Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.2021, Page 20

Bjarmi - 01.10.2021, Page 20
20 | bjarmi | október 2021 sinni úr sjávarháska og reglulega þar sem peningarnir voru á þrotum. Síðan lá leiðin aftur norður í gegnum Mið­Ameríku, Bandaríkin og til Kanada og Alaska. Eftir þá ævintýraferð á báti sem sigldi á sker og brotnaði, fór hún aftur suður til Mexíkó til að dvelja nokkra daga með sama hópnum, sem var nú staddur í annarri borg. Eftir þessa dvöl í Mexíkó ætlaði Guðrún að ferðast aftur til Bandaríkjanna en nú voru góð ráð dýr. Hún sá að hún gæti ekki vegna fjárskorts keypt farmiða nema fyrir 2/3 hluta ferðarinnar og endastöðin yrði borg norðarlega í Mexíkó kl. 2 að nóttu. Klukkan er 6 að morgni þegar lestin kemur og þegar hún nálgast sér Guðrún eitt andlit sem stungið hafði sér út um lestarglugga á þessari óendanlega löngu lest, einhver svangur sem hugðist kaupa sér mat í gegnum gluggann. Þegar lestin staðnæmist er þetta andlit beint fyrir framan Guðrúnu og ekki nóg með það heldur er þetta ein af þeim tuttugu manneskjum sem hún kynnst í þessari 20 milljóna manna höfuðborg og gat hjálpað henni með það sem upp á vantaði fyrir farmiðanum. Þvílík bænheyrsla, þvílík handleiðsla Guðs! Til að gera langa sögu stutta, fyllti Guðrún bakpokann sinn af Biblíum í Hong Kong og tókst eftir langt, erfitt og hættulegt ferðalag að koma þeim á áfangastaðinn í Kína. Frá Kína hélt Guðrún til S­Kóreu og þaðan til Hong Kong og heim til Íslands. Guðrún hafði kynnst fátækt og neyð íbúa bæði í Mexíkó og í öðrum löndum Mið­ Ameríku og einkum var það ólæsið sem stakk hana í hjartað. Biblían gagnaðist lítið ef fólk gæti ekki lesið hana. Nú var það ein hugsjón sem fangaði huga hennar: Hún ætlaði að safna fé til að komast aftur út til þess að kenna fólki að lesa og skrifa og gefa þeim Biblíur. Hún var staðráðin í að enginn skyldi telja hana ofan af þessu. En eins og við svo margoft höfum reynt, hefur Guð alltaf síðasta orðið. Guðrún kynnist manninum sínum, Hannesi Lentz viku eftir að hún kemur til landsins og strax var eins og leiðir þeirra ættu að liggja saman. Í hönd hófst barátta í huga Guðrúnar. Henni leist vel á mannsefnið en hugsjónin átti sterk ítök í hjarta hennar. Það hvarflaði vissulega að henni að verið væri að reyna að hindra hana í að hlýða Guði. Hún ákveður að leggja þetta fyrir Guð og biður hann um mjög skýrt svar: Hún hristi sex peninga vandlega falda í lófa sér og segir við sjálfa sig og Guð: „Ef fiskarnir koma upp, þá fer ég annars verð ég á Íslandi!“ Í huga hennar var aldrei neinn efi að allar hliðar peninganna myndu snúa eins eftir allt sem hún var búin reyna í hnattferðinni. Og viti menn það kom enginn fiskur upp. Þetta var ekki svarið sem hún bjóst við og fyrsta hugsunin sem kom í huga hennar var: „Ég segi engum frá þessu, ég fer samt!!“ En samviska hennar leyfði það ekki. Þá datt henni í hug að opna Biblíuna handahófskennt með lokuð augu og lesa setninguna þar sem fingur hennar staðnæmdist. Þegar hún opnaði augun var fingur hennar við orð Jesú: „Farið ekki!!“ í Matt. 10.5. Af þessu taldi hún ljóst að hún ætti að vera áfram á Íslandi en hugsjónin lifði með henni og spurningin sótti á hana: „Hvað á ég að gera hér?“ En Guð svaraði spurningunni þegar hann færði óvænt tækifæri upp í hendurnar á henni. Halldór bróðir hennar og Georg Ólafur Tryggvason voru ákaflega hrifnir af tónlist Hjalta Gunnlaugssonar tónlistarmanns og langaði til að gefa

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.