilgangur
lífsins er þó umfram allt annað að þekkja
skapara okkar sem elskar okkur og þráir
samfélag við okkur, að lifa með frelsara
okkar sem kaus veg þjáningar og kross
okkar vegna, er upprisinn og lifir, nálægur
með opinn faðminn og að lifa lífinu í krafti
andans þar sem við berum Jesú Kristi vitni
og þjónum náunganum í kærleika.
Boðskapurinn um Jesú og lífið með
honum skiptir sköpum. Ekki aðeins fyrir
okkur sjálf heldur og fyrir þau sem kringum
okkur eru. Seta í sófa tímunum saman fyrir
framan skjá getur dregið okkur frá öðru
fólki, fjarlægt vitnisburðinn og svæft trú
okkar. Líf margra er aumt því þeir þekkja
ekki Jesú eða hafa ýtt honum til hliðar.
Við þurfum ekki að endurheimta lífið
eins og það var fyrir covid. En við þurfum
að endurnýja eða endurheimta líf okkar
með Jesú og sækja okkur þá hvatningu
og styrk sem við þurfum eða leyfa Drottni
að ýta við okkur, kveikja eldinn og gera
okkur brennandi í andanum.
Að vera brennandi þýðir m.a. að
Drottinn fær að brenna burt það sem
hindrar verk hans í lífi okkar. Eitt og annað
hindrar aðgang andans að hjörtum okkar
og í starfi því sem við stöndum fyrir í
Guðs ríki. Mætti þessi vetur verða tími
iðrunar og hreinsunar, endurnýjunar og
blessunar. Tími þar sem Jesús fær að
komast að með nýjum hætti og við vöxum
og styrkjumst í honum.
Komandi vetur verður aldrei eins og
í fyrravetur, dagurinn í dag aldrei eins og
gærdagurinn. En „með Jesú í bátnum
getum ég brosað í stormi“ og við hvert
með öðru. Munum það þegar við setjumst
í sófann. Lífið er meira en sófinn, „lífið er
mér Kristur.“
Ragnar Gunnarsson