Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.2021, Qupperneq 16

Bjarmi - 01.10.2021, Qupperneq 16
16 | bjarmi | október 2021 Sköpunarsaga eða ­sögur Biblíunnar hafa verið deiluefni í hálfa aðra öld eða meira. Sjálfsagt hafa verið skiptar skoðanir af og til í margar aldir, en upp úr miðri 19. öld óx vantrú á hana fiskur um hrygg með þróunarkenningu Darwins. Þó að hann réðist ekki beinlínis gegn Biblíunni nýttu margir efasemdamenn um sköpunarsöguna þróunarkenninguna til að grafa undan trú manna á að sköpunarsagan hefði nokkurt gildi nema kannski sem ævintýri eða eins konar dæmisaga sem mætti læra af. Lesendur Bjarma þekkja sjálfsagt mikið til þessarar umræðu, enda hefur verið fjallað um sköpunarsöguna áður í Bjarma. En mig langar að benda á sjónarhorn sem ég tel að hafi ekki komið fram. Ég sótti guðfræðideild Háskóla Íslands frá því í nóvemberlok 1970 til júlí 1972 og hætti áður en fyrrihlutapróf var haldið. Ég hreifst af hebreskunni enda naut guðfræðideildin frábærs kennara, próf. Þóris Kr. Þórðarsonar í því fagi. Venjulega var aðeins boðið upp á eins vetrar nám í hebresku, en Þórir bauð mér að taka framhaldsnámskeið og fyrir það er ég óendanlega þakklátur. Námskeiðið stóð allan veturinn og fram á sumar. Hann kenndi ekki aðeins málið heldur reyndi að Vitni að sköpun jarðar BÖÐVAR BJÖRGVINSSON

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.