Bjarmi - 01.10.2021, Side 32
32 | bjarmi | október 2021
Margir fræðimenn hafa fullyrt að í
frumkirkjunni og síðar fornkirkjunni hafi
bann Gamla testamentisins við gerð mynda
útilokað myndir þar sem helgihald fór fram,
þrátt fyrir að Guð hafi gerst maður í Jesú
Kristi og þar með sýnt að Guð getur birst í
jarðneskum veruleika. Því hefur verið haldið
fram að það að gera mynd, styttu eða
líkneski af Guði Föður eða Jesú Kristi hafi
verið óhugsandi fyrir kristið fólk. Guð var
almáttugur, einn og ósýnilegur og því ekki
við hæfi að samsama hann myndum með
skýra tilvísun í hinn skapaða heim. Myndir og
líkneski vísuðu, samkvæmt þessari skoðun,
beint og óbeint til skurðgoðadýrkunar. Auk
þessa beri að gæta að því að söfnuðirnir hafi
vænst nálægrar endurkomu Krists, langt
fram á aðra öld. Söfnuður sem var mótaður
af slíkri heimssýn gat varla séð ástæðu til að
koma sér vel fyrir og til frambúðar í veröldinni
með í því að byggja safnaðarhús, hvað þá
að myndskreyta þau. Því varð talið að fyrst
á fjórðu öld, þegar þessar væntingar höfðu
dofnað verulega og kirkjan þurfti að koma
sér til frambúðar fyrir innan rómversks
samfélags, hafi farið að bera á myndefni í
tengslum við kristinn átrúnað. Þessi sýn á
þróun myndlistar í kirkjunni stenst reyndar
ekki.
FORN HÚSKIRKJA
Húskirkja, sem fannst í fyrrum sýrlenska
bænum Dura Europos og grafin var upp á
þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, hefur
átt þátt í að breyta þessari skoðun. Heimili
virðist hafa verið breytt fyrir kristið helgihald,
frá árinu 233 og fram um miðja þriðju öld.
Þarna virðist vera safnaðarsalur og svo
ríkulega myndskreytt skírnarkapella.
Myndirnar varpa ljósi á myndnotkun
innan fornkirkjunnar. Söfnuðurinn þarna
hafði frá árinu 224 biskup og þar með
er ekki hægt að tala um hann sem
sérsöfnuð á mörkum Rómarveldis eins
og einhverjir fræðimenn vildu meina.
Það er því ekki sannfærandi að túlka
myndefnið og tilvist þess í húskirkjunni
sem dæmi um að hér hafi verið á ferðinni
kristinn sértrúarsöfnuður er lagði mikið
upp úr vægi skírnarinnar. Dura Europos
var biskupssetur og húskirkjan var
opinber bygging. Þar voru reglulega
Myndir í
fornkirkjunni og
fundin húskirkja
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON