Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.2021, Page 18

Bjarmi - 01.10.2021, Page 18
18 | bjarmi | október 2021 Í síðustu fjórum tölublöðum Bjarma hef ég rifjað upp sögu nokkurra kvenna sem voru trúarhetjur Drottins. Í þessari grein langar mig að kynna til sögunnar enn eina trúarhetjuna. Það má lýsa trúarskrefum hennar á eftirfarandi hátt: Rétt yfir tvítugt fór hún í hnattferð sem stóð í eitt ár. Í vasanum hafði hún u.þ.b 10 dollara á dag í farareyri. Í kjölfarið varð hún einn af stofnendum alþjóðlegu hjálparsamtakanna ABC barnahjálpar og hún er handhafi Hinnar íslensku fálkaorðu vegna líknarstarfa á alþjóðavettvangi. Fyrir fáeinum vikum kom úr prentun bók eftir hana: „The Understanding of Who Jesus Is; The Basic Difference Between Muslims and Christians.“ (Skilningurinn á því hver Jesús er: Grundvallarmundurinn á múslimum og kristnum). Einnig er hún að setja á stofn vefsíðu tengda bókinni; whojesus.is. Eins og titillinn ber merki um er bókin skrifuð á ensku. Á vefsíðunni verður hægt að lesa bókina og hlaða henni ókeypis niður á mismunandi tungumálum. Nú þegar er hún komin í þýðingu á ein átta tungumál; urdu, arabísku, íslensku, spænsku, telugu, persnesku, bengali og frönsku. Nýjustu fréttir eru svo að hún var að fá þýðingastyrk upp á 5 milljónir sem gerir það kleift að þýða bókina á 22 önnur tungumál og prenta hana í nokkrum löndum. Henni mun verða dreift ókeypis á alþjóðavettvangi, einkanlega í löndum þar sem íslam er ríkjandi. Vegna þess hve verkefnið hefur stækkað er verið að stofna félag utan um útgáfuna. En hver er hún þessi kona? FJÖLSKYLDUSAGAN Hún heitir Guðrún Margrét Pálsdóttir, í daglegu tali kölluð Gunna Magga. Hún er fædd í mars árið 1959 nánar tiltekið í bakhúsi við Hverfisgötu 60a í Reykjavík. Hún er eina dóttir og yngsta barn hjónanna Páls Axelssonar og Sigríðar Halldórsdóttur. Áður en Guðrún fæddist hafði fjölskylda Guðrúnar takmarkaðan áhuga á bæði guðstrú og andlegum málefnum. Það breyttist hins vegar fyrir inngrip Guðs sem notaði vinnumann til að vitna fyrir stjúpafa hennar, Arinbirni Árnasyni bónda í Vestur­Húnavatnssýslu. En Arinbjörn var eiginmaður föðurömmu Guðrúnar. Vinnumaðurinn vitnaði fyrir Arinbirni sem hæddist þá að honum og bað hann að sanna að Guð væri til. Vinnumaðurinn spurði þá: „Myndir þú trúa ef þú hættir að nota tóbak?“ „Það mun aldrei gerast,“ svaraði Arinbjörn að bragði en hann gekk venjulega með tvær eða þrjár tóbaksdósir á sér. Að viku liðinni spyr síðan vinnumaðurinn Arinbjörn: „Ertu enn að nota tóbak?“ Sér til undrunar uppgötvar Arinbjörn að hann hafði ekki snert það í heila viku því löngunin var algjörlega horfin. Þó að þetta atvik hafi ekki sannfært hann fullkomlega, var það þó neistinn sem þurfti til þess að hann eignaðist trú á Jesú Krist. Foreldrar Guðrúnar tóku þessari nýju afstöðu Arinbjarnar illa og sniðgengu hann fyrir vikið. En svo gerist það að móðurafi Guðrúnar veikist alvarlega af berklum og er fluttur á Vífilsstaði þar sem honum er vart hugað líf. Sigríður, mamma Guðrúnar, leitar þá til Arinbjarnar og biður hann um fyrirbæn fyrir pabba sínum. Arinbjörn Nýtt verkefni og ný tækifæri VIÐTAL VIÐ GUÐRÚNU MARGRÉTI PÁLSDÓTTUR RÓSA ÓLÖF ÓLAFÍUDÓTTIR

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.