Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.2021, Qupperneq 30

Bjarmi - 01.10.2021, Qupperneq 30
30 | bjarmi | október 2021 gerir maður ráð fyrir því). Sá í forystu segir: Ég stýri þessu, ég ber ábyrgðina – og þetta hefur samstarfsfólk mitt heyrt mig segja ótal sinnum. Stundum átti ég engan þátt í að skapa vandann, en það er ekki málið. Ég ber hina endanlegu ábyrgð og þarf að fá samstarfsfólk mitt til að komast að því hvernig við komum okkur út úr vandanum. Ég segi þetta oft upphátt til að minna mig á að ásökun er ekki valkostur. Tökum ábyrgð og höldum áfram. Það er stórkostlegt hversu frelsandi það getur verið. Og jákvæð aukaverkun er sú að hópurinn stendur betur saman. Oft stígur sá fram sem olli vandanum og tekur líka ábyrgð. Hvers vegna? Jú, af því að enginn ásakaði hann. Gott fólk stendur frekar við sitt heldur en hlaupast á brott eða fara í felur. 4. SLEPPUM AFSÖKUNUM Tilfinningagreint fólk í forystu tekur ábyrgð á öllu sem það gerði og gekk ekki upp. Sein/n á fund? Okkur er tamara að kenna umferðinni um en að segja að við lögðum of seint af stað. Þegar skýrslan er ekki tilbúin í tæka tíð skulum við ekki segja að krakkinn hafi orðið veikur eða við fengum lítinn nætursvefn. Má vera að það sé rétt en er einhver hjálp í því? Okkur tókst bara ekki að klára hana í tíma. Lélegur leiðtogi kemur með afsakanir, góður leiðtogi tekur framförum. Annaðhvort afsökum við eða tökum framförum, þetta tvennt fer ekki saman. Ef við hættum að afsaka okkur hefur það víðtækari afleiðingar en á stöðu okkar í augum samstarfsfólks okkar, við sættum okkur við okkur sjálf. Við verðum heiðarleg við okkur sjálf og líður illa sem er uppspretta raunverulegra framfara. Og jákvæða aukaverkunin: Þau sem taka ábyrgð á mistökum sínum gera smám saman færri mistök. 5. LEGGJUMST EKKI LÁGT Annað einkenni tilfinningagreinds fólks er að það neitar að skjóta – ódýrum skotum eða öðrum. Þegar samræður falla niður á ómerkilegt og lágt plan leiða þeir þær aftur inn á æðra stig. Það er freistandi að hrekja sérhverja gagnrýni eða að leggjast jafn lágt og aðrir gera. Einföld tilvitnun minnir mig aftur og aftur á hvers vegna sú leið borgar sig ekki: Farðu aldrei í slagsmál við svín. Þið verðið bæði óhrein og svíninu líkar það vel. Þetta á við svo ótal margt. Að halda sig í réttri hæð og á réttri braut er ekki alltaf auðvelt en er alltaf besta leiðin. Grein þessi birtist á vefsíðu höfundar, careynieuwhof.com, og birtist hér með góðfúslegu leyfi hans. Þýðing: RG. ÞAU SEM TAKA ÁBYRGÐ Á MISTÖKUM SÍNUM GERA SMÁM SAMAN FÆRRI MISTÖK

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.