Bjarmi - 01.10.2021, Side 36
| bjarmi | október 202136
heimreiðina – við þurftum annarra hjálp til
að draga okkur í vanmætti okkar.
Gestur okkar var ung kona á miðjum
þrítugsaldri, aðlaðandi, dökk yfirlitum
og ilmaði ekki svo lítið af patchouliolíu og
e.t.v. jafnvel kannabis. Við buðum henni
sæti við borðið og hún útskýrði að hún
væri „nýaldar“ferðalangur en þannig væri
komið fyrir henni að hún þyrfti að komast
burt frá kærastanum sem hún byggi með
og öllum öðrum og fá einhvern smábotn í líf
sitt. Hún hafði reynt að skrá sig í einhverjar
nýaldardvalir og búddatrúarmiðstöð sem
vildi að hún eyddi nokkrum mánuðum í að
hreinsa sjálfa sig, vegna þess að hún væri
kona, áður en þeir veittu henni aðgang.
Hún hafði fyllst örvæntingu og flogið í hug
að e.t.v. ætti hún að reyna okkar kristnu
miðstöð – samt í von um að við segðum
nei. Jákvæð viðbrögð okkar kölluðu fram
blendnar tilfinningar hjá henni.
Við Daphne hvísluðumst aðeins á og
buðum henni að dveljast ef hún hjálpaði
eina klukkustund á dag. (Við fundum
upp hreingerningastarf því við vildum að
hún gæti fundið að hún legði eitthvað af
mörkum fyrir dvölina.) Við ætluðum að
setja hana í lítið herbergi en Daphne fannst
að við ættum að láta hana hafa það besta
sem við áttum. Við sýndum henni herbergið
og létum hana fá blað með upplýsingum
um stundir í kapellunni. Við sögðum henni
að hún væri hjartanlega velkomin en alls
ekki væri þrýst á hana að mæta.
Næsta morgun kom hún í kapelluna
og tók þátt í morgunhelgistund okkar þar
sem fólst í söng, bæn, íhugunarlestri úr
Davíðssálmi, hljóðri stund, íhugandi bæn
út frá lestrinum og lokabæn. Hún hélt að
við hefðum verið með heila messu! Það var
ljóst að hún þekkti lítið til hversdagslegs
kristnilífs. Ég lét hana hafa pappírsörk með
hugleiðingarorðum eftir hverja máltíð. Fyrir
hverja máltíð voru lesin ritningarorð og
farið með stutta bæn, einfaldlega svona:
„Drottinn, ef orð þitt er satt, ljúktu því
þá upp fyrir mér. Amen.“ Ég fékk henni
einnig Biblíu og minnisblokk og penna og
hvatti hana til að skrifa niður athuganir,
spurningar sínar og hvað eina sem henni
fyndist koma til sín úr Ritningunni. Ég gerði
það ljóst að við mundum ekki fylgjast með
hvort hún gerði þetta og að við þyrftum
ekki að sjá það sem hún skrifaði.
Á föstudeginum settumst við niður eftir
morgunstundina í kapellunni og fengum
okkur kaffi. Hún byrjaði að útskýra fyrir
mér hvers vegna henni geðjaðist ekki að
kristnu fólki. (Ja, þetta var ekki það sem ég
átti von á eftir alla okkar ókeypis gestrisni!)
Hún vísaði til þeirrar kröfu kristins fólks að
Jesús sé eini vegurinn til Guðs. Í hennar
huga var augljóst að hundruð mismunandi
leiða lægju til Guðs og að halda öðru fram
væri hrokafullt. Ég útskýrði að skoðun
kristins fólks væri ekki grundvallaratriðið.
Það sem skipti meira máli væri hvað Jesús
hefði sagt. Hann fullyrti að hann væri
„vegurinn, sannleikurinn og lífið“ og var
viss um að enginn kæmi til Föðurins nema
fyrir sig (Jóh 14.6). Ég benti hógværlega á
þarna væri um lykilatriði að ræða. Væri hún
reiðubúin til að taka mark á orðum Krists?
Hún vildi rökræða þetta en ég sagði
henni að það væri tími til kominn fyrir hana
að fara og halda áfram með áætlun sína
það sem eftir væri dagsins. Hún varð
agndofa. Ég sagði henni að ég væri ekki
reiðubúinn að rökræða orð Jesú. Ef hún
ætti í vandræðum með þessi orð þá þyrfti
hún að ræða við Jesú um þau. Að lokum
lagði ég hönd á bak hennar og vísaði henni
hógværlega út um dyrnar því hún vildi ekki
fara. Hún vildi rökræða þetta.
Næsti dagur var laugardagur og við
Daphne nutum hugsunarinnar um að
fara seint á fætur og almennt að slappa
af. En þannig átti þetta ekki eftir að fara.
Snemma dags var barið að dyrum hjá
okkur. Við dröttuðumst niður stigann og
klæddum okkur í sloppana og opnuðum
dyrnar fyrir okkar ameríska gesti. Hún skalf
og hristist af æsingi.
„Hvers vegna sögðuð þið mér ekki
sannleikann? Af hverju sögðuð þið mér
ekki sannleikann?“ endurtók hún.
Ég sagði: „Mér þykir það leitt. Hvað
áttu við?“
Hún sagði: „Hvers vegna sögðuð þið
mér ekki að Guð sé Faðir minn, að hann
hafi skapað mig og hafi áætlun með líf
mitt? Hvers vegna sögðuð þið mér ekki
að hann elskar mig yfirgengilega og að
ég hef aldrei verið skilin eftir ein? Hvers
vegna sögðuð þið mér þetta ekki? Hvers
vegna sögðuð þið mér ekki að Jesús er
raunverulega Sonur hans og að þegar
hann dó þá tók hann burt synd mína?
Hvers vegna sögðuð þið mér ekki að
Guð reisti hann upp til lífs? Hvers vegna
sögðuð þið mér ekki að hann upphóf hann
sér til hægri handar? Hvers vegna sögðuð
þið mér ekki að Jesús geti komið núna inn
í hjarta mitt til að búa þar og gert mig að
nýrri persónu? Hvers vegna sögðuð þið
mér þetta ekki?“
Ég stóð þarna gapandi og spurði:
„Hvernig veistu allt þetta?“
„Vegna þess að hann gerði það núna
í morgun, var það ekki? Hann kom inn í
hjarta mitt og hefur breytt mér – ég er ný
manneskja. Hvers vegna sögðuð þið mér
ekki þetta allt?“
Mér fannst að samræðurnar ættu að
halda áfram í eldhúsinu. Hún kom inn og
stóð næstum á öndinni og hélt óðamála
„ÞÚ ERT EKKI SÚ
SEM ÉG ÞEKKI.
ÞÚ HEFUR
EIGNAST ÞAÐ
SEM ÉG HEF
ALLTAF VILJAÐ
ÖÐLAST. HVAÐ
ER ÞAÐ? OG
HVERNIG GET
ÉG FENGIÐ
ÞAÐ?“