Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 31
bjarmi | október 2021 | 31 Að óttast Drottin er upphaf þekkingar (Orðskviðirnir 1.7). Þegar við lesum í Biblíunni um það „að óttast Drottin“ merkir það að bera ómælda virðingu fyrir honum, meðvituð um að Guð ræður yfir allri sköpuninni og er á allan hátt réttlátur. Þegar við skiljum alveldi hans og mátt á þennan hátt og dáumst að og beygjum okkur fyrir persónuleika hans kallar það á auðmýkt og hlýðni. Ætlun Guðs var aldrei að við værum hrædd við hann. Þvert á móti, hann elskar okkur og gefur okkur það sem er okkur fyrir bestu. Hins vegar væntir hann þess að við hlýðum leiðbeiningum hans. Því er þannig háttað á lífsins leið að ótti vex fram sem hindrar okkur í að gera það sem hann biður okkur um – að boða fagnaðarerindið, að hjálpa fólki í neyð, að beygja sig fyrir vilja hans. En að óttast Drottin – að bera virðingu fyrir honum – ætti að hvetja okkur til að hlýða honum engu að síður. Þess vegna skulum við í dag, hvað svo sem hann kallar okkur til að gera, gera það, þrátt fyrir ótta okkar. Leyfum tilbeiðslu okkar á honum að vinna sigur á jarðneskum kvíða okkar. Tökum ákvörðun um að við ætlum að trúa kærleiksríkum Guði sem er alltaf með okkur og hefur stjórn á lífi okkar öllum stundum. Faðir, hjálpa mér að sigrast á ótta mínum og treysta þér. Hjálpa mér að hlýða þér, sérhvert skref á minni leið. Amen. Hugvekja þessi er úr bókinni Every Day in His Presence. 365 Devotions, fyrir 13. september. Að óttast Drottin CHARLES STANLEY

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.