Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.2021, Side 19

Bjarmi - 01.10.2021, Side 19
bjarmi | október 2021 | 19 tekur vel í bón hennar og stingur upp á að hún komi með honum á samkomu til að taka þátt í fyrirbæninni. Afinn læknaðist fullkomlega fyrir bænina og í kjölfarið hélt Sigríður áfram að sækja samkomur hjá Hvítasunnusöfnuðinum. Þessi breytta trúarafstaða eiginkon­ unnar var Páli engan veginn að skapi. Einn sumardag í laxveiði uppi í Borgarfirði, stendur hann á bakka árinnar án þess að hafa orðið var. Honum verður þá að orði: „Guð ef þú ert til, gefðu mér þá lax núna!“ Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en lax stekkur upp úr ánni og lendir við fætur hans. Honum varð ákaflega hverft við, pakkaði saman í flýti og brunaði í bæinn til þess að taka við Jesú sem frelsara sínum. Eftir þetta atvik var hann svo gefinn Guði að hann fékk viðurnefnið Biblíu­Palli því hann notaði hverja lausa stund til að lesa Orðið. TRÚARGANGA GUÐRÚNAR MARGRÉTAR PÁLSDÓTTUR Guðrún fæddist inn í trúaða fjölskyldu. Þegar hún hafði aldur til gekk hún í sunnudagaskóla og dvaldi í Vindáshlíð hluta hvers sumars. En Guð á engin barnabörn. Þegar hún er 11 ára gömul finnst henni hún vera orðin of gömul fyrir sunnudagaskóla og hættir allri þátttöku í kirkjustarfi. Þegar hún er orðin 13 ára gömul hringir Einar Gíslason forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins í Pál föður hennar og spyr hvort Guðrún vilji ekki taka skírn? Þegar Páll ber þetta erindi undir dóttur sína verður henni ljóst að hún geti ekki orðið við þessum tilmælum því hún eigi ekki lifandi trú á Jesú Krist og hafi ekki gefið honum hjarta sitt. Þegar hún gerir sér grein fyrir þessu, ákveður hún samt að fara á samkomu þennan sunnudag og þar tekur hún þá ákvörðun að gefa Jesú líf sitt. Viku seinna tók hún skírn. Guðrún lýkur menntaskólanámi og BSc gráðu í hjúkrunarfræði og fer síðan m.a. til starfa á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit og sér jafnframt um orgelleik á Samhjálpar­ samkomum. HEIMSREISAN Árið 1985 urðu tímamót í lífi Guðrúnar. Hana hafði alltaf dreymt um að ferðast um heiminn, helst eins langt og mögulegt væri og nú var rétti tíminn. Hún keypti sér flugmiða sem koma myndi henni í kringum hnöttinn. Hins vegar var skotsilfrið til daglegra nauðsynja af skornum skammti. Við brottför af landinu átti Guðrún 1.000 dollara, auk þess sem hún seldi bílinn sinn daginn fyrir brottför á tíu mánaða afborgunum. Peningana greiddi hún inn á Kreditkortið sitt svo hún gæti skammtað sér reiðufé til daglegra nota og forðast þannig óþarfa eyðslu en lagði jafnframt þarfir sínar í hendur Drottins. Fyrsti áfangastaður hennar var London, þaðan lá leiðin til Los Angeles og ferðaðist hún víða um Bandaríkin. Í El Paso í Texas kynntist hún hópi kristinna einstaklinga þ.á.m. bróður Andrew sem gaf henni upp heimilisfang í Hong Kong þar sem hún gæti fengið Biblíur til að smygla til Kína. Þannig rættist einn af draumum hennar því hún hafði og hefur mikið dálæti á Biblíunni og þráir að koma henni til þeirra sem ekki hafa aðgang að henni. Guðrún hélt með þessum hópi til Mexíkóborgar rétt eftir jarðskjálftana miklu í Mexíkóborg 1986. Borgin var í rúst og margir heimilislausir. Hélt hópurinn til í tjöldum og eldaði mat í stórum pottum og sinnti matargjöfum og líknarstörfum en hélt tjaldsamkomur á kvöldin. Eftir mánaðardvöl í Mexíkóborg hélt Guðrún áfram suður Mið­Ameríku í gegnum Belize og þaðan með báti til Guatemala. Þar kröfðu landmæraverðirnir hana um 3 dollara en þar sem hún átti einungis 5 dollara handbæra og enginn banki í þorpinu brá hún á það ráð að látast ekki heyra í þeim og gekk óörugg og hrædd beint í gegn undir hrópum landamæravarðanna sem þó veittu henni ekki eftirför. Seinna komst hún að því að það var ekki gjaldskylda á þessum landamærum. Þessir fimm dollarar dugðu fyrir einni nótt á gistiheimili þorpsins og einni máltíð. Daginn eftir uppgötvar hún einnig að borgarastyrjöld ríkti í landinu og ómögulegt að ferðast á puttanum því enginn vildi sjást með hvítri manneskju af ótta við uppreisnarherinn því Bandaríkin studdu stjórnarherinn. Að auki lá enginn vegur frá þorpinu sem var inni í frumskógi og hún átti ekki fyrir fari með bátnum yfir í næsta þorp. Þar sem hún sat þarna á tröppum gistiheimilisins barst henni til eyrna skvaldur og hlátrasköll og hópur ungs fólks stefndi í átt til hennar. Þegar hópurinn nálgast staðnæmdist ein stúlkan í hópnum fyrir framan hana og spyr hvort hún sé íslensk? Hvumsa svarar Guðrún spurningunni játandi. Stúlkan var þá einnig íslensk og var í þessum glaðværa hópi skiptinema á ferðalagi frá Mexikó. Stúlkan sagði henni að aðeins einn banki væri í landinu sem leyfði úttektir á kreditkortum. Sá banki var í höfðuðborginni Guate í órafjarlægð. Hún bauðst til að lána Guðrúnu fyrir dvöl í þorpinu og ferðinni til höfuðborgarinnar. Þar gat Guðrún loksins tekið út peninga með kreditkortinu. Guð hafði auðsjáanlega þurft að plana þessa björgun með góðum fyrirvara! Guðrún hélt síðan áfram til El Salvador, Nikaragúa og Hondúras. Í öllum þessum löndum var borgarastyrjöld sem var misáþreifanleg og lenti Guðrún í ýmsum ævintýrum og trú hennar óx stöðugt því hún sá hvernig Guð bjargaði henni hvað eftir annað úr ómögulegum aðstæðum, meðal annars oftar en einu

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.