Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 27
bjarmi | október 2021 | 27
þá sér hann annan eins kenískan pening
á stéttinni. Hann spurði mig hvort ég hefði
verið með peninga en ég var ekki með
neina keníska peninga í umferð. Við fórum
að reyna að túlka hvað þetta þýddi, að
við færum til Kenía eftir tvo mánuði og að
við færum tvö saman. En þetta var mjög
merkilegt. Núna á mótinu hér vorum við
beðin um að segja frá starfi okkar i Keníu.
Steingrímur var að hugsa um að segja frá
kenísku peningunum en hann hugsaði með
sér að hann gæti það ekki því sagan væri
bara hálf. Hann vildi vita hvert Guð væri að
fara með þetta. Svo rétt áður en við áttum
að tala þá biður hann; Drottinn hvað ertu að
segja mér? Þá kom í huga hans frásögnin
þar sem Jesús talaði um tvo smápeninga
og hann fann í Lúkasarguðspjalli 12.6,
frásögn Jesú er hann talar um fimm spörva
og tvo smápeninga; Eru ekki fimm spörvar
seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó gleymir
Guð engum þeirra. Hárin á höfði yðar eru
jafnvel öll talin. Óttist ekki, þér eruð meira
verðir en margir spörvar. Guð gleymir ekki
spörvum og því síður okkur. Svarið var
komið, það kom um leið og hann fór upp að
tala. Við höfðum haft áhyggjur af hvernig
athvarfinu reiddi af og fólkinu þar. Við
vorum fjarri en okkur langar svo að vera
með þeim – Guð huggaði okkur; hafið ekki
áhyggjur, þetta er allt í minni hendi.
Við höfum líka þennan tíma verið í
sambandi með tölvupóstum, síma og
netsímtölum. Við erum þess vegna ekki
mjög langt undan þó svo það sé ekki það
sama og að vera á staðnum.
Bjarmi þakkar Þórönnu spjallið.
UMGJÖRÐIN OG
FRÆÐSLAN VAR
LÍKA MJÖG GÓÐ OG
DAGSKRÁIN ÖLL
UPPÖRVANDI OG
EINLÆGT SAMFÉLAG