Bjarmi - 01.10.2021, Page 7
bjarmi | október 2021 | 7
Með þeim orðum þökkum við Stefáni
innilega fyrir spjallið og óskum honum
Guðs blessunar.
Jesús Kristur
Negldur á kvalanna kross
Kristur Drottinn Jesús fyrir oss
Hann dó fyrir þennan heim.
Hann sagði: „Faðir fyrirgef þeim.“
Heimurinn leitar sannleikans víða,
veit ekki að sannleikurinn þurfti að líða
Hann gerði þó öllu meira.
Það þarf heimurinn að heyra.
Sigurinn á dauðanum hann vann
er blóðið á Golgata rann,
upprisinn og lifir í dag,
og vill bæta þinn hag.
Taktu ákvörðun kæri vinur
fel Drottni sérhvern dag.
Hvað sem á lífi þínu dynur
láttu Drottin verða þitt lofgjörðarlag.
Sumarást 18
Ástin skreytir lífið litum
hverfur gráma dagsins
örar slær hjartað er við sitjum
og föngum fegurð sólarlagsins.
Fuglarnir syngja fagran söng
Náttúran spilar undir.
Þessar dásamlegu og góðu stundir
um sumarkvöldin löng.
Sólin lýsir allt með sínum fagra ljómi
Allt er svo fagurt í skaparans samhljómi
Í grasinu tylli ég mér og brosi þínu mæti
og flugurnar flögra um og suða af kæti.
fluttum við til Bretlands eftir að skólanum
lauk. Við settumst að í SuðurWales og
sóttum samkomur hjá hvítasunnukirkjunni
í bænum. Við bjuggum ytra í 6 ár síðan
fluttum við heim til Íslands og settumst að
á Suðurnesjum, í Garðinum. Leiðir okkar
Debby skildi og flutti hún aftur til Bretlands.
Hvað leiddi þig síðan inn á Lindina?
Það er stundum skemmtilegt að skoða
hvernig Guð leiðir okkur á lífsins ferðalagi.
Ég hafði alltaf haft brennandi áhuga á
tölvum og tæknimálum – ég var og er
mikið fyrir að spá í tölvur og tæknimál.
Árið 1992 fluttu hjónin Mike og Sheila
Fitzgerald til Íslands en þau komu hingað
á vegum hvítasunnukirkjunnar „Assemblies
of God“ í Bandaríkjunum. Þau stofnuðu
útvarpsstöðina Lindina, hún fór í loftið árið
1995 á FM 102,9. Í fyrstu voru um 20
sjálfboðaliðar og einn launaður starfsmaður.
Ári seinna tók Guð að tala til mín að ég ætti
að fara í útsendingu á Lindinni. Mér þótti
það næsta óhugsandi þar sem ég stamaði
enn þá af og til. Mike tók á móti mér með
sínum einstaka kærleika. Hann trúði því að
Guð hefði kallað mig á Lindina. Þetta voru
þung spor fyrir mig að fara en Guð talaði
svo skýrt til mín „Annaðhvort lætur þú
fötlun þína hindra þig í því sem ég hefi fyrir
þig eða þú treystir mér að ég lækni þig.“
Guð hefur svo sannarlega læknað mig og
er ég svo þakklátur að ég fór út úr mínum
þægindahring og treysti orðum hans.
Ég var með þátt einu sinni í viku og
tók einnig þátt í öðrum sjálfboðastörfum
á Lindinni þangað til ég fór til Svíþjóðar í
Biblíuskólann um haustið 1998 og var ég
þá í bekk með 52 nemendum frá næstum
jafn mörgum löndum. Andi trúarinnar var
allsráðandi og sá ég stórkostlega hluti
gerast næstum daglega.
Þegar ég flutti heim frá Bretlandi
vantaði Lindina mann í hljóðvinnslu og
árið 2007 byrjaði ég að vinna þar í launaðri
vinnu og er þar enn.
Hefur Lindin breyst mikið sl. 14 ár?
Já, Lindin hefur breyst mikið á þessum
árum. Ég hef verið viðloðandi Lindina
eiginlega allt frá upphafi, en sem launaður
starfsmaður í 14 ár. Á fyrstu árunum voru
um 20 sjálfboðaliðar en síðar sex manns
sem unnu hér að staðaldri. Ég var ein tíu ár
inni í Bstúdíói sem var gluggalaust herbergi
þar sem ég var að klippa upptökur og þætti.
Í dag er ég dagskrárstjóri og ber ábyrgð á
dagskránni. Einnig sé ég um að klippa til
þætti og að stjórna útsendingu. Á Lindinni
eru þrír starfsmenn á launum; Hafsteinn
Gautur Einarsson útvarpsstjóri, ég og
Hrönn Kristinsdóttir sem sér um bókhaldið.
Hvernig sérðu framtíð Lindarinnar
fyrir þér?
Ég sé Lindina þróast frá því að vera línulegt
útvarp í að verða fjölmiðlun. Kröfurnar eru
að breytast hvað varðar hlustun og fólk vill
velja sjálft hvað það hlustar á. Hlaðvörp,
tónlistarveitur og staka þætti. Þess vegna
eru öppin eða smáforritin vinsæl og eins
podkastið eða hlaðvörp. Okkar hugsun
er: Hvernig getum við náð til sem flestra
með fagnaðarerindið um Jesú Krist? Ein
hugmyndin er að nýta myndvinnslutæknina
og setja stuttar klippur inn á Instagram
og Facebook og samfélagsmiðla. Ég tel
að Lindin eigi erindi við fólk, við finnum
fyrir auknum áhuga og hlustun, kannski
vegna þess að tónlistin er þægileg og án
auglýsinga og þáttagerðarfólkið okkar er
að gera góða hluti. Lindin á svo sannarlega
erindi við alla aldurshópa.
Og svo dundarðu þér við fleira í
frítímanum en að fara í göngu með
tíkinni Mæju?
Já, ég hef ort 75 ljóð í frístundum, kannski á
ég eftir að gefa út ljóðabók. Ég uppgötvaði
einn daginn að skrif og ljóðagerð áttu vel
við mig. Ég festi á blað hugrenningar mínar
um lífið og tilveruna. Ég ákvað líka að allt
sem ég skrifaði skyldi vera jákvætt og til
uppbyggingar. Það er hægt að segja svo
mikið í einu ljóði.
Og við megum kynnast aðeins
skúffuskáldinu Stefáni Inga?
Já, við skulum opna skúffuna og leyfa
ljóðum að flæða …