Bjarmi - 01.10.2021, Page 6
6 | bjarmi | október 2021
Miðbæjartrúboði niðri í bæ. Síðar var ég
líka í nokkur ár með í Miðbæjartrúboðinu
sem er enn þá til staðar í Austurstræti og
ófáar sögur af einstaklingum sem Guð
hefur blessað ríkulega en þeir koma að
borðinu til þiggja kaffi eða kakó og fá að
draga biblíuvers úr öskjunni Orð Guðs
til þín. Oft skapast góðar umræður sem
stundum leiða til þess að viðkomandi
gefur Guði líf sitt.
Síðan fórstu á biblíuskóla í Svíþjóð?
Já, mikið var talað um starfsemi Livets Ord
í Svíþjóð, biblíuskólann og trúboð í Evrópu.
Margir vinir mínir í Veginum höfðu farið út
og sumir í nám við biblíuskólann. Ég varð
forvitinn og ákvað að fara út til Uppsala og
kynna mér Livets Ord kirkjuna. Ég keypti
flugmiða og fór á stórt kristilegt mót sem
er haldið í Uppsölum. Það var mikil upplifun
fyrir mig og fannst mér Guð snerta mig á
undursamlegan hátt. Hrifning mín var svo
mikil á starfinu að ég ákvað að skrá mig
í eins árs nám við biblíuskólann. Ég fór
heim aftur og kláraði námið við Tölvu og
viðskiptaskólann og hélt síðan aftur út
um haustið. Í skólanum kynntist ég fyrri
eiginkonu minni Debbý, hún er bresk og
samkomulok kallar Roger fólk fram til
fyrirbæna. Við sátum sem fastast en fólk
streymdi fram að altarinu. Roger kallar
á okkur og við stöndum upp og förum
fram. Ég var ákveðinn í að verða ekki
fyrir áhrifum líkt og hinir sem ýmist féllu
í gólfið eða voru mjög blessaðir. Nema
hvað, Roger kom til okkar og fór að biðja
án þess að snerta okkur á nokkurn hátt.
Samstundis fell ég í gólfið án þess að
geta nokkuð að gert. Þetta fannst mér
mjög merkileg lífsreynsla.
Þú hefur víða komið við?
Já, þar á meðal má nefna Miðbæjartrúboðið
sem heillaði mig.
Ég kynntist ungu fólki í Veginum og fór
að sækja samkomur og hóp sem stóð að
OFT SKAPAST
GÓÐAR
UMRÆÐUR
SEM STUNDUM
LEIÐA TIL
ÞESS AÐ
VIÐKOMANDI
GEFUR GUÐI
LÍF SITT