Bjarmi - 01.10.2021, Page 5
bjarmi | október 2021 | 5
mínir sumir að velta trúnni fyrir sér. Ég vildi
vera einn af hópnum en fannst Guð vera
fjarlægur mér. Það urðu umskipti þegar
ég varð 16 ára þar sem við sóttum fundi
hjá KSS, sem eru Kristileg skólasamtök.
Fundirnir voru haldnir við Amtmannsstíginn
í Reykjavík. KSS er félag fyrir ungt fólk
á aldrinum 15 20 ára. Félagið leggur
áherslu á vináttu, góðan félagsskap og
kristna trú. Á vorin er haldið vorskólamót
um bænadagana í Vatnaskógi. Við vinirnir
fórum auðvitað á mótið og var þessi tími
alveg frábær. Á einni samverustundinni
hlustaði ég á jafnaldra mína vitna um trúna
á Guð. Á þeim tímapunkti fann ég hvernig
Guð hreyfði við mínu hjarta og ákvað ég
upp frá því að taka á móti Guði inn í líf mitt.
Hvað tók svo við?
Ég hélt áfram að sækja fundi hjá KSS næstu
fjögur árin. Fljótlega eftir að ég tók trú fór ég
að mæta á sunnudagssamkomur í KFUM
og K og biblíulestra. Þegar KSS tímabilinu
lauk átti ég góðan grunn í trúnni. Skúli
Svavarsson kristniboði var og er í miklu
uppáhaldi hjá mér, enda frábær kennari og
guðsmaður.
Árið 1988 kynnist ég Sigfúsi Ingvasyni
vini mínum. Sjálfsálit mitt á þeim tíma
var lítið en hann dró mig með sér í alls
konar skemmtilega hluti og hjálpaði mér
að öðlast trú á sjálfum mér og sterkari
trú á Guði. Ég er nefnilega að eðli til
opinn einstaklingur en hafði lokast vegna
eineltis og talgalla. Ég er Sigfúsi (eða Fúsa
eins og ég kalla hann) ævinlega þakklátur.
Árið 1992 var mikil gerjun í kristna
geiranum á höfuðborgarsvæðinu. Margir
góðir gestir heimsóttu landið og héldu
samkomur. Ég og Baldur vinur minn
Ólafsson fórum á eina samkomu með
Roger Larsson, sænskum trúboða sem
var með samkomur í Fíladelfíu. Þar varð
ég fyrir mjög áhrifaríkri upplifun sem
átti eftir að breyta lífi mínu. Við vinirnir
fórum þangað og vorum pínu feimnir. Í
GUÐ HREYFÐI
VIÐ MÍNU
HJARTA OG
ÁKVAÐ ÉG
UPP FRÁ ÞVÍ
AÐ TAKA Á
MÓTI GUÐI
INN Í LÍF MITT