Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.2021, Page 22

Bjarmi - 01.10.2021, Page 22
22 | bjarmi | október 2021 um 1400 manns eftir að loftsteinn sprakk yfir Tsjeljabinsk í Rússlandi. SÓDÓMA BIBLÍUNNAR Fræðimenn vísa til deilna um það hvort Tall el­Hammam sé bærinn Sódóma sem við þekkjum af frásögum Gamla testamentisins. Í Fyrstu Mósebók er sagt frá því að „eldur og brennisteinn“ féllu af himni vegna guðleysis og ómældrar syndar íbúa borgarinnar. „Eldur og brennisteinn“ er góð lýsing á því hvernig eyðingin hefur átt sér stað. Í fræðiritinu Nature segja fræðimenn að spurningin um það hvort Sódóma sé umræddur bær í Tall el­Hammam falli utan þeirra rannsóknarsviðs. Þrátt fyrir það benda þeir á að frásaga Biblíunnar sé nærri því sem vitað er að kom fyrir þegar Tall el­Hammam var lögð í eyði. Á vefsíðu norska útvarpsins, NRK, segir frá því í frétt frá 25. september að allt bendi til þess að um 8.000 manns hafi farist fyrir 3.600 árum þegar loftsteinn sprakk yfir Tall el­Hammam. Umrætt svæði er í Jórdaníu rétt fyrir norðan Dauðahafið. Á þeim tíma var þar einn af stærstu bæjum Mið­ Austurlanda og um það bil 10 sinum stærri en Jerúsalem. Árið 2005 var hafist handa við að grafa upp rústir bæjarins. Fornleifafræðingar hafa m.a. fundið eins og hálfs metra þykkt lag af kolum og ösku sem hylur allt svæðið. Þeir segjast hafa fundið sönnun þess að bærinn hafi eyðilagst um það bil 1.650 f. Kr. eða fyrir rúmlega 3.650 árum. Eyðileggingin átti sér stað þegar loftsteinn sprakk um 4 kílómetrum fyrir ofan bæinn. Sprengingin olli 2.000 gráða hita, öflugum bruna og gríðarlegum stormi, mun verri en þeir fellibyljir sem við þekkjum til. Sérfræðingar telja að sprengingin hafi verið um þúsund sinnum öflugri en kjarnorkusprengingin sem varpað var á Hiroshima árið 1945. Byggir sú staðhæfing á því að fundist hefur brætt járn og berg á svæðinu. Um tíu beinagrindur hafa fundist en talið er að allir íbúarnir, 8.000 talsins, hafi farist í sprengingunni. Vitað er til þess að loftsteinar geti valdið mikilli eyðileggingu þegar þeir springa fyrir ofan jörðu. Fyrir þremur árum sprakk loftsteinn utan við austurströnd Rússlands. Sprengiaflið var 10 sinnum öflugra en í Hiroshima. Árið 2013 slösuðust Fornleifafræðin: Stór loftsteinn þurrkaði út bæ fyrir löngu — GÆTI VERIÐ SÓDÓMA

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.