Bjarmi - 01.10.2021, Page 8
| bjarmi | október 20218
Á tímum umskipta og örra breytinga
leiða menn gjarnan hugann að því hvað
breytist þegar kemur að stöðu kristinnar
trúar og kirkju um víða veröld. Ein þeirra
fyrirsagna sem tengjast trúmálum þessi
misserin snýst um samdrátt kristindóms
í NorðurAmeríku. VesturEvrópa er talin
vera síðkristin eða hafa verið kristin og
skoðanakannanir endurspegla minnkandi
trú og trúariðkun og færri sem auðkenna
sig með trú sinni.
Þetta er þó ekki öll sagan, því töluverð
umskipti hafa orðið á kristindómi frá norðri
til suðurs sem endurspeglar gríðarlegan
vöxt kirkna í löndum sunnan Sahara og
í AusturAsíu. Þessi þróun hefur haldið
áfram á 21. öld. Er kristin trú á undanhaldi
eða er aðeins um umskipti að ræða?
Handbókin World Christian
Encyclopedia (Alfræðiorðabók kristninnar
á heimsvísu), 3. útgáfa, getur hjálpað
okkur að fá svör við þessari spurningu
og fleiri slíkum, enda birtir hún mynd af
stöðu kristinnar trúar á heimsvísu. Kristin
trú er til staðar í öllum löndum meðal
fjölda þjóða og þjóðarbrota í fjölbreyttu
samhengi mismunandi menningarheima
og samskiptum manna á milli.
Afríka náði því að verða heimsálfan
með flestum játendum kristinnar trúar
árið 2018 og komst fram úr Rómönsku
Ameríku sem hins vegar náði Evrópu 2014.
Þessi staða, flutningur þungamiðjunnar
til suðurs, vekur spurningar. Hefur þetta
áhrif á guðfræðina, söguritun, mannauð
og fleira? Meginmiðstöðvar kristninnar
eru nú í suðri meðan staðan versnar á
Vesturlöndum. Allt þetta hjálpar okkur að
skilja betur stöðu kristninnar á 21. öld.
Umrædd bók, World Christian
Encyclopedia, er tilraun til að koma tölu
á fjölda kristinna manna og þeirra sem
aðhyllast aðra trú á heildrænan hátt með
því að skoða kirkjudeildir og mismunandi
hópa, áður fyrr og nú, í 234 löndum.
Við útgáfu bókarinnar var haft samband
við allar þekktar kirkjudeildir í hverju landi
fyrir sig til að hafa uppfærðar upplýsingar.
Leitað var til fólks sem gat staðfest
þær, einkum í þeim löndum sem erfitt er
að fá aðgang að eða vita neitt fyrir víst
um. Fyrir bragðið eru upplýsingarnar eins
nákvæmar og unnt var að hafa þær.
Í umfjöllun um hvert land fyrir sig er lögð
áhersla á það sem sérstakt er þar, svo
sem guðfræðimenntun, stöðu kynjanna,
heilbrigðiskerfi, loftslagsbreytingar, ofbeldi,
stjórnmál og samtímamenningu. Með
þessu er komist nær reynsluheimi kristins
fólks hér og þar um heiminn.
Ýmislegt gerir þetta erfiðara, svo sem
óskýrari mörk milli kirkjudeilda og ekki er
alltaf ljóst hvaða kirkju fólk tilheyrir. Gömlu
mótmælendakirkjurnar missa safnaðarfólk
yfir í sjálfstæðar kirkjur sem ekki tengjast
neinum öðrum. Eins er erfitt að staðfesta
vöxt neðanjarðarkirkna víða í Asíu.
Vöxturinn er hvað mestur í kirkjum
sem eru undir áhrifum hvítasunnu eða
náðargjafastrauma en af ýmsum ástæðum
Er kristindómurinn
á undanhaldi eða að
umbreytast?
RAGNAR GUNNARSSON