Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.2021, Page 12

Bjarmi - 01.10.2021, Page 12
12 | bjarmi | október 2021 Lesendur Bjarma hafa fylgst með kristniboðsstarfi á Grænlandi um nokkurt skeið og síðast fyrir einu og hálfu ári. Þá sagði Erna Eyjólfsdóttir frá köllun sinni til þjónustu á Grænlandi, drauminum um trúboðshús, starf meðal innfæddra og framtíðar áætlun með starfið í Tasiilaq, þorpinu við fjörðinn. „Við höfum eignast lóð fyrir hús og í sumar ætlum við að byrja á húsgrunninum og treysta Guði fyrir framhaldinu að reisa Hús friðarins,“ sagði Erna þá. Hvernig hefur gengið? Með hjálp netsins fundum við fyrirtæki í Danmörku sem framleiðir einingahús. Við báðum um tilboð í hús sem mundi henta starfinu, hús með öllu tilheyrandi. Þeir gerðu okkur mjög gott tilboð sem okkur leist vel á og var hafist handa við að fjármagna kaupin, en tilboðið átti að renna út 1. apríl 2020. Þið voruð í kapphlaupi við tímann, hvernig gekk þetta? Já, við vorum í kapphlaupi við tímann að fjármagna húsið vegna þess að við þurftum að staðgreiða 21 milljón króna. Í sjóðnum okkar var bara brot af þeirri upphæð. Guð er Guð allsnægta, við treystum á hjálp hans og allt hið góða fólk sem sýndi verkinu brennandi áhuga. Í lok mars var ljóst að við áttum ekki nóg fyrir húsinu og tilboðið var að renna út. Bænin er dásamleg gjöf til okkar frá Guði. Hróp okkar steig upp til himinsins, tíminn var naumur: „Guð sendu hjálpina.“ Gleðidagur sem rennur okkur seint úr minni er svo sannarlega 29. mars þegar við skoðuðum bankareikninginn okkar og ljóst var að umsamin upphæð blasti við okkur og við gátum greitt fyrir húsið og bókað far fyrir gámana með skipi til Grænlands fyrir 1. apríl. Allt gekk upp á síðustu stundu, lof sé Guði. Það var mikill léttir. Þetta var í upphafi heimsfaraldurs Covid-19, hvernig gekk að fjármagna og fá iðnaðarmenn til verksins? Já, þessi tími hefur verið eins og í ævintýri. Fjármunir komu víða að frá vinum og áhugafólki um trúboðsstarf á Grænlandi, gjafir frá Noregi, Íslandi, Hollandi, Þýskalandi og víðar. Gjafir smáar og stórar sem sönnuðu að það er dropinn sem holar steininn. En ekki var allt búið, við þurftum að fjármagna flutning með skipinu og útvega Hugsjónin um Hús friðarins er falleg framhaldssaga VIÐTAL VIÐ ERNU EYJÓLFSDÓTTUR HELENA LEIFSDÓTTIR Tveir sjálfboðaliðar. Hans Ragnar frá Íslandi og Tabani frá Finnlandi.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.