Bjarmi - 01.10.2021, Síða 38
| bjarmi | október 202138
KELTNESK KIRKJA?
Hér verður aðeins litið til nokkurra þátta úr
„keltneskri kristni“ og þá einkum tekið mið
af Írlandi. Stundum er talað um keltnesku
kirkjuna (frá fimmtu til tólftu aldar) en það er
hæpið að tala um keltneska kirkju. Kristnin
á keltneskum landsvæðum var alltaf hluti af
hinni almennu kirkju í vestanverðri Evrópu
og kirkjuleg skjöl þarna jafnan skráð á
latínu. Staða þjóðtungunnar var þó sterk í
ræðu og riti sbr. t.d. gamlar bænir og sálma
að ógleymdum hinum mikla bálki írskra
fornsagna.
Töluverður breytileiki var einnig í
kirkjulegum háttum á milli landa og
menningarsvæða langt fram á miðaldir
þegar rómverska kirkjan fór að beita
meira miðstjórnarvaldi undir forystu páfa.
Menningarlegur sérleiki keltneskrar kristni
var því ekki einstætt fyrirbæri framan af
öldum. Engin heildar samræming eða
stjórnun var yfir keltnesku svæðunum (á
Bretlandseyjum og í Frakklandi) og því
einnig nokkur breytileiki á milli þeirra.
Hugtakið „keltnesk kristni“ verður því
einnig að nota af nokkurri varúð.
MÓTUN KRISTNINNAR
Kristni er talin hafa borist snemma
til Bretlands með kristnum farand
kaupmönnum og jafnvel rómverskum
hermönnum. Vitað er um nokkur hundruð
kirkna þar árið 313. Heiðnir Engilsaxar
ruddust svo inn yfir austurströnd Englands
frá því um miðja 5. öld. Af þeirra völdum
þrengdi mjög að kristninni.
Heilögum Patreki (um 385–461),
þjóðardýrlingi Íra, er rænt sem unglingi,
e.t.v. í Wales, en hann var af kristnu fólki
kominn. Hann snéri svo aftur til Írlands eftir
að hafa flúið úr þrældómi þar og menntast
og fengið vígslu og er sagður hafa unnið
stórvirki við kristnun Írlands.
Hafa ber í huga að kirkjan í vestanverðri
Evrópu tók smám saman vaxandi mið af
skipulagi og stjórnarháttum Rómverska
ríkisins. Þar voru borgir miðlægar stjórn
stöð var í skýrt afmörkuðum stjórnunar
umdæmum. Áhrif Rómverja voru takmörkuð
í Skotlandi og Írar lutu þeim aldrei. Á
Írlandi voru engar borgir og valdsvæði
ættarhöfðingja voru ekki endilega skýrt
afmörkuð. En hér skal vitnað til hins virta
breska fræðimanns Philip Sheldrake:
„Dreifbýlissamfélag keltnesku land anna
með langa þjóðflutningahefð hlaut eðlilega
að hugsa sér kirkjuna allt öðruvísi en reynsla
staðbundnara fólks í þéttbýlli rómverskum
heimi gaf tilefni til. Þannig keppti
sveigjanlegri eða meira fljótandi skipan
keltneskrar kristni við rómverskan smekk
fyrir formfastara stjórnkerfi sem birtist í
skipulögðum biskupsdæmum. Kirkjulegt
starfsfólk, eins og biskupar og prestar,
var almennt síður tengt stjórnunarlegum
hlutverkum en annars staðar. Þetta fólk
gat gegnt andlegri þjónustu sem ekki var
endilega bundin tilteknum stað“ (Sheldrake,
bls. 5).
Horft til
keltneskra
trúarhefða
VIGFÚS INGVAR INGVARSSON