Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2021, Síða 26

Bjarmi - 01.10.2021, Síða 26
26 | bjarmi | október 2021 Meðal mótsgesta á Löngumýri í sumar voru hjónin Steingrímur Ágúst Jónsson og Þóranna M. Sigurbergsdóttir frá Vestmannaeyjum. Aðspurð sagði Þóranna að þetta væri í annað skiptið sem þau kæmu á þetta árlega mót Kristniboðssambandsins á Löngumýri. Í fyrra höfðum við ekki tækifæri til að fara á neina kristilega ráðstefnu og við höfðum vitað um þessi mót um nokkurt skeið en vorum oft upptekin á þessum tíma. Við ákváðum því að slá til og sjá hvernig þetta yrði. Þetta varð mjög gleðileg reynsla, gott mót og gaman að hitta fólk sem við höfðum þekkt á árum áður og eins að kynnast nýjum. Mótið var ekki það fjölmennt að eðlileg tengsl mynduðust milli manna og staðurinn mjög hentugur fyrir þennan fjölda. Dagskráin var bæði uppörvandi og gagnleg. Það má segja að sérstaklega ánægjulegt hafi verið fyrir mig að fara um Skagafjörðinn þar sem föðurafi minn ólst upp og langafi minn bjó. Þarna nálgaðist ég rætur mínar. Ykkur varð augljóslega ekki meint af úr því þið ákváðuð að fara aftur nú í sumar? Já, þegar við fórum í vor að skoða og skipuleggja sumarið, ákváðum við að fara aftur. Það hentaði okkur mjög vel og lítið hafði verið í boði af mótum og ráðstefnum vegna samkomutakmarkana. Hvernig var svo að koma aftur? Það var mjög gaman, nú fengum við tækifæri til að hitta margt af sama fólkinu aftur og kynnast því betur. Umgjörðin og fræðslan var líka mjög góð og dagskráin öll uppörvandi og einlægt samfélag. Við héldum glöð og uppörvuð heim. Eitthvað sem stendur upp úr? Það er erfitt að fara að gera upp á milli en biblíulestur séra Guðmundar Guðmundssonar var einstaklega góður, bæði fræðandi og lifandi. Svo var veðrið alveg dásamlegt, það var ekki svona gott í fyrra. Við vorum mikið úti. Það var líka dýrmætt að fræðast um starfið og fá tækifæri til að segja frá verkefnum okkar í Nakúrú í Keníu. Þið hafið líka merka sögu að segja sem tengist Keníu og Löngumýri. Rétt er það. Við hjónin höfum verið að starfa við að byggja upp betri aðstöðu í kvennaathvarfi í Nakúrú í Keníu. Við komum til Íslands fyrir jólin 2019 og ætluðum aftur til Keníu seinni part árs 2020 og halda áfram verkinu. Í byrjun sumars 2020 var Steingrímur að bæta við nokkrum hellum fyrir innan bílastæðið á lóðinni okkar. Hann þurfti að ná í sand og fór og náði í sand í fötu og setti í skottið á bílnum. Þegar hann kom heim opnaði skottið þá sá hann 20 shillinga kenískan pening (um 25 íslenskar krónur) á stéttinni fyrir aftan bílinn og fannst honum það frekar skrítið. Bíllinn var nýþveginn og hreinsaður og hann sjálfur var í hreinum fötum. Svo þurfti hann að ná í meiri sand og fór aðra ferð og þá hugsaði hann með sér að það hefði verið skrítið að finna einn kenískan pening en ef hann fyndi annan þá væri það merkilegra. Þegar hann kemur heim opnar hann aftur hurðina þar sem skóflan var og Langamýri UPPÖRVANDI SAMFÉLAG STUTT VIÐTAL VIÐ ÞÓRÖNNU M. SIGURBERGSDÓTTUR

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.