Bjarmi - 01.10.2021, Qupperneq 33
bjarmi | október 2021 | 33
haldnar guðsþjónustur og auk þess gefur
myndefnið til kynna þróaða sköpunar
og endurlausnarguðfræði sem er vart
hægt að eigna einangruðum kristnum
sértrúarsöfnuði.
Þess ber að geta að innan frum
kristninnar og forkirkjunnar er ekki að
finna neinar kennisetningar er banna gerð
eða uppstillingu mynda. Vissulega er til
samþykkt frá kirkjuþingi í Elvíra (306) um að
ekki eigi að vera myndir í samkomuhúsum.
Hún aftur á móti gefur einungis til kynna að
jafnt í vestur sem austurhluta Rómaveldis
hafi sá siður verið orðinn útbreiddur
að myndskreyta samkomustaði
og húskirkjur. Það samræmdist vel
þeirri venju innan gyðingdómsins að
myndskreyta samkunduhús. Þar sem
myndbann fyrsta boðorðsins beindist ekki
að myndum, styttum og líkneskjum sem
slíkum, heldur að tilbeiðslu þeim tengdri.
Það er vissulega að finna gagnrýni á
myndir og myndanotkun í síðgyðingdómi
hellenismans. Þar á meðal var Fíló frá
Alexandríu (20 f.Kr. –45 e.Kr.) sem vísar
til kenninga Platóns um bann við myndum
og hið sama gerir Jósefus sagnaritari (38–
100). Í fornöld gripu fulltrúar gyðingdóms
og kristindóms til frummyndakenningar
Platóns og tengdu við myndbannið. Það
var gert til að draga fram handanveru
Guðs og áherslu á andlegan veruleika eða
frummyndirnar innan viðkomandi trúar.
Kirkjufeðurnir vísuðu til frummynda
kenningarinnar í gagnrýni á myndadýrkun
en leyfðu jafnframt að notaðar væru
myndir. Þannig vill Klemens frá Alexandríu
(150–215) að menn noti ekki heiðin tákn á
innsiglishringa sína, heldur kristin, eins og
dúfu, fisk, skip, hörpu eða akkeri. Jafnvel
harðir gagnrýnendur á myndanotkun eins
og Tertúllían (150–220) höfnuðu fyrst og
fremst myndadýrkun. Myndirnar höfðu
fyrir bæði gyðinga og kristna á þessum
tíma táknræna og fræðandi merkingu
eins og myndirnar í skírnarkapellunni í
Dura Europos vitna vel um. Myndbrjótar
innan kristninnar réttlættu því gjörðir sínar
jafnan með rökum sem eiga frekar rætur
í frummyndakenningu Platóns og útfærslu
hennar innan hellensks menningarheims
og heimspekisögunnar, en í myndbann
fyrsta boðorðsins.
TÁKN OG MYNDEFNI Í
FORNKIRKJUNNI
Að nota myndir í tengslum við
guðsþjónustuhald og trúarlíf er þegar á
þriðju öld útbreiddur siður, sem myndaði
fyrstu skrefin í átt að markvissri kristinni
listsköpun. Þar sem innan kristindóms
þess tíma var ekki til staðar nein miðstýring
eða stofnanaleg stjórnun á söfnuðum og
samskiptum þeirra, þróaðist listsköpun
tiltölulega óhindrað áfram. Menn sóttu
myndefni í umhverfi sitt sem var tengt við
vissa sammannlega þætti, siðferði, þrár og
vonir. Myndin af hirðinum sem var útbreidd
er nýtt til að túlka efni úr dæmisögum Jesú
um góða hirðinn eða Jesú Krist sem góða
hirðinn. Myndin er löguð að kristnum
táknheimi og veitt ný merking þó að hún
greini sig lítt frá öðrum myndum af hirðum.
Myndir við grafir kristinna einstaklinga
vitna líka um aðlögum myndefnis. Í