Bjarmi - 01.10.2021, Page 9
bjarmi | október 2021 | 9
er erfitt að hafa samband við þær, einkum
í Afríku.
Engu að síður er þessi bók besta
heimildin sem við höfum til að leita svars
við spurningunni um stöðu kristinnar trúar
í heiminum: Er hún á undanhaldi eða eiga
umskipti sér stað? Svarið kemur ekki á
óvart, það er bæði og.
FLUTNINGUR FRÁ NORÐRI TIL
SUÐURS
Hlutfall kristins fólks í heiminum hefur lítið
breyst undanfarin 120 ár. Árið 1900 var
það 34,5%, árið 2020 er hlutfallið 32,2%.
Þetta endurspeglar stöðugleika en um leið
umfangsmikla breytingu. 82% alls kristins
fólks bjó í Evrópu og NorðurAmeríku árið
1900, en aðeins 33% árið 2020.
Þessi flutningur þungamiðju
kristindómsins frá norðri til suðurs
er megineinkenni kristinnar trúar við
upphaf 21. aldar. Önnur breyting er sú
að trúin mótast af lífi í borgum, ekki síst í
stórum borgum í suðri eins og Lagos og
Kinshasa. Enn líta margir á kristindóminn
sem trú hvíta mannsins, eins og hún var.
Hvít, vestræn saga, guðfræði og þjálfun
var flutt út og ráðandi í aldir. En þrátt fyrir
þessa hugsun er reyndin sú að meirihluti
kristins fólks er ekki hvítt. Flest kristið
fólk talar spænsku (Rómanska Ameríka),
síðan ensku, portúgölsku (Brasilía),
rússnesku (Rússneska orþódoxkirkjan)
og mandarínkínversku.
Engu að síður, til þess að bera saman
undanhald og umbreytingu, þarf að
skoða fleira. Árangur kristniboðs hefur
verið mikill í Afríku og hlutfall kristins fólks
færðist úr 9% árið 1900 í 49% árið 2020.
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (CDR) sker
sig úr, fer úr 1% í 95%. Tölurnar segja þó
ekkert um þann veruleika að kristið fólk í
Afríku hefur aðgang að færri læknum, býr
við hærri barnadauða, lægri lífslíkur og
fleiri tilvik HIV og malaríu en íbúar annarra
heimsálfa auk takmarkaðs aðgangs að
hreinu drykkjarvatni. Lýðstjórnarlýðveldið
Kongó er stundum kallað „höfuðborg
nauðgana heimsins“.
Asía er þekkt fyrir trúarlega fjölbreytni
og vöxtur kristinnar trúar er frá 2% árið
1900 í 8% árið 2020. Mesti vöxturinn er
í húskirkjum í Kína sem teljast vera 56
milljónir kristins fólks. Önnur breyting er
í Eyjaálfu, en þar eru Ástralía og Nýja
Sjáland ráðandi vegna stærðarinnar og
SÍFELLT
STÆRRI
HLUTI ÍBÚA
JARÐAR BÝR
Í BORGUM
SEM HEFUR
ÁHRIF Á
KIRKJUR OG
KIRKJULEGT
STARF