Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 24
24 | bjarmi | október 2021 Kristniboðsmót á Löngumýri í rúm 40 ár VIÐTAL VIÐ JÓN ODDGEIR GUÐMUNDSSON VIGFÚS INGVAR INGVARSSON Á líflegu og uppbyggilegu kristniboðsmóti á Löngumýri í sl. júlímánuði er Jón Oddgeir, sem komið hefur að mótshaldinu frá upphafi, dreginn afsíðis og spurður um sögu þessara móta: Þetta mót er númer 42 í röðinni. Það var fólk hér fyrir norðan sem átti frumkvæðið að kristniboðsmótunum hér á Löngumýri í Skagafirði. Þá voru enn almennu mótin í Vatnaskógi en það var áhugi á að hafa mót hér nyrðra fyrir Akureyringa. Þá var Helgi Hróbjartsson kristniboði mikill áhugamaður. Hvort hann var þá ekki bara í guðfræðideild? Og mig minnir að Lilja Sigurðardóttir, kennari á Akureyri, hafi líka sýnt þessu áhuga. Hún var í Hróarsdal í Hegranesi á sumrin. Ég var með Helga við að koma þessu af stað, við vorum ágætir vinir. Unglingahópurinn okkar fjölmennti hingað. Unga fólkið á Akureyri var eiginlega uppistaðan í þessu. Mótin hér hafa yfirleitt verið um miðjan júlímánuð það er hálfum mánuði eftir almenna mótið sem var í Vatnaskógi. Framan af árum kom ekki margt fólk að sunnan á mótin en þetta breyttist þegar á leið. Það höfðu gríðarlega margir viðveru hér. Skagfirðingar komu mikið hingað. Til dæmis fólk utan úr Hegranesi. Þau í Mýrarkoti, foreldrar Önnu Jónsdóttur í Mýrarkoti og þeirra systra, afi og amma Jóhanns Bjarnasonar organista á Hólum og Jóns bróður hans í Skálholti, komu hér alltaf á fyrstu mótin og fleiri Skagfirðingar. Mig minnir að pabbi séra Gísla í Glaumbæ, Gunnar Gíslason, þá prestur þar og prófastur, hafi verið með okkur á fyrsta mótinu, árið 1980. Við fórum þá út á Sauðárkrók í messuna. Séra Gunnar var þá að leysa af þar.Fyrir utan kirkjuna í Miklabæ - Myndir: Ástríður Kristinsdóttir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.