Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.2021, Page 39

Bjarmi - 01.10.2021, Page 39
bjarmi | október 2021 | 39 Keltneskar (írskar) hefðir tengdar kristni geta sýnst mótsagnakenndar. Annars vegar var mikil binding við ætt og átthaga en hins vegar áhersla á ferðalög til fjarlægra staða. Sérstætt er einnig að áherslan á ættflokk (eða fylgjendur) hafði forgang gagnvart afmörkun landsvæðis. Margt virðist lofsvert en vissulega má einnig finna harðneskjulega drætti og stundum það sem okkur kann að finnast öfgakennd meinlæti. Sumir fræðimenn telja öruggt að biskupar hafi verið til staðar frá upphafi kristni á keltneskum landsvæðum þótt erfitt sé að fullyrða nákvæmlega um stöðu þeirra. Síðar er ljóst, alla vega á Írlandi, að þeir stjórnuðu ekki afmörkuðum biskupsdæmum og að ábótar (sem einnig voru oft jafnframt biskupar) og stundum líklega abbadísir voru gjarnan áhrifameiri. Klaustur gegndu lykilhlutverki en þau voru nokkuð öðruvísi en á meginlandi Evrópu þar sem forskrift Benedikts frá Núrsia (480­547) var mótandi. Hann lagði áherslu á að munkar og nunnur væru bundin við sín klaustur sem voru skýrt afmörkuð frá umhverfinu með múrveggjum. Í írsku hefðinni gætti meiri sveigjanleika. Þar mætti tala um klausturgerði (klausturþorp eða klausturbyggð). Nánast allir íbúarnir voru meira eða minna tengdir klaustrinu. Afmörkun þess var fremur helgun lands heldur en innilokun eða útilokun frá „veraldlegum heimi“ fyrir utan. Innan klausturgerðisins voru oft mismunandi afmarkanir – sérstaklega helg svæði voru mörkuð t.d. með steinkrossum og fólk undir misjöfnum trúarlegum aga bjó á mismunandi svæðum. Helgun klaustursins og helgihald því tengt helgaði að einhverju leyti alla byggðina sem var raunar oft eins konar ættsveit. „Umlukta svæðið, eða termon, átti að vera staður laus við alla árásargirni. Ofbeldi var lagalega og algerlega útilokað með þessari afmörkun. Þetta var sérstök keltnesk útgáfa af almennari viðurkenningu þess, innan vestræns kristindóms, að klausturbyggðir væru griðastaðir. Vegna þess að ekki var um ofbeldi að ræða þá gegndu klaustur og önnur trúarleg aðsetur einnig hlutverki eins konar banka þar sem koma mátti fyrir dýrgripum til varðveislu. Sum slík helg aðsetur höfðu einnig hlutverk sem hliðstæða opins fangelsis. Í stórum klausturbyggðum voru hópar af fólki sem var í iðrunar­ og yfirbótarferli. Sumir höfðu drýgt alvarlega glæpi gegn samfélaginu svo sem morð“ (Sheldrake, bls. 38, 39). Þarna var um kirkjumenningu að ræða sem fólk fæddist inn í og ólst upp í fremur en að endilega væri krafist meðvitaðra ákvarðana trúarlega afstöðu. Ætterni skipti miklu máli og menn sem ekki voru prestar eða munkar gátu stundum gegnt stöðu yfirmanna í klaustri í krafti ættgöfgi og þá ekki síst sem ættmenn stofndýrlings klaustursins. Á Írlandi þekktist að ábótar væru kvæntir og að þeir arfleiddu jafnvel syni sína að embættinu. Dæmi finnast um þetta allt fram á 16. öld. Í keltnesku hefðinni virðast samskipti kynjanna síður hafa verið Á Kjalarnesi undir Esju, hefur verið reist keltneskt altari. Myndir: Hreinn Hákonarson.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.