Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 41

Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 41
bjarmi | október 2021 | 41 Stefna Malachys og meginlandsins sigraði á kirkjuþinginu sem hófst í Kells árið 1152. Að nokkru breytt skipan þess á biskupsdæmum festist í sessi. Segja má að á þessum tímum sé kirkjan á Írlandi að færast úr klaustrakirkju yfir í biskupsdæmakirkju. Innrás Hinriks II. Englandskonungs (1154­´89) í Írland (Anglo­Normanar) árið 1171 markar tímamót í írskri kirkjusögu enda réttlætti konungur innrásina með því að veifa bréfi enska páfans, Hadrianusar IV. (Laudabiliter, 1155), sem leyfði þessa innrás. Uppruni þessa bréfs hefur þó eitthvað verið dreginn í efa. (Um þessa framvindu á Írlandi er mikið byggt á Bray.) Þessi enski konungur lét kalla saman 2. kirkjuþingið í Cashel árið 1172 sem hnykkti á að kirkjulegir hættir á Írlandi skyldu ekki njóta sérstöðu. Eftir þessa innrás tók að halla undan fæti fyrir írsku klaustrahefðinni sem þá hafði stofnað klaustur víða um meginland Evrópu. Heimild er fyrir því að hefðbundið keltneskt klausturlíf hafi verið við lýði á Iona, svo dæmi sé tekið, árið 1164 og að klaustur benediktína hafi verið stofnað þar um 1200. Þess má minnast að í Frakklandi (Gallíu) var keltneskt erkibiskupsdæmi við lýði fram á 12. öld. Fram á 13. öld var oft tími spennu og jafnvel hatrammra átaka um það hvort írsku klaustrin fengju að halda fornum hefðum. Meðal annars var reynt að koma í veg fyrir að Írar gegndu mikilvægum kirkjulegum embættum þar í landi. Ýmislegt úr viðhorfum og andlegu lífi á keltneskum svæðum varðveittist áfram eftir að hin sérstaka skipan leið undir lok á 12. öld sbr. t.d. hið mikla safn keltneskra bæna (Carmina Gadelica) og viðlíka efnis sem Alexander Carmichael safnaði á 19. öld á Suðureyjum og í skosku Hálöndunum. BREHON-LÖGIN Mikið er þekkt af hinum fornu írsku lögum, svo nefndum Brehon­lögum. Einhverjir textar þeirra munu vera til frá því aftur á 8. öld. Samkvæmt þessum lögum var ekki gerður munur á erfðarétti skilgetinna og óskilgetinna barna. Staða kvenna virðist hafa verið býsna sterk en giftar konur héldu sjálfstæðum eignarrétti. Þessi lög eru m.a. áhugaverð til samanburðar við forna íslenska lagahefð. Sameiginlegt er báðum hefðunum að ætla ríkisvaldi ekkert hlutverk við að framfylgja refsingum. Einnig má nefna beitingu útlegðar sem refsingu fyrir alvarlega glæpi. HEFÐIN ENDURVAKIN Árið 1938 stofnaði George MacLeod samtökin The Iona Community (Iona­ samfélagið) og tekið var að endurreisa klausturbyggingar á eynni. Nú sækja margir trúarlega endurnýjun til Iona og áhrif þaðan berast víða. Heilagur Kólumba (eða Kólumkille, dúfa kirkjunnar, 521 – 597) hélt frá Norður­Írlandi til smáeyjarinnar Iona (Jóna, iona merkir reyndar dúfa á hebresku), í sunnanverðum Suðureyjum, vestan Skotlands. Þar kom hann upp klaustramiðstöð um árið 563 sem gegndi miklu hlutverki við kristnun Skotlands og heiðinna Engilsaxa á Englandi. Mikið orð fór af Iona en þarna eins og víðar frömdu norrænir víkingar mikil hryðjuverk. Árið 1994 beitti Ray Simpson sér fyrir stofnun samtakanna The Community of Aidan and Hilda sem eiga þátt í að Lindisfarne er á ný orðin mikilvæg kristileg miðstöð. Enn má greina keltnesk áhrif á Norðymbralandi og áhrifamikið er að heimsækja þessa fallegu örfirisey þar sem vel er tekið á móti gestum. Á eynni Lindisfarne við norðaustur­ strönd Englands kom heilagur Aidan (Aodhán) upp bækistöð árið 634/635. Hann hafði Oswald konungur kallað frá Iona til að kristna þegna sína. Frá Lindisfarne breiddist kristni ekki aðeins út um Norðymbraland (Northumbria, áður víðlendara) heldur einnig víðar um England. Árás víkinga á Lindisfarne árið 793 er þekkt sem viðmið um upphaf víkingaaldar. Heilög Hilda (um 614­680) stofnaði tvöfalda klaustrið í Whitby nálægt árinu 657. Ungt trúarsetur og hreyfing í kringum það er Ffald y Brenin í Suður­Wales. Það var stofnað síðla á 20. öld en verður fyrst þekkt eftir að hjónin Roy og Daphne Godwin tóku þar við húsráðum haustið 1999. Máttur blessana og bæna á þessum látlausa stað er öðrum þræði rakinn til þess að þarna var forðum keltneskur bænastaður. UPPBYGGINGAREFNI AF KELTNESKUM RÓTUM Mikið má finna af efni í margvíslegu formi sem er a.m.k. að öðrum þræði ætlað til trúaruppbyggingar og sækir í keltneska arfleifð. Minna má á bækur eftir Ester de Waal. Hvort sem írski vefurinn sacredspace.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.