Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 28
28 | bjarmi | október 2021
Trú og
tilfinningagreind
Tilfinningagreind okkar skiptir máli. Fyrir því
eru ýmsar ástæður. Fyrst má nefna það að
Daniel Goleman benti á það á sínum tíma
að tilfinningagreind (EI) skipti meira máli í
forystustörfum en vitsmunagreind (IQ).
Annað merkilegt og skemmtilegt er að
við getum tileinkað okkur tilfinningagreind
og nánast hver sem er getur orðið betri
en hann er nú þegar.
Tilfinningagreind okkar – eða skortur
okkar á henni – hefur nú þegar mun meiri
áhrif en við gerum okkur grein fyrir, bæði
heima og í vinnunni. Hún útskýrir ýmislegt,
m.a. hvers vegna:
• Við eigum í deilum og hvenær það
gerist.
• Fólki líkar að vinna með okkur eða
ekki.
• Við fáum aldrei stöðuhækkunina
sem við vonuðumst eftir – eða
hvers vegna það gerist.
• Svo mikil spenna er í lífi okkar eða
hvers vegna allt gengur nokkuð vel.
Hver er tilfinningaleg þekking okkar?
Sjálfur þurfti ég að þroskast og vaxa á sviði
tilfinningagreindar og er enn að. Mig langar
að nefna fimm atriði sem geta bætt okkur á
þessu sviði. Þau urðu mér að minnsta kosti
til hjálpar.
1. ÁTTUM OKKUR Á ÞEIM ÁHRIFUM
SEM VIÐ HÖFUM
Hfur þú einhvern tíma velt því fyrir
þér hvað gerist þegar þú gengur inn í
herbergi eða sal? Spurningin er sérstök,
því maður getur ekki vitað hvernig
andrúmsloftið var áður en maður gekk
inn. Við höfum áhrif á andrúmsloftið í
sérhverju því rými sem við erum stödd í.
Sérstaklega á það við um fólk í forystu,
eitthvað breytist við nærveru þess. En er
það til góðs eða ills?
Spennist fólk upp þegar ég mætir?
Róast það? Er það glatt að sjá mig? Hrætt
við mig? Spennt að ég sért á staðnum?
Gleðst maki minn yfir að sjá mig eða er
hann áhyggjufullur yfir því að nú bætist
trúlega við eitt atriði enn að kvarta yfir
þegar ég kemur? Því miður hafa margir
ekki hugmynd um hvernig svara eigi
þessari spurningu á heiðarlegan hátt.
Enn verra er það þegar fólk er óöruggt
með sig, þá þorir það ekki að leita svara
við spurningunni. Reiður leiðtogi eða sá
sem sífellt snýst í vörn sig getur gengið
að því sem vísu að samstarfsfólk hans
er líka hrætt við að svara honum þessari
spurningu.
Ef við viljum á hinn bóginn vaxa í
tilfinningagreind þurfum við að vita hvað
gerist þegar við stígum inn í rýmið. Að
læra hvernig við höfum áhrif á annað
fólk. Þess vegna er gott að spyrja fólk
hvernig það sé að vera í sporum þess
í samskiptum við okkur. Við þurfum að
spyrja skýrt og heiðarlega og leggja niður
varnirnar. Aðeins að hlusta. Hver sem
gerir þetta mun undrast yfir því sem hann
uppgötvar.
CAREY NIEUWHOF