Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.2021, Page 10

Bjarmi - 01.10.2021, Page 10
10 | bjarmi | október 2021 kristnu fólki fækkar þar, en mikil breyting varð hins vegar í Melanesíu, Míkrónesíu og Pólinesíu á liðinni öld, en þar er kristin trú nú ráðandi. UNDANHALD Í EVRÓPU Staða kristinnar trúar í Evrópu hefur veikst á liðnum 120 árum og vitað er að margir eru skráðir í kirkjur þar án þess að vera virkir í kirkjustarfi. Einnig hefur dregið úr skráningum í Norður­Ameríku en í Bandaríkjunum er hæst hlutfall kristinna. Þar hefur hvarf hvítra í kirkjum verið bætt upp með kristnum innflytjendum, einkum frá Rómönsku Ameríku. Rómanska Ameríka er sér á báti með áberandi sterka stöðu rómversk­kaþólskra en um leið gríðarlegan vöxt kirkna með rætur í hvítasunnu ­ og náðargjafahreyfingunni, þar sem vöxturinn er frá 0% árið 1900 upp í 32% árið 2020. Mesta fækkun kristins fólks er í Norður­ Afríku og Mið­Austurlöndum, þ. á. m. í Írak, Sýrlandi, Ísrael, Palestínu og Tyrklandi. Gríðarlegur þrýstingur hefur verið á kristið fólk og kirkjustarf og á umræddu árabili, 120 árum, hefur kristnum fækkað úr 12,7% í 4.2%. Í Tyrklandi voru 22% kristin árið 1900 en aðeins 0,2% í fyrra. Annar áberandi munur á norðri og suðri er að fjármagnið er mest í norðri en suðrið er með mannaflann. Margt kristið fólk í suðri lifir við fátæktarmörk eða undir þeim á meðan flestir í norðri búa við gott eða þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Eðlilegur hluti kristins vitnisburðar er að uppfylla félagslegar þarfir náungans. Systkinin í norðri geta ekki horft fram hjá neyð og fátækt, AIDS og margvíslegum vanda í suðri. Ekki má heldur koma til hjálpar á forsendum valds og ríkidæmis heldur í auðmýkt frammi fyrir misrétti sem blasir við í kirkju Krists í heiminum. EIN FJÖLSKYLDA Sem kristin tilheyrum við að minnsta kosti tveim alþjóðlegum fjölskyldum. Við erum fædd sem menn, hluti af mannlegri flóru kynþátta, tungumála, trúarbragða og menningarhefða. Heimurinn hefur dregist saman og við þurfum að finna lausnir á ýmsum vanda, s.s. loftslagsvá, hernaðarvá, hvernig stunda eigi verslun milli landa og mörgu öðru. Sumar auðlindir eru takmarkaðar og kallað er eftir sjálfbærni án þess að fyrir liggi hvernig eigi að ná því marki og hver eigi að bera tapið eða greiða kostnaðinn. Þrátt fyrir þessa spennu nýtur maðurinn þess að vera skapandi vera, gríðarlegar tækniframfarir eiga sér stað og menningin blómstrar sem aldrei fyrr. Síðan er það hin fjölskyldan sem telur um 2,5 milljarða eða þriðjung mannkyns, fjölskylda kristninnar. Kristnir menn eru í sérhverju landi en eru ekki einsleitir heldur fjölbreytt samansafn þúsunda þjóðarbrota og tungumála sem skiptist í margar kirkjudeildir – sem eru hugsanlega um 45 þúsund talsins! Við lifum hvert á sínum stað, tölum okkar eigin tungu en tengjumst hvert öðru vegna sameiginlegrar trúar okkar. Eining er verðugt markmið fyrir þessa alþjóðlegu fjölskyldu kristins fólks. Við fylgjum Jesú. Fjölskylda hans náði út fyrir líffræðileg tengsl til allra sem trúin á hann bindur saman. Þessi fjölskylda kristninnar er skilgreind út frá samskiptum og því sameiginlega í mismunandi birtingarmyndum kristninnar. Við vinnum og lifum trú okkar, hvert á sínum stað, meðvituð um sameiginlega trú og auðkenni okkar sem alþjóðleg fjölskyldu. ÁSKORUNIN OG HJÁLP ÚR SUÐRI? Áskorun kirkjunnar á Vesturlöndum er andvaraleysi í trúmálum, afhelgun samfélagsins, fækkun þeirra sem skilgreina sig sem kristna og gamlar kirkjur sem mótast af frjálslyndri guðfræði þar sem afhelgunin mótar guðfræði og sjálfsmynd og dregur úr mikilvægi andlegs lífs og hins andlega þáttar starfs þeirra. Á sama tíma flyst kristið fólk úr suðri til norðurs, sest þar að og getur vonandi með tíð og tíma borið með sér líf og kraft andlegs lífs og kirknanna í suðri. Slíkt getur orðið til að endurnýja kristna trú og snúa þróuninni við. Meginheimild þessarar greinar er grein í Lausanne Global Analysis, March 2021, Vol 10/ Issue 2: Is Christianity Shrinking or Shifting. Findings from the World Christian Encclopedia, 3rd edition. Höfundar: Gina A. Zurlo og Todd M. Johnson. https://lausanne. org/content/lga/2021­03/is­christianity­shrinking­or­ shifting. Einnig er vert að benda á bók dr. Kjartans Jónssonar: Flóttamenn. Þjónusta kirkna og kristilegra samtaka á Vesturlöndum í þeirra þágu.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.