Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.2021, Qupperneq 29

Bjarmi - 01.10.2021, Qupperneq 29
bjarmi | október 2021 | 29 Fyrir rúmum áratug fór ég að spyrja samstarfsfólkið um hvaða áhrif ég hefði á það, og einn svaraði: Þú ert Bamm Bamm og vísaði í fígúru í teiknimyndum Steinaldarmannanna (Flintstones) sem vissi ekki sem smábarn hversu sterkur hann var. Ég er augljóslega sterkur persónuleiki. Lengi vel gerði ég mér ekki grein fyrir því, ég var bara ég sjálfur. En þegar ég fór að grennslast fyrir sagði samstarfsfólk mitt mér að þegar ég gengi inn horfði það á mig, ég segði skoðun mína og sveiflaðist yfir herbergið. Ekkert rými var fyrir samræður. Ég gaf starfsfólkinu leyfi til að minna mig á þetta. Upp frá því í nokkur ár var ég minntur á Bamm Bamm. Ég baðst afsökunar og hætti. Ég lagði mig fram um að vera meðvitaður um sjálfan mig og hvað ég væri að gera. Ég spurði fólk bæði á undan og eftir fundi hvaða hlutverki ég ætti að gegna og leitaði eftir endurgjöf hvort ég beitti mér um of eða of lítið. Það var mikil hjálp. Meira að segja heima spyr ég jafnt og þétt: Hvernig er að hafa mig á staðnum? Samræðurnar sem fylgja bæta alltaf heimilislífið – ef við erum tilbúin að breytast. 2. LÁTUM SKAPSVEIFLUR OKKAR EKKI BITNA Á ÖÐRUM Sumir dagar eru góðir, aðrir dagar ekki svo góðir. Margir láta það bitna á öðrum þegar dagarnir eru slæmir. Enginn vill vinna með þeim sem eru þannig í langan tíma, einkum ef slæmu dagarnir verða margir. Það er erfitt að hætta að láta sér líða illa en það er hægt að hætta eða koma í veg fyrir að það bitni á öðrum. Sjálfsmeðvitund er helsti lykilinn að tilfinningagreind. Sama á við um sjálfsstjórn. Fólk í forystu gerir sér grein fyrir að þó svo það sé í uppnámi þurfi það ekki að hafa áhrif á aðra í kringum það, hvorki í vinnu eða heima. Trúlega hugsarðu: Nú, hvernig fæ ég útrás fyrir gremjuna? Hér er mín uppástunga: Þú biður þeim mun meira. Mig langar að benda þér á ágæta bók um þetta efni eftir Andy Stanley: Enemies of the Heart: Breaking Free from the Four Emotions That Control You. (Óvinir hjartans: Að losna frá ferns konar tilfinningum sem stjórna þér). Hún hjálpaði mér að komast að rótum tilfinninga minna. Þar er farið að grunni þeirra fjögurra atriða sem við berjumst við sem fólk og leiðtogar: Sekt, reiði, ótta og öfund. 3. HÆTTUM AÐ ÁSAKA AÐRA Tilfinningagreint fólk hefur ekki aðeins stjórn á sjálfu sér, heldur tekur það líka ábyrgð á sjálfu sér og verkum sínum. Ef við viljum vera ábyrg þurfum við að hætta að ásaka aðra. Ásökun er andstaða ábyrgðar. Hvað gerum við þegar eitthvað fer úrskeiðis? Þegar eitthvað vekur sorg og leiða eða eitthvað sem við höfum ekki stjórn á tefur framvindu mála? Þá er mikilvægt að gera ráð fyrir því að bera ábyrgð þó svo maður hafi ekki gert mistökin sjálfur. (Einmitt þess vegna

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.